Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 5

Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 5
REYKJANES 5 Ólafur Thors, þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu í 20 ár. Laugardaginn 19. þ. m. voru um 60 manns samankomnir í ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu, hjá Ólafi Thors, til þess að árna honum heilla í tilefni 20 ára þing- mennsku lians í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Voru þarna mættir fulltrúar úr flestum eða öllum hreppum kjördæmisins. Það vildi svo til, að Ólafur átti afmæli þenn- an sama dag, svo að tvöföld á- stæða var til þess, að minnast dagsins. Ólafur Thors og frú hans veittu að mikilli rausn og margar ræður voru fluttar. Bann. Frá og með 18. þ. m. hefur hreppsnefndin bannað sölu á óger- ilsneyddri mjólk í Keflavík. Þetta er áreiðanlega mjög tímabær ráð- stöfun. Að áliti Sigurðar Péturs- sonar gerlafræðings og próf. Níels- ar Dungal er mjólk sú, sem að undanförnu hefur verið til sölu hjá kaupfélaginu, ónothæf til neyzlu, og engin trygging fyrir því, að hún sé ekki beinlínis hættu- leg mönnum — sérstaklega börn- um. Nú hefur Matardeildin tekið upp sölu mjólkur og er hún geril- sneydd — flutt frá Reykjavik. Er þetta mikið hagræði fyrir fólk, sem býr innst í kauptúninu, auk þess sem þessi nýja útsala koll- varpar einokunarbrölti Björns Péturssonar, en eins og mönnum er í fersku minni, sölsaði hann alla mjólkursölu hér í Keflavík undir Kron, á sínum tíma, til hinn- ar mestu óánægju fyrir íbúana hér í Keflavík. Mun það eflaust mæl- ast vel fyrir, að þessi fyrrverandi Kron-stjóri fái ekki lengur að nota mjólkina sem agn — til þcss að skara eld að köku síns fyrirtækis. „Alþýðuvinirnir“ hér í Keflavík lokuðu Verkamannaskýlinu við höfnina, vegna eigin hagsmuna. Þvi miður er ekki hægt að skýra nánar frá þessu „þokkabragði“, en það mun verða upplýst almenningi áður en langt um líður. En verkamenn munu svara fyrir sig við kosning- arnar á sunnudaginn! Daníval Danívalsson hefur að undanförnu haldið uppi harðvítugum áróðri gegn sjálf- stæðismönnum. Hefur áróður þessi aðallega átt sér stað í búðarholu hans, ennfremur á götum og í skúmaskotum. En Keflvikingar ljá ekki þessum Framsóknarkurfi eyra — þeir eru farnir að kann- ast við hann! Hreppsnefnd Keflavíkurhrepps hefur nú meðtekið gjafa-afsals- bréf fyrir sundlauginni, ásamt peningasjóði að upphæð rúmar 10 þúsund krónur, sem varið skal til viðhalds og eflingar sundlauginni. 1 bráðabirgðastjórn laugarinsar tilnefndi hreppsnefndin þá Mar- geir Jónsson og Ólaf A. Þorsteins- son. Þriðja manninn útnefndi stjórn U.M.F.K. og er það Arin- björn Þorvarðarson sundkennari. Málfundafélagið „Baldur“ hélt fund að félagsheimili sjálf- stæðismanna föstudagskvöldið 18. ]). m. 14 nýir meðlimir gengu í félagið. Létu menn óspart í ljós ánægju sína yfir húsakynnunum og þeim möguleikum til eflingar félagslífsins, sem þau skapa. Mik- ill áhugi var ríkjandi á fundinum og hugðu menn gott til komandi stunda i hinum nýju félagsheim- kynnum. Ymsar breytingar og lag- færingar eiga eftir að fara fram á húsinu, til þess að það megi sem bezt fullnægja tilgangi þem, sem því er ætlaður. M. b. Vísir Vélbátur Otgerðarfélags Kefla- víkur h. f., er væntanlegur hingað næstu daga. Svo sem Keflvíking- um er kunnugt, var útgerðarfélag- ið stofnað í apríl s. 1., með al- mennri þátttöku Keflvíkinga. — Samið var um smíði bátsins hjá Marseliusi Bernhardsyni Isafirði, og hófst smíði hans í júlí mánuði s. 1. Báturinn sem er 54 brutto smál. að stærð, er smíðaður eftir sömu teikningum og M. b. Beykjaröst, og hefur verið vandað til hans að öllum útbúnaði. Skipstjóri á hon- um verður Árni Þorsteinsson, en vélstjóri Sigurður B. Helgason. Þeir Keflvíkingar, sem lofað hafa hlutafé, en hafa ennþá ekki greitt það, eru hérmeð hvattir til að standa við skuldbindingar sín- ar, með því að greiða bið lofaða hlutafé, sem fyrst. Framkvæmdarstjóri Utgerðar- lelags Keflavíkur h. f. er Albert Bjarnason. Kjóslð ekld Framsóknadlokkinn! Hann er á móti nýsköpun atvinnuveganna og öllum framförum. Kjósið ekki Mþýðuflokldnn! Hann hefur þegar fengið sinn dóm hjá þjóðinni, sem snúið hefur við honum bakinu. Alþýðu- flokkurinn á aðeins eftir að gefa upp andann formlega — er dauða-dæmdur flokkur, sem ekki er liklegur til að geta haft áhrif á gang þjóðmála. Kjésið ekki kommúnista! Ef þið viljið losna við hið „austræna lýðræði.“ Þetta er flokkurinh, sem heimtar allt af öðrum — ekkert af sjálfum sér. Kjósið Sjálístæðisílokkinn! Eina þjóðlega stjórnmálaflokkinn í landinu, sem hefur að kjörorði: Stétt með stétt! Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra sannra íslendinga!

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.