Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 1

Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 1
Námsbækur, skólavörur. Bókabúð Keflavíkur. 1HO Rl EYKIAN ES Ef það fæst ekki í VATNSNES, 4. árg. Keflavík, janúar 1946 2. tbl. hvar þá? Góö fjármálastjórn er undirstaða heilbrigðra framfara. Hér er í stórum dráttum lýst stefnu Sjálfstæðisflokksins í Keflavík í bæjarmálum. VATNSVEITA OG HOLRÆSAGERÐ. 1 þrjú undanfarin ár hefur ver- ið unnið að því að leggja holræsi í götur Keflavíkur. Jarðvegur er hér erfiður og því ekkert undar- legt, þó að verkið „gangi nokkuð seint, þegar sprengja verður klapp- ir i miklum hluta skurðanna. Bú- ið er þó að leggja holræsi í mest- allt austanvert kauptúnið, og hef- ur hreppurinn þegar lagt til ]>ess verks um 430 þúsund krónur. Þegar grafa á skurði í jarðveg, eins og er í austurplássinu, verð- ur varla hjá því komizt að nota loftpressu eða önnur vélaáhöld. Lcngi varð hreppurinn að leita til annarra um lán á loftpressu. Gekk það misjafnlega, svo að stundum varð að fresta framkvæmdum, og hefur það vafalaust seinkað verk- inu töluvert mikið. Nú hefur Keflavíkurhreppur fyrir nokkru síðan fest kaup á hentugri loftpressu, og má gera ráð fyrir að það verði til að flýta framkvæmdum í þessu efni. Jafnhliða því, að byrjað var að grafa holræsi í götur bæjarins, voru tvær holur boraðar skammt utan við byggðina, til að leita að hvort þar væri að finna neyzlu- vatn. Kom þá í ljós, að þar var nægilegt og gott neyzluvatn fyrir íbúa Keflavíkur. Keyptur hefur verið vatnsgeym- ir og honum komið fyrir skammt frá horholunum. Geymir þessi tekur um 500 tonn af vatni. Nú þegar hefur verið óskað eft- ir tilboðum í rafmagnsdælur, píp- ur, tengistykki o. fl. tilheyi'andi vatnsveitunni. Sjálfstæðisflokkurinn mun af al- efli vinna að því, 1. Að ljúka sem fyrst við að leggja holræsi í þær götur kauptúns- ins, sem enn er ólagt í. 2. Að hraða sem mest framkvæmd um við vatnsveituna, svo bætt verði sem fyrst úr þeirri brýnu þörf hreppsbúa, að fá nægjan- legt og lieilnæmt neyzluvatn. GATNAGERÐ. Byggingar hafa verið liér mild- ar á undanförnum árum og út- þensla kauptúnsins þar af leiðandi mikil. Af því lciðir, að leggja þarf margar nýjar götur. Gatnagerð kauptúnsins hefur í mörgu verið ábótavant, og má þar sérstaklega benda á aðal-umferðargötu bæjar- ins, Hafnargötuna. Árlega hefur verið ekið í hana sandi eða öðr- um nærliggjandi ofaníburði, en slíkt hefur að jafnaði náð skammt til úrbóta, og gatan þess vegna á flestum thnum í lélegu ástandi, en umferð um hana er geysimikil. Sjálfstæðisflokkurinn mun Ieggja áherzlu á: 1. að vel verði vandað til hinna nýbyggðu gatna, svo að þær geti orðið varanlegar. Enn- fremur að lagt verði í þær hol- ræsi samtímis og þær eru gerð- ar. 2. Að þegar á næsta vori verði hafizt handa á að steypa helztu Fiskifloti Keflvíkinga er fyrst og fremst til orðinn fyrir framtaka Sjálfstæðismanna. — Hér að ofa’n sést nokkur hluti vélbátaflotans við hafnargarðinn.

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.