Ferðir


Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 36

Ferðir - 01.04.1979, Blaðsíða 36
36 FERÐIR austur þar til skammt var að Sveinagjá. Ekki var þá tími til að athuga meir. Vörðulínan er nokkuð sunnar á þessum kafla en áætlað var í fyrra sumar eftir stefnunni á Heilagsdal. Menn kunnu snemma að velja bestu leiöir um öræfin. Hraunin kringum Ketildyngju þóttu ekki aðlaðandi til yfirferðar. Á bakaleið var ítarlega gáð að vörðum í framhaldi af því sem áður var fundið og sönnuðu nokkur vörðubrot við suð- austanvert Bláfjall að fundin var sú leið er fornmenn þekktu á 10. öld. í Hrafnkelssögu Freysgoða segir orðrétt um ferð Sáms á Leikskálum á Þingvöll. „Fær hann mest til reiðar með sér einhleypinga ok þá, er hann hafði saman kvatt. Ferr Sámr ok fær þessum mönnum vápn ok klæði ok vistir. Sámr snýr aðra leið ór dalnum. Hann ferr norðr til brúa ok svo yfir brú ok þaðan yfir Möðrudalsheiði ok váru í Möðrudal um nátt. Þaðan riðu þeir til Herðibreiðstungu ok svá fyrir ofan Bláfjöll ok þaðan i Króksdal ok svá suður á Sand ok kómu ofan í Sauðafell ok þaðan á Þingvöll.“ Þessi leið var um margar aldir þjóðleið. Eru til sterkar heimildir fyrir því, að hún var þekkt og farin framundir miðja 17. öld. Halldór Stefánsson segir í blaðagrein „Fjallaleiðin um Ódáðahraun.“ í Múlaþingi vakir vitneskjan um hina týndu Þingreiðar-leið um Odáðahraun.“ Hans Wíum sýslumaður gerir út leiðangur í Ódáðahraun 1777 til að leita hennar, en sú leit var árangurslaus. Margoft síðan hefur verið reynt að finna þessa leið og lagt var til þess fé frá því opinbera. Stefán Thorarensen var mikill áhugamaður fjallvega. Hann gerði samning við Bjarna hreppstjóra á Draflastöðum í Fnjóskadal að leita Sámsvegar 1791. Samningur amtmanns við Bjarna er svohljóðandi. (tekið orðrétt upp úr, Fjallvega- mál íslendinga, eftir Einar E. Sæmundsen). „Fyrir þá reisu, sem hreppstjórinn Bjarni Jónsson á Draflastöðum hefur uppá tekið sér til að gera þá mögulegustu reynslu með að uppleita þann gamla Sámsveg yfir Ódáða-

x

Ferðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ferðir
https://timarit.is/publication/1888

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.