Alþýðublaðið - 27.01.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.01.1920, Blaðsíða 2
ALPÝÐUBLAÐIÐ s án tillita til skoðana þeirra á op- inberum málum. AtTÍnnnmál. Próf. Goode lýsir mjög nákvæm- lega atvinnumálum Rússlands eftir því, sem honum hafa Tirzt þau. í kenningum bolsivíkanna er geng- ið út frá því, að allir menn vinni fyrir þjóðfélagið frá 16—60 ára aldurs. Launin eru frá 1200—4000 rúblur á mánuði, og stundum hærri. Skipið, sem strandaði. þeir allir niður í hann, en skip- verjar á togaranum drógu hann til sín, og komust allir ómeiddir upp í togarann. En þegar þangað var komið, fengu þeir hinar beztu viðtökur, og voru þeir fluttir til Reykjavíkur. Skipshöfnin á Eos misti allan farangur sinn, en sjálfsagt bæta útgerðarmenn skipsins þeim þann skaða að fullu, svo sem alstaðar er að verða siður og samningur er orðinn um milli Sjómannafé- lagsins og Eimskipafélagsins. Alt í lukkunnar velstandi? Frásögn fjögra háseta. (Niðurl.). Á aðfaranótt flmtudags, þegar komið var fram undir morgun, kom til þeirra gufuskip, er reynd- ist að vera enski togarinn Mary S. Johnson frá Scarbough. Lét hann skipverja á Eos vita, að hann ætlaði að fylgja þeim eftir, þar til birti, og þá athuga hvað hægt væri að gera. Þegar birti, komst á samband milli skipanna, á þann hátt, að skipverjar á Eos settu út brúsa, sem menn á togaranum náðu í (togarinn var áveðurs við barkinn, af því barkinn rak hraðara undan veðrinu en brúsann). Sendi togar- inn barkinum nú orðsendingu í flösku (á ensku og íslenzku, því það var einn íslendingur á togar- anum). Sagðist togarinn ekki geta dregið barkinn, sökum þess hve stórsjóað var, en sagði að þeir skyldu forða sér úr barkinum í togarann. Sendu nú skipverjar á barkinum aítur skeyti til togar- ans, og báðu hann að Ijá sér bát, þar eð þeir treystu ekki bátum, þeim, er þeir höfðu, í svo miklum ósjó. Drógu þeir síðan bát til sín frá togaranum. íslendingurinn á tog- aranum (Jón Hannesson frá ísa- firði) bauðst til þess að fara í bát- inn, til þess að stýra honum milli skipanna, en Englendingum fanst óþarfl að setja þar mannslíf í hættu, enda reyndist það svo. Þegar skipverjar á barkskipinu höfðu dregið til sín bátinn, fóru Nýlega eru gengnar um garð bæjarstjórnarkosningar á Seyðis- flrði. Hlutu þar kosningu: Gestur Jóhannsson, Stefán Th. Jónsson Benedikt Jónsson og Karl Finn- bogason. Að sögn ráða þá tvær verzl- anir mestu þar í sveit, hefir hvor um sig þrjá fulltrúa í bæjarstjórn- inni, beinlínis eða óbeinlínis, en bæjarfógeti er oddamaður. Honum er vafalaust stjórnað vel bænum þeim! Minsta kosti ætti ekki ó- samlyndi að spilla fyrir! Solon. Blaðið þitt. Hvaða blað er blaðið þitt? Er það máske blaðið sem heildsal- arnir hérna og aðrir sem eru þeim andlega skyldir, gefa út til þess að segja neytendunum „sannleik- ann" um álagning kaupmannanna, að þeir leggi nú ekki meira en hæfilega á (40—300°/o þykir þeim ekki mikið), en helvítis verka- mennirnir, þessar blóðsugur, séu einir orsök í dýrtíðinni, þeir teppi öli viðskifti o. s. frv. sökum þess að þeir heimti svo gífurlegt kaup (til skýringar skal þess getið að einn heildsali hefir um r/z milj. f tekjur á ári, en verkamaður í hæzta lagi rúm 4000 kr). Er þetta blað verkamanna? Er þetta blað þeirra sem stynja undir oki dýrtíðarinnar? Er þetta blað hinna Iaunaminni starfsmanna landsins? Blaðið, sem ætlar vitlaust að verð a yfir því að sumir æðstu embætt* ismenn landsins skuli ekki hafa hærri laun en 10 þús., en talar ekkert um að hinir, sem hafa vesöl laun og jafnerfiða eða erf- jðari vinnu, skuli fá uppbót. Er þetta blað starfsmanna landsins, blaðið, sem er einn þátturinn í því að skapa dýrtíðina, sökum þess að það er hlífiskjöldur okr- aranna. Þetta blað reynir að stimpla alla þá, sem hafa sjálfstæðar skoð- anir, en ekki eru í vasanum á auðvaldinu, sem „bolsivíka og hryðjuverkamenn*. eins og það kemst svo hraustlega að orði. Birtir svo hverja greinina annari vitlausari og lygilegri am útlend málefni, svo lesendur þess eru f hreinustu vandræðum að „vinsá“ sannleikann frá lyginni, þeir sem þá annars hafa fyrir því. Er þetta blað alþýðunnar? Húh verður að svara því sjálf. Muna ekki hásetarnir hvað það sagði um hásetaverkfallið? Muna ekki daglaunamennirnir hvað það segir í hvert skifti, sem þeir fara fram á sanngjarna kauphækkun? Muna ekki prentararnir á hvaðan hann blés í „Mogga" og Vísi núna um nýárið? Vita ekki starfs- menn landsins að þetta blað er blað kaupmannanna, verndar þeirra hagsmuni og að kaupmannaokrið er einhver stærsti liðurinn í dýr- tíðinni hjá oss. Þeir vita það sjalf- sagt, en sumir þeirra eru svo fá- fengilegir að halda að þetta blað sé blað „ffna fóiksins*. Já, sá er nú fínn, „gylti skrfllinn", eigin- hagsmunamennirnir með „eldhús- sjóndeildarhringinn*. Eða þá hitt blaðið, blaðið sem „sló sér upp* á því að skamma forsætisráðherrann fyrir litlar eða engar sakir, helti sér útyfir lands- verzlunina til þess að fá auglýs- ingar hjá kaupmönnunum. Suroir halda að ritstjórinn vilji heldur vel en þori ekki fyrir sitt Iitla Itf að bera fram þessar skoðanir sín- ar, af því að hann er í vasanum á kaupmönnunum. Það er spurn- ing hvor er verri, sá sem drýgir glæpinn af sjálfsdáðum, eða sá sem lætur hræða sig til þess? Alþýðublaðið er blaðið þitf- Það berst með öllum sem órétta eru beittir, það berst með roóð- urinni, sem er að veslast upp

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.