Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 4

Reykjanes - 15.01.1946, Blaðsíða 4
4 R E Y K J A N E S Helgi S. Jónsson, Margrét Arinbjörnsdóttir, Bjarni Össurarson og Karl Guðjónsson. — Talið frá vinstri. Eyjólfur var hinsvegar í vand- ræðum með hvað hann ætti að gera með hendur sínar, sem ávallt héngu niður með síðunum. En það er hlutverk leikstjórans að lagfæra það. Frú Elín Ölafsdóttir og Jakoh Indriðason, sem léku þjónustu- stúlku og þjón, fóru vel mcð sín litlu hlutverk og hefðu efalaust sómt sér vel í stærri hlutverkum. Áhorfendur tóku leiknum með miklum fögnuði og hlátri og er óhætt að fullyrði að hann á eftir að verða leikinn hér oft fyrir fullu húsi áhorfenda. Tilefni til þess, að eg skrifa þennan Ófullkomna leikdóm er það, að mínu áliti eigum við Kefi- víkingar svo góðum leikurum á að skipa, að ekki má teljast vansa- Ný götunöfn. Hreppsnefndin skipaði þá Frið- rik Þorsteinsson, Ragnar Guð- leifsson og Sigurbjörn Eyjólfsson í nefnd til þess að gera tillögur um nöfn nýrra gatna hér í Kefla- vík. Nú hafa þeir félagar skilað áliti sínu, sem hefur verið sam- þykkt af hrcppsnefndinni. Nöfn hinna nýju gatna fara hér á eftir: 1. Gata, sem liggur frá austri til vesturs, vestast, milli Kirkju- vegar og Hringbrautar (með- laust, að ekki skuli vera til hér leikfélag. Er óhætt að fullyrða, að allir leikendur, sem fram komu í Gleiðgosanum, og svo aðrir, sem áður hafa sést hér á leiksviði, standa fullkomlega á sporði beztu leikurum annara kauptúna og kaupstaða, og myndu margir þeirra sóma sér vel á leiksviði í Reykj avík. Aðkomuleikflokkar, sem hingað hafa komið og sýnt hér listir sínar, hafa fært manni heim sanninn um það. Menningargildi góðrar leiklistar er svo ótvírætt, að við Keflvíkin- ar megum ekki án hennar vera, einkum þar sem reynslan hefur sýnt, að við höfum nægum kröft- um á að skipa til að túlka hana á réttan hátt. fram reitum I og 2 að vest- an): Holtsgata. 2. Gata, sem liggur frá norðri til suðurs milli götu nr. 1 og Vesturgötu: Norðurbraut. 3. Gata, sem liggur frá Hafnar- götu að kirkju: Norðfjörðs- gata. 4. Gata, sem liggur frá norðri til suðurs milli Tjarnargötu og Aðalgötu, milli reita 19 og 20: Garðavegur. 5. Gata, sem liggur frá norðri til suðurs milli Tjarnargötu og Skólavegar (milli reita 28 og 29): Sunnugata. REYKJANES. Útgef.: Nokkrir Keflvíkingar. Ritstjóri: Einar Ólafsson. Blaðsstjórn: Ólafur E. Einarsson Guðm. Guðmundsson * Sverrir Júlíusson Afgreiðsla í BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR. Verð blaðsins kr. 1.00 í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. 6. Gata, sem liggur l'rá norðri til suðurs, af Vatnsnesvegi á Hringbraut, milli reita 64 og 65: Melgata. 7. Gata, sem liggur frá austri til vesturs, milli Vatnsnesvíkur og Hringbrautar, meðfram reitum 56, 57, 61, og 63 að norðan: Faxabraut. 8. Gata, sem liggur meðfram höfninni við Vatnsnes (með- fram reitum 52, 53 og 56): Víkurbraut. 9. Gata, sem liggur frá norðri til suðurs, norðan við Austurgötu og samhliða henni: Framnes- vegur. 10. Gata, sem liggur frá Hafnar- götu að fyrirhuguðum skrúð- garði, milli reita 33 og 38: Ránargata. 11. Gata, sem liggur af Skólavegi í boga til suðurs á Sólvalla- götu, milli reita 35 og 39: Mánagata. 12. Gata, sem liggur upp af Vatns- nesvík norðanverðri meðfram stöð Olíusamlagsins og hrað- frystihúsunum: Vitastígur. 13. Gata, sem liggur af Hafnar- götu til norðausturs í Vatns- nesbás, meðfram fyrirhuguðu bílatorgi og reit 46 að norðan: Ægisgata. 14. Gata, sem liggur af Franmes- vegi í Vatnsnesbás, milli reita 46 og 51: Sundlaugargata. 15. Gata, sem liggur af Bryggju- vegi í austur á Vitastíg, milli reita 48 og 50: Hrannargata. 16. Gata, sem liggur af Hafskipa- bryggju í norður á Vatnsnes- veg, yfir Hrannargötu, með- fram reit 48 að austan: Mar- argata. Ath. Með hinum númeruðu reit- um, sem nefndir eru hér að ofan, er átt við númeraða reiti á skipu- lagsuppdrætti Keflavíkur. A. G. A

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.