Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 17
F E R Ð I R
17
6. mynd. Litgrýtisskrida (líparít) í tlcimari-Lambárdal. Blágráir og rauðbrúnir
steinar, margir áberandi rondótlir (Ljósm. höf).
eða diabas (gróft afbrigði af basalti), sem veðrast mun hægar
og myndar því iðulega garða og dranga í litgrýtishlíðunum,
sem skera sig vel af þeim vegna hins dökka litar. Slíkir gangar
eru t.d. mjög áberandi á Súlnahryggnum (Krummarnir) og
framan í Tröllafjalli (Tröllin). Yfirgnæfandi meirihluti lit-
grýtissyrpunnar við Glerárdal er úr slíku lagskiptu móbergi.
Litgrýtisþursi (þursaberg) samsettur úr grjótmolum af ýms-
um stærðum, ásamt fínna milliefni, er allvíða að finna í lit-
grýtissyrpunni, einkum á svæðinu við Fremri-Lambárdal.
Stundum jaðrar þetta efni við það sem kallað er tíglaberg eða
flikruberg (Ignimbrit), en það er talið hafa myndast úr ógur-
legum eldskýjum (nuee ardente), sem gubbast hafi upp úr
eldfjöllum og flutt með sér mikið af hálfbráðnu bergefni, sem
aftur rann saman þegar það settist á jörðina. Er það algengt á
Austfjörðum. (Eitt slíkt eldský skall yfir borgina St.Pierre á
eyjunni Martinique í Vestur-Indíum árið 1902 og gereyddi
henni á fáeinum sekúndum).