Ferðir


Ferðir - 01.04.1953, Blaðsíða 10

Ferðir - 01.04.1953, Blaðsíða 10
6. blaðsíða [Ferðir sumir með hatta á höfði, aðrir með húfupottlok. Vorum við nú farnir að kenna töluverðrar bleytu inn úr fötum okkar. Áfram héldum við suður allan Mjóadal, og eftir því sem ofar kom á dalinn, varð úrkoman krapakenndari og farið að grána í rót. Þegar suður á Fremri-Mosa var komið, var orðið hálfdimmt, og framgangnamenn ekki komnir og helzt útlit fyrir, að stórhríð væri í aðsigi. Snjór var þar vel í skó- varp. Holdvotir vorum við frá hvirfli til ilja. Fyrsta verk okkar var að spretta af hestunum og hefta þá, þó að ekki væri það gott í slíku veðri. Allir höfðum við gæruskinn í hnökkunum. Breiddum við þau á hestana þeim til skjóls og gyrtum yfir með yfirgyrðingum. Á Fremri-Mosum er skjólalaust með öllu og slæmir hesta- hagar, ekki sízt á haustin, þegar grös eru tekin að falla. Kulda- og auðnarlegt er þar um að litast. Það helzta, sem augað nemur staðar við í björtu veðri, er Kiðagilshnjúkur, sem rís í nokkurri hæð, lítið eitt vestar en í hásuðri. Næst var að reisa tjaldið og skríða inn í það. Rifum við snjóinn með fótunum af bletti sem svaraði tjaldstærðinni. Var þó krapableyta eftir í rótinni. Urðum við að sitja og liggja í henni. Hefði þá verið gott að hafa gæruskinnin, en þau voru á hestunum. Hnakkana bárum við inn og höfð- um þá undir höfðum og herðum. Urðum við kyrrðinni fegnir, þó að vistarveran væri bæði blaut og köld. Unglings- piltur nýlega fermdur var einn af okkur í þessari ferð. Hafði lrann verið heilsuveill og var nú orðið ískyggilega kalt. Kerti höfðum við, og til allrar hamingju höfðu eldspýturnar ekki blotnað, svo að við gátum kveikt ljóstýru. Nesti og plögg höfðum við í skinnbelgjum eða skjóðum, svo að það hafði ekki blotnað. Fórum við nú í þurra sokka, og var það nokkur bót. Rétt í þessu komu framgangnamenn. Voru þeir holdvotir, kaldir og illa til reika. Höfðu þeir líka haft á móti veðrinu að sækja. Engra kinda höfðu þeir orðið varir á sinni leið. Sögðu þeir veðrið nálega bleytu-stórhríð. Varð okkur þá hugsað til hestanna, sem úti stóðu, heftir, á bersvæði og hag- leysu í slíku veðri. Fórum við nú að skoða nestið og fá

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.