Alþýðublaðið - 27.01.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.01.1920, Blaðsíða 4
4 A.LÞÝÐUBLAÐIÐ Kjörskrá fyrir bæjarstjórnarkosningarnar liggur frammi í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 5—8 síðdegis á hverjum degi. verður haldið við Njálsgötu 13, föstudaginn 30. janú- ar n. k. kl. 1 e. h. og þar selt: kartöflur, laukur, vindlar, tóbak, öl o. m. fl. Bæjarfógetinn i Reykjavik 31/1 1920. Jóh. Jóhannesson. utlenðar jréttir. Enskir verkamenn og Rússland. Á verkamannaþingi því sem sagt var frá í blaðinu í fyrradag, var samþykt að senda nefnd manna til Rússlands, til þess að rannsaka ástandið þar, undir stjórn Bolsivíka, og alt stjórnarfyrirkomu- lag þeirra. En þegar til kom, neit- aði enska stjórnin sendinefndinni um fararleyfi til Rússlands, undir því yfirskini, að hún gæti ekki gefið vegabréf til landa, sem hún stæði ekki í stjórnmálasambandi við. Segja ensk verkamannablöð að stjórnin muni óttast að sannar fregnir berist af stjórn Bolsivíka, sem muni vera allgóð, eftir ástæðum. Fangar í Síberín. Alþjóðastjórn Rauða kross hjúkr- unarfelagsins hefir verið skýrt frá því að í Síberíu séu 200 þúsundir austurrískra, ungverskra og þýzkra herfanga, sem hafi liðið hræðilega illa (og einkum þetta síðasta ár undir stjórnartíð Koltschaks) Fjöldi þeirra er mjög illa til reika, bæði hvað fatnaði og skófatnaði viðvík- ur, og líður því afar illa nú f vetrarhörkunum. En ofan á þetta bætist, að allur annar aðbúnaður er í samræmi við klæðnaðinn, og dóu 34 þús fangar i fyrra, úr taugaveiki. Fjö'di af þessum föng- um hafa verið i Siberíu síðan 1914, og enn er ekkert viðlit við að hægt verði að koma þeim heim. Rauði kross segir að búast megi við hinu versta um örlög þessara fanga, verði þeim ekki hjálpað með það, sem þá vanhagi mest um, til þess að haida í sér lífinu. En til þess að hjálpa þeim þurfi um tvær miljónir króna. Kolt konungur. Eftir Upton Sinclair. (Frh.). Hallur gafst að vfsu ekki upp. en um kvöldið drógst hann út úr ganginum svo dauðuppgefinn, að hann sotnaði í lyftinum Meðan hann át kvöldverð sofnaði hann og loks skjögraði hann í rúmið og steinsofnaði í öllum fötunum. Og verst af öllu var þó, að vera rifinn upp fyrir allar aldir á morgnanal Að verða, hvað sem tautaði, að vakna og reyna á stirnuð Iiðamótin og logsára vöðv- ana af harðsperru og finna svið- ann í augum sér og flumbrurnar og sprungnar blöðrur f Iófunuml Vika leið áður en hann hafði nokkurn stundlegan frið fyrir kvölum og aldrei vandist hann vinnunni fullkomlega. Það var sér- hverjum menskum manni ofvaxið, að þræla svona og halda þó sálar- kröftum sínum, hæfileikanum til þess, að hugsa og finna til; ó- mögulegt var að þræla svona og ætla sér að vera jafnframt æfin- týramaður, eða nokkuð annað en vél. Hallur hafði oft heyrt fyrir- litningarorðin: .Deyfð alþýðunn ar“, og hann hafði furðað sig á þeim. En nú var hann ekki hissa lengur, nú skildi hann ástæðuna. Hvernig gat maður haft hug til þess, að hefjast handa gegn illum verkstjóra, þegar lfkami hans var tilfinningalaus af ofþreytu? Gat hann. af nokkurri dómgreind, hugsað um það, hvað rétt væri og rangt og var hann fær um að árétta niðurstöðu hugsana sinna, með ákveðinni og djaifl -gr’ fram- komu, þegar andlegir hæfileikar hans voru svona niðurdrepnir af Ifkamlegum þjaningum? Manið eftir að kjorskrá til bæjarsljórnar liggnr frammi á skrifstoíu bæjargjaldkera til 27. þ. m. Oáið að, hvort nafn ykkar stendar þar. — Seinasta forvöð að kæra ern í dag. Halli hafði skotið hér upp eins og manni, sem stfgur á skipsfjöl úti á reginhafi til þess, að sjá óveður. í þessu hafi almennrar niðurlægingar, fáfræði og örvænt- ingar, gaf að líta sárþjáð andlit, bæklaða limi og knýttar hendur. 1 eyrum manns hljómuðu kvein- stafir og niður kinnarnar hrundu blóði blönduð tár. Svo djúpt var Hallur sokkin f kaf þetta, að hann gat ekki lengur fundið nokkra huggun f þvf, að hano gat komist burtu hvenær sena hann vildi. Átti hann að segja við sjálfan sig: Þetta er hryggi' legt, hræðilegt, hryllilegt, en Guði sé lof að eg get sloppið, þegaf mig listir I Eg get farið aftur til heitu, vel lýstu vagnsalanna og sagt hinum farþegunum, hversu alt þetta sé margbreytilegt 0g undravert og hvað þeir fari á mis við skemtiiega viðburði. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðriksson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.