Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 22

Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 22
22 F E R Ð I R fjöllunum við Glerárdalinn og myndar tinda þeirra og hryggi. Þykkust er hún í Strýtu og tindum þar umhverfis, um 350-400 m og um 250 m í Kerlingu, en annarsstaðar mun þynnri, t.d. aðeins fáeinir tugir metra í Súlutindum og vantar að mestu á hryggnum þaðan að Kerlingu. Nyrst á svæðinu kemur hún saman við eldra blágrýtið (í Strýtu og Hlíðarfjalli), en er þar greinilega mislæg við það eins og sjá má í Strýtu þar sem efstu lögunum hallar um 5-10° í norðaustur en halli eldra basalts- ins er til suðausturs. Yfirleitt er halli berglaganna í gráu lögunum nánast enginn, þótt frá því séu nokkrar staðbundnar undantekningar og sýnir það vel að töluverður aldursmunur er á þessum berglagasyrpum. Berglögin í yngra basaltinu eru víða áberandi þunn og minna á hraunlög sem runnið hafa frá svonefndum dyngjum. Sjást þessi þunnu lög vel efst í Tröllafjalli (3. mynd) og Kerl- ingu, en á báðum þessum fjöllum eru sléttir fjallsfletir, sem greinilega eru leyfar hinnar fornu hásléttu tertíertímans, þegar engir teljandi dalir höfðu enn grafist í hana. A Kerlingu fer þessi flötur hækkandi til norðurs og er norðurbrún fjallsins hæsti staðurinn í þessum fjallaklasa, 1538 m.y.s. Má telja líklegt að upprunalega hafi hæsta fjallsbungan verið þar norður af, etv. í formi víðáttumikillar dyngju (Skjaldbreiðar), sem gæti hafa verið síðustu virku leyfar hinnar fornu Glerárdalseldstöðvar. Nú eru toppfletir fjallanna við Glerárdalinn þaktir af lausagrjóti, sem frost og vatn hafa sprengt upp. Sjálfsagt eru einhver af þessum efstu hraunlögum alveg veðruð burtu en varla mörg. Framhald í næsta blaði.

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.