Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 2

Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 2
2 REYKJANES umferðargötu kauptúnsins, Hafnargötuna, og tekið fyrir svo langt stykki á ári, sem gjaldþol hreppsins leyfir. 3. Að steyptur verði garður sjáv- • armegin við Hafnargötuna neð- antil (milli verzlunarhúss E. Ó. Ásbexg og Edinborgar), til að forðast landbrot. 4. Að útvegaðar vexði hagkvæm- ar vélar til þessara fram- kvæmda. SJÁVARUTVEGSMÁL. Sjálfstæðismenn telja það höf- uðverkefni sitt að stuðla að auk- inni útgerð í kauptúninu og hag- nýtingu sjávarafurða. Sjálfstæðismönnum er það ljóst, að svo bezt er íbúum hreppsins tryggð atvinna í framtíðinni, að eðlileg þróun sjávarútvegsins eigi sér stað. Sjálfstæðisflokkuiinn vill því hvetja unga menn til að taka virk- an þátt í fiamleiðslunni, og telur að stuðla eigi að og greiða fyrir útgerð einstaklinga og félaga á all- an hátt. BYGGING BARNA- OG UNGLINGASKÓLA. Barnaskóli hreppsins var bvggð- ur árið 1911. Þá var íbúatala Keflavíkur urn fimm hundruð talsins. Á þeirn tírna var skólinn myndarleg bygging og stærð hans töluvert meiri en þörf þeirra tíma krafðist. Ennfremur fullnægði hann þeim kröfum, sem ]xá voru gei'ðar til skólabygginga. Nú er hinsvegar svo komið, að skólinn fullnægir alls ekki þörf- inni, sem skapazt hefur af hinni miklu fólksfjölgun, og heldur ekki þeirn kröfiim, sem gerðar eru til skólabygginga nútímans. Sjálfstæðisflokkurinn mun því af alefli beita sér fyrir, Að byggður verði hér myndar- legur skóli fyrir barna- og ung- lingakennslu, og að tekið verði þá tillit til hinnar miklu og vaxandi fólksfjölgunar, hvað stærð hans snertir. HAFNARMÁL. Margt hefur vei'ið rætt, ritað og deilt um hafnarmál og aðbúnað bátaflotans hér í Keflavík á und- anförnum árum. Um eilt verður ekki deilt, en það er nauðsynin á áframhaldi framkvæmdar þeirra verka, sem hafin eru. Eins og kunnugt er þá var haf- skipahryggjan byggð árið 1932 og var í eign einstaklinga þar til seint á árinu 1941, að Keflavíkurhrepp- ur keypti mannvirkin. Var þá hafnargarðurinn um 60 metra langur og talinn lítt nothæfur eins og hann var. Kom þá að sjálf- sögðu í hlut hreppsins að hefjast handa urn viðhald og framhald garðsins. Ráðandi mönnum var þegar ljóst, að ef atvinnuvegurinn, sem lífsafkoma hyggðarlagsins byggist á, átti ekki að bíða stórhnekki, og átti að geta fylgt kröfum tím- ans, þá varð að beita sér fyrir aukningu hafnarmannvirkjanna. Hófst því hreppsnefnd og hafnar- nefnd handa um útvegun fjár til þess að unt væri að lengja og bæta hafnarvirkin og leiddi það til þess að á árinu 1942 er hafinn undir- búningur að framlengingu gamla gai'ðsins. Á árinu 1943—1944 er garðurinn lengdur um 40 mtr. og um leið breikkaður úr 8 í 10 mtr. Árið 1945 er haldið áfram og bætt við 20 mtr. og biiið að tryggja 25 mtr. lengingu á árainu 1946. Er því lengd garðsins nú 120 mtr., en ætti að verða að hausti kom- andi urn 145 mtr. Aidc þessa hefir síðan hreppurinn tók við, verið gerð n}r og góð bátabryggja innan garðsins, lengd hennar eru 37 mtr. þá hefur og bátabryggjan sem fyrir var verið lengd til stórra bóta En er ótalið að gamla hafskipa- brj'ggjan hefur verið endurbætt og ti’eyst svo, að hún er nú í mun betra ástandi en hún var þegar kaupin gerðust. Af þessu vérður séð, að mikið hefur áunnizt, en betur má ef duga skal. Er það fastur ásetning- ur sjálfstæðismanna að beita sér fyrir áframhaldandi auknum og bættum mannvirkjum, þvi þeim er það manna ljósast að bætt af- korna og bætt lendingarskilyrði fyrir fiskiflotann ])ýðir bætta af- komu Keflavíkur og aukna at- vinnu til alh’a, hvort sem þeir starfa í landi^ða á sjó. Leiðin til þess að tryggja far- sælt áframhald þessara mála er fyrst og fremst sú, að notfæra sér þá reynsln og þekkingu, sem þeg- ar er fengin, en hún er að láta þá menn, sem sýnt hafa dugnað framsýni og vilja i þessu velferð- armáli, halda áfram að starfa að framgangi þess ,byggðarlaginu til hags og heilla. Verður það bezt gert undir forustu sjálfstæðis- manna. Framgangur hafnarmálanna er bezt tryggður nxeð kosningu sjálf- stæðismanna í hreppsnefnd. Minn- ist þess 27. janúar. Eftir því, sem Keflavík stækkar, færist að sjálfsögðu meii’a bæjar líf yfir kauptúnið. Ekkert er þá sjálfsagðara, en að hafa góðar gætur á, að stxiðla að sem beztxi xxppeldi yngstu kynslóðarinnar, barnanna. Innan skamms erxi það börnin, seixx taka við af fxdlorðna fólkinxx. Það er því mikils vii’ði að xippeldi bamanna verði senx bezt, að sem flestir af xinglinguix- unx veri vel menntaðir og þrosk- aðir menn. Rcynsla annara bæja og kaup- tiina, hefxir sýnt, að barnaheimili og leikvellir 'hafa hin beztu á- hrif á xxppeldi barnanna. Sjálf- stæðismenn nxunu því beita sér fyrir því, að leikvöllur vexði starf- ræktur hér, og athuga á allan hátt möguleika á því, hvort ekki exu tök á, að þeir foreldrar sem þess óska, geti komið börnum sín- um á sumardvalarheimili. Sjómanna skáli. Sjómanxxa- og verkamannaskáli var um nokkurt skeið starfræktur lxér í Keflavík, og naut ]xað al- mennum vinsældum meðal verka- nxanna og sjómanna, sem við var að búast. Framsoknarmenn koniu því til leiðar, á mjög svo lævísan hátt að sjómanna skálinn var lagður niðxir. Sjálfstæðismenn munu því beita sér fyiir því, að íeistur verði við höfnina sjónxannaskáli, til þæg- inda fyrir veikamenn og sjómenn. Undirstaða framfara er góð fjármálastjórn. Sjálfstæðismenn Ieggja áherzlu á, að hagsmunum hreppsins sé stjórnað af fyllstu hagsýni og gætni. Sjálfstæðisflokkurinn mun því leggja áherzlu á, að gætt sé hag-

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.