Reykjanes - 27.01.1950, Blaðsíða 4

Reykjanes - 27.01.1950, Blaðsíða 4
4 REYKJANES r------------------------------ REYKJANES ÚTGEFANDI: Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Keflavík. RITSTJÓRI : Helgi S. Jónsson. AFGREIÐSLA : Sjálfstæðishúsinu. Pbentsmibja Hafnarfjarðab h.f. ------------------------------) FramboSsíundurinn Framboðsfundurin fyrir í hönd far- andi kosningar va rhaldinn s. 1. mið- vikudagskvöld og var hann fyrir marga hluti merkilegur. Oddvitinn, sem nú er að láta af störfum gat hvorki komið við sókn eða vörn — hans hlutverk var að þegja og hörfa. Hans eina haldreypi var það, að bærinn skuldaði ekki nógu mikið, enda þótt óreiðuskuldir hans nemi hundruðum þúsunda króna. Ragnari bæjarstjóra komu til aðstoðar þeir Eg- ill í Garðshorni og Valdi Guðjóns, þessi föstu skemmtiatriði allra funda. Framsóknarsprellikarlarnir Arin- björn og Jón G. Páls, komu einnig fram. Arinbjörn í 8. sinn og Jón í 12. sinn, með gömlu plöturnar, mörgum til ánægju en engum til gagns. Sjálfstæðismenn voru í öruggri sókn og hafa hlotið verðugt lof fyrir frammi stöðu sína, bæði í Keflavík og meðal anarra, sem hlustuðu á útvarpið frá fundinum. Ræður Sjálfstæðismanna, sem fluttar voru á þessum fundi, báru glöggt dæmi þess að þeir eru í öruggri sókn, ekki einungis gegn fjögra ára óreiðu Ragnars & Co., heldur til björgunar og áframhaldandi framförum hins unga bæjar. Það er ekki nóg að óska þess eins, að bærinn skuldi meira, heldur verð- ur að byggja heilbrigða starfsemi bæj- arfélagsins á því, að með nokkru viti og forsjá sé farið að málum. Sigur D-listans er því sigur Kefl- vískrar framtíðar. FramséknarÍFamkvæmd - með sfuðningi Alþýðuflokksins MikiS stóð til í janúar 1942 leggur Valtýr Guðjónsson þá spurningu fyrir frambjóðend- ur til hreppsnefndarkosninga, í blaðinu , FAXA“, hvort þeir séu því fylgjandi að hreppurinn taki að sér stofnsetningu og rekstur kvikmyndahúss. í næsta blaði, sem líka kom út í janúar, skrifar Valtýr grein er hann nefnir „Bíórekstur í Keflaívk" og getur þar um svar Ragnars Guðleifssonar, þar sem hann „tjáir sig því mjög fylgjandi, að hreppurinn ráði þessu menn- ingartæki í framtíðinni og njóti um leið fjárhagslega góðs af því“. „B-listinn“, sem þá var á ferðinni, var með öllu, og þessu líka. í grein sinni rekur svo V. G. hina almennu sögu um bíórekstur hér í Keflavík og fer þar ekki mjög rangt með, síðan segir orðrétt í greininni: „Að menn yfirleitt hallist eindregið að því, að hreppsfélaginu beri að hafa öll umráð og allan rekstur kvikmynda á hendi er af tvennu: í fyrsta lagi er kvik- myndin menningartæki, hún er skóli. Hreppsfélagið hlýtur að finna sig á- byrgara fyrir því, hvað verið er að sýna, heldur en einstakur maður, sem að vonum hlýtur að taka tekjuhliðina framyfir annað, að öðru jöfnu. í öðru lagi er kvikmyndarekstur rífleg tekjulind í stórum þorpum, þar sem ekki er um neinn sambærilegan keppinaut á sviði skemmtana að ræða“. Síðan ræðir V. G. um skóla og útvarp, sem rekin eru af því opinbera, til að tryggja að þær stofnanir séu reknar í þágu almennings, án gróðavonar — og heldur svo áfram með kvikmvndirnar: „Á sama hátt á kvikmyndin ekki fyrst og fremst að vera féþúfa, heldur tæki, sem beitt er í baráttunni fyrir menningarlegum framförum. Sé hins vegar um það að ræða, að hún geti skilað af sér verulegum tekjum að auki, þá eiga þær tekjur að renna í sjóð almennings, þann sjóð, sem skyldur er að sjá fyrir útgjöldum til framfara og menningarbóta". Grein sinni lýkur V. G. á þennan hátt: „Það er því sýnilegt, að bíó í Keflavík getur í framtíð — auk þess að leggja til uppeldisleg menningarverðmæti — miðlað allríflegum tekjum í þágu almennings, þegar hreppurinn hefur tekið einkaleyfi á öllum kvikmyndarekstri hér í byggðarlaginu.“ í marz-blaði „Faxa“ 1942, segir Danival „Amenið“ við grein og hugmynd V. G. og birtir að mestu þær sömu tilvitnanir úr grein V. G., sem hér eru birtar að ofan, — en það merkilega við grein Danivals er það að hún heitir „Nokkrar fjáröflunarleiðir fyrir Keflavíkurhrepp" og þar var nú bíórekst- urinn ekki sú lakasta! Lítið miðaði með eignanámið og þess vegna koma Danival og Ragnar fram samþykkt, með tilstyrk B-listans, um 100 króna sýningargjald af Nýja Bíó h. f. Þessari bíógróðatilraun Jreirra var hnekkt, með dómi uppkveðnum í bæjarþingi Reykjavíkur þann 26. jan. 1944. — Krafan var þá orðin rúm 23 þúsund —. Eins og áður er minnst á hér í blaðinu, var svo þetta langþráða afkvæmi Valtýrs — bíórekstur Keflavíkurhrepps — í heiminn borið þann 1. maí 1947, og var Ragnar Guðleifsson Ijósmóðirin og Margeir Jónsson fóstran, en hitt snérist öfugt — Valtýr saug afkvæmið, en það ekki hann. —

x

Reykjanes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.