Ferðir


Ferðir - 01.04.1953, Blaðsíða 12

Ferðir - 01.04.1953, Blaðsíða 12
8. blaðsíða [Ferðir að frjósa. Mátti því ætla, að skipt væri um veður, en kuld- inn magnaðist. Skalf nú pilturinn ákaflega, svo að líktist krampaflogum. Beindist athygli okkar öll að honum. Tókum við mjög að óttast um, að dagar hans yrðu taldir á þessari nóttu. Hefði svo farið, hefði sorglega tekizt til. En þessi unglingspiltur átti samt eftir að ná miklum andlegum og líkamlegum þroska og verða einn af þekktustu mönnum þjóðarinnar. Fórum við nú til skiptis að velta honum og hrista til, nudda hann allharkalega og jafnvel berja. Virtist þetta nokkur á- hrif hafa, því að skjálftinn fór að minnka. Fór þessu fram langa stund. Tók nú að líða að dögun. Var þess þá freistað að rífa sig undan tjaldinu og gá til veðurs. Gaf þá að líta skafheiðan himin, stjörnudýrð og bjarma upp af degi. En meira en ökkladjúpan snjó hafði sett niður, og var hann farinn að frjósa. Sunnangola var og frost mikið. Fórum við að berja okkur, hlaupa, stökkva og fljúgast á og fengum í okkur nokkurn yl, en yztu föt okkar tóku að frjósa. Kom nú ungi maðurinn út, þó að honum væri sagt að bíða lengur inni. Varð hann hressari, þegar út kom. Var þá flogizt á við hann góða stund, og hresstist hann við það. Birti nú af degi, svo að farið var að svipast um eftir hest- unum, en enginn þeirra sást, hvert sem litið var. Trúlegast þótti, að þeir liefðu leitað norður dalinn, þegar hríðinni tók að létta. Tveir röskir menn fóru að leita þeirra. Löng þótti biðin eftir mönnum og hestum. Gengum við um gólf og börðum okkur þess á milli. Loks kom blessuð sólin upp og tók að verma okkur. Fg minnist ekki að hafa orðið sólaruppkomu fegnari en þá. Um síðir komu leitarmennirnir með hestana. Fundust þeir norður á Selmýrum, langt norður á Mjóadal. Gæruskinn- unum höfðu þeir týnt. Fundust sum þeirra löngu síðar, en sum aldrei. Voru nú hröð handtökin að leggja á hestana. Gangnaforinginn skipti liði, og allir hlýddu eins og skyldan bauð, og norður í Mýri komum við seint að kvöldi með all- stóran kindahóp.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.