Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 3

Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 3
REYKJANES 3 »K á cc CýOól vm Þann 3ja jóladag hóf Kvenfélag Keflavíkur sýningu á gamanleikn- um „Gleiðgosinn“ eftir Hoffmann. Leikrit þetta var leikið hér í Kefla- vik fyrir ca. 8 árum síðan, og munu vinsældir þessa þá hafa ráð- ið nokkru um, að hafist var handa að leika hann aftur nú. Leikritið sjálft er skemmtilegt og atburðahraðinn mikill. Brandarar og hnittin tilsvör eru sem rauður þráður gegn um allan leikinn og vekur óskiptan híátur og ánægju sýningargesta. Leikendur eru 15 að tölu. Aðal- hlutverk, dr. Winternitch —Gleið- gosann — leikur Helgi S. Jónsson, sem jafnframt hafði leikstjórn á hendi. Fer hann prýðilega með hlutverk sitt og sýnir að hann er leiksviðavanastur þeirra, sem þarna léku. Leikur hans er léttur og með þeim hraða, sem hlut- verkið útheimtar. Þó dró úr fjöri hans og gáska í síðasta J)ætti í viðræðum hans við furstann, en ])að má efalaust kenna daufum og þunglamalegum leik mótleikara hans. Annað aðalhlutverkið, Dittmar byggingameistara leikur, Arin- björn Þorvarðarson. Arinhjörn er skemmtilegur leikari og upp- lífgandi að sjá hann í hlægilegum hlutverkum. Þessu hlutverki sýndi hann góð skil og vakti mikinn hlátur hjá leikhúsgestum. Ilins- vegar má að leik hans finna, að hann ýkir of mikið, og heldur virðast hlaup hans um leiksviðið of mikil, miðað við aldur bygg- ingameistarans, og þann óvana þyrfti hann að leggja niður, að snúa sér að áhorfendum eftir að sýni og' varúðar í stjórn fjármála hreppsins. Sjálfstæðismenn munu því beita sér fyrir að gætt sé sparnaðar í meðferð fjármuna hreppsins, að hreppsbúum sé ekki ofþyngt með útsvarsálögum, og að opinberar framkvæmdir séu við það miðaðar, að stuðla sem mest að eflingu atvinnu-lífsins. hafa lokið við „Repikku“, sem hlegið er að. önnur stór lilutverk voru þarna leikin af Margreti Arinbjarnar- dóttur, Karli Guðjónssyni, Bjarna össurarsyni og Dagmar Páls- dóttur. Frú Margret er Keflvíkingum kunn á leiksviðinu, og fer hún laglega með hlutverk sitt, þótt vafasamt sé, að hún fari þarna með hlutverk við sitt hæfi. Karl Guðjónsson er sá leikarinn, sem J)arna kom fram, sem jafnastan sýndi leikinn og fór aldrei útaf hlutverki sínu. Honum tókst á meistaralegan hátt, að sýna upp- hurðarleysi aðstoðarkennarans, og gaf sanna og heilsteypta mynd af hinum hjákátlega og trúgjarna bókaormi. Þessi leikur Karls er eg viss um að hefði sómt sér með ágætum á lciksviði höfuðstaðar- ins. Bjarni össurarson fer vel með hlutverk sitt en hlutverkið gefur annars ekki til efni til mikilla lil- ])rifa. Jensína Jóns- dóttir, Þórunn Ólafsdóttir, — Arinbjörn Þor- varðarson og Anna Þórarins- dóttir. Sitjandi: Dagmar Páls- dóttir. Frú Dagmar Pálsdóttir leikur konu Dittmars byggingarmeistara og leikur þar af skörungskap. Sýn- ir hún ótvíræða leikarahæfileika og ætti hún oftar að sjást hér á leiksviði. Leikur hennar var hress- andi og sannur og málfar hennar og rödd þannig, að hvert orð heyrðist þótt lágt væri talað. Dætur Dittmars leika frúrnar Jensína Jónsdóttir, Þórunn ölafs- dóttir og Anna Þórarinsdóttir. Fara þær allar vel með lilutverk sín, en þó tekst l'rú Jensínu með ágætum í biðilssenunni með Karli Guðjónssyni. Smærri Jilutverk fara þarna með Guðmundur Jóhannesson, sem leikur furstann, Eyjólfur Guð- jónsson, hirðráðið, Kristinn Guð- mundsson, kansellíráðið og Jakob Indriðason þjón furstans. Leikur Guðmundar Jóhannes- sonar er að mörgu leyti góður, en lielzt til bragðlaus og þunglama- legur. Furstinn á efalaust að vera fjörmaður mikill, frjálslyndur og kvenhollur nokkuð og kann illa við stjórnarstörf. Eyjólfur Guðjónsson og Krist- inn Guðmundsson fóru að mörgu leyti laglega með hlutverk sín, en þó var áberandi að Kristinn kunni ekki hlutverk sitt, en

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.