Alþýðublaðið - 05.12.1925, Blaðsíða 1
¦925
Laugardffigie't 5. dezsmbar,
286. JihabS&ífSi
Erlend símskeytl
Khöfn, FB., 2. dez.
Undirsfcriít
Locarao-samningslns.
Frá Lundúnum er símað, að
fulltrúar 7 þjóða hafi í gær skrif-
að undir Locarno-samninginn, og
lögðu þannig hornsteininn undir
Evrópu-friðinn. 1 stórpólitiskum
ræðum skýrðu Chamberlain, Bri-
and og Stresemann, að hinn gamli
andi tortryggni og úlfúðar hlyti
nú að hverfa fyrir vaknandi bróð-
urhuga milli ríkjanna. Viðhöfnin
>var kvikmynduð. Bretakonungur
hefir gext Chamberlain að riddara
sokkabandsorðúnnar.
. Khöfn, FB., 3. dez.
Ekkja Bjðrnfttjerne Bjornssons
hylt.
Frá Aulestád er símað, að yfir
700 skeyti hafi borist afmælisbarn-
inu. Um kvöldið gengu bændur
m blysför'um dalinn óg heim að
Áulestad, og hafði það verið stór-
hrífandi sjón á hinu kyrra og
undurfagra vetrarkveldi. Stór-
vejzla var .haldin á Aulestad öll-
um gestum.
Setulið Bandamauna ieggnr af
stað úr KMnarkétuðunum.
Frá Köln er símað, að setu-
liðið hafi hafið burtförjna.
Seðiaútgáfa í Fcakklandi.
Frá París er símað, að Lou-
cheur fjármálaráðherra hafi lagt
fram frumvarp um að gefa út
sex og hálfan milljarð af nýj-
um seðlum. Er það óhjákvæmilegt
vegna innlausnar skuldabréfa rík-
isins, útgefnum vegna . styrjald-
anna í Marokkó og Sýrlandi.
Seðlarnir verða dregnir inn aftur
í febrúar. Stjórnin ætlar á meðán
,að útvega jafnháa upphæð með
álagningu nýrra skatta. Álitið er,
að þingið muni neyðast til að
, samþykkja frumvarpið.
Lands mjállafjund
heldor AlgýðQflokknrifin í Goofl-
tempIaraMsimi1! Hatnarfirði swwm*
Sdagirin|6. dezemðer kl. 8U síðd.
FalltrúaráÐsfiiEdar
í kvöld kl. 8 Vi í Ungmennafóiagshúsinu. Allir fulitrúar mæti!
Framfcvæmdanefndin.
Leikfélag Reyi javíkur,
Glijgar
eftir John Gaisw.uthy veroa leiknir
sunnudaginn 6. þ. m. kl. 8- síftd. i
Iðnó. — Aögörigumioar seldir í
dag kl. 4—7 og a morgím írá kl.
10—12 og eftk kl. 2. Sími 12.
Khöin, FB., 4. dez.
Hátíðahoh í Xocarno.
Frá Locarno er símað, að bær-
inn hafi verið iánum skrýddur á
þriðjudagskvöld af tilefni undir-
skriftar samningsins. Öllum
kirkjuklukkum borgarinnar var
hringt.
Engln Mí>arverðlaim
Frá Osló er. símað, að Nobels-
verðlaunanefnd Stórþingsins hafi
ákveðið að úthluta engum frið-
arverðiaunum á þessu ári. •
Klpling fárveikur.
Frá Lundúnum er símað, að
Kipling sé fárveikur í lungna-
bólgu.
Endurtekin V(?rður afmæll*-
¦kamtuo verkakvennaféla^sina
>Framsóknar« * Iflná ( kvö'd
m»ð breyttrl skamtiaktá.
Viðgerðlr á grammóíónum ogf
varahlutir tii þeirra í örkinni
hana Nóa, Laugavegl 20 A. —
Sími 1271.
1.. in mm*amm~mm-^mm*.. .........m.........¦......... w
Ágætar sjómannamadressur ó-
dýrastar í Sleipni. — Sími 646.
Mann vantar til gegninga fram
að vertíð á sveitaheinmli nálœgt
Reykjavlk, iítiÖ að gera. Upplýs-
ingar á Njálsgötu 36 B (nfðri).
SmjglnnarskipilL
Vestm.eyjum, FB., 3. dez.
Vínið var flutt á iand í gær að
viðstöddum fjölda manna og flutt
í hús, og verður þar vörður nætur
og daga. „Mysteri" eða „Vaar-
blomsten" er 36 smálestir að
stærð. Flutti það til Hamborgar
145 tn. af síld, er seldist á 46 aura
kílóið þar, og gekk andvirðið upp
í vínkaupin, en afgang. greiddu
móttakendur. Þessir 15000 lítrar
eru hollenzkur spíritus, og kostaði
lítrinn; í Hamborg að eins 60 aura,
og hafði verið gert ráð fyrir að
selja aftur á 10 krónur lítrann
hér. — Vestmannaeyingar eru yfir-
leitt ánægðir yfir dugnaði Linnets
í máli þessu.