Reykjanes - 27.01.1950, Blaðsíða 5
REYKJANES
5
Lítið varð úr —
Svo fór bíórekstur Keflavíkurhrepps af stað í Alþýðuhúsinu með gömlum
vélum, sem fyrirtækið fékk billega hjá Ásberg. Aðbúnaður allur var mjög
slæmur, vægast sagt óboðlegur, enda þótt bæjarbúar væru eigendur fyrirtæk-
isins og ættu þvi að þola sínum eigin rekstri það, sem einstakling mundi ekki
líðast. Á aðra hönd var veitingastofa með matarlykt, útvrpsgargi, söng og
slagsmálum, en á hina hliðina lokaðar loftsmugur og milli veggjanna harðir
bekkir og oft miður góð lykt — bezt er að minnast ekki á salernin. —
Það skal forstjóranum og öðru starfsliði sagt til hróss, að enginn var á-
nægður, en svona varð þetta að vera — því þetta var „menningarfyrirtæki og
skóli“ — og hreppsfélagið fann sig ábyrgt fyrir því, hvaða menningarmyndir
voru svndar. — Hér eru nokkur myndanöfn, tekin af handahófi, þau gefa
til kynna menningarverðmætin:
Cow-boy kóngurinn, Skammbyssu-Tommy,
Myrtur í hjólbörum, Maðurinn með stálhnefana,
Fólkið er skrítið, Boxarakóngurinn,
Vilti Tarzan, Þrír um glæpinn.
Stundum slæddust góðar myndir með og voru þær þá sýndar fullorðnum
á kvöldsýningum, en hinar undantekningalaust fyrir börn. Það hefur verið
sunnudagaskóli barnanna — eða „barátt fvrir menningarlegum framförum“ —.
Að sögn forstjórans fékk hann engu um þetta ráðið, hann varð að taka það,
sem að honum var rétt í þessu efni, en bara helzt að gæta þess að sýna ekki
minni „hasar“-mynd en Nýja Bíó, — því þá kom það svo bölvanlega við tekj-
urnar, sem áttu að renna í sjóð til almenningsheilla! Þegar þetta bíó var eitt
um hituna, voru myndirnar með lélegasta móti, því þá vr hægt að bjóða hvað
sem var í menningarfyrirtækinu.
Það er óþarfi að rekja þetta mikið meira, fólk man eftir því að hrepps-
bóið hafði sízt betra myndaval en keppinauturinn, nema að síður væri, og
veit ég ekki til að nema einu sinni hafi verið hætt við að sýna mynd, enda
var hún fyrirlestur á dönsku með nær óskiljanlegu tali, um læknisfræðileg
efni. Það er fullkomlega rétt með farið, að þetta „menningarfyrirtæki“ sýndi
myndirnar sem það fékk, algjörlega óskoðaðar, eins og þær komu úr kössun-
um, myndakeppni milli bíóanna var aðeins um að sýna á barnasýningu meiri
„hasar“-mynd, en hitt — samvinnan, um að hækka aðgangseyririnn.
Þetta sýnir berlega, að allar fullyrðingar Valtýrs og fylgjenda hans um
menningarlegt gildi þessa reksturs í höndum hins opinbera, eru algjörlega
gripnar úr lausu lofti — bara vindur, blásinn í þeirri trú, að ekkert yrði úr
þessari hugmynd hans, svo hann gæti síðar sagt; „Sjáið, hvað ég gat ekki“ —
en nú er hægt að segja: „Sjáið hvað hann Valtýr gat“! Ekki er íhaldið að
vinna skemmdarstörf þarna, því framkvæmdin var í höndum Framsóknar-
flokksins!
Svo komum við nú að hinni hlið málsins — tekjunum „í sjóð almennings,
þann sjóð sem skyldur er að sjá fyrir útgjöldum til framfara og menningar-
bóta“. Félagið greiddi starfsfókli sínu kaup, eins lítið og unt var, og húsinu þá
leigu, sem það þurfti til að bjargast áfram, verður að ætla, því enginn veit
um hag þess félags, sem húsið á.
Hreppsnefndarfundur
var haldinn í Alþýðnhúsinu hinn
20. þ. m. Lagði oddviti þar fram í
annað sinn reikninga hreppsins fyrir
árið 1948. Samkvæmt honum voru
skuldir hreppsins í árslok 1948 rúm-
lega 890 þúsund krónur. (Skuldir
vegna rafveitu, nær 1 milljón, skuldir
vegna vatns og skólps rúml. milljón
og skuldir vegna togarans hátt á 3.
milljón, eru taldar hjá hverju þessara
fyrirtækja).
Eins og fyrra sinni var ekki búið að
ganga frá eignareikningi hreppsins,
taldi oddviti það orka tvímælis hvern-
ig það skyldi gert. Virðist hann ætla
að hafa um það einhvern hráskinna-
leik síðar. Mun þetta vera í fyrsta
sinni síðan 1908, að reikningi hrepps-
ins er skilað hálfköruðum.
Á fundi 21. sept. f. á. var fjárhags-
nefnd falið að meta eignir hreppsins,
en oddviti hefir aldrei kallað nefnd-
ina saman til þess.
Oddviti las upp nokkra pósta úr
reikningnum, og meðal annars las
hann, að ferðakostnaður sinn árið
1948 hefði verið á 6. þúsund krónur.
Einnig lagði oddviti fram reikninga
yfir kostnað við vatn og skólp árið
1948, svo og rekstursreikning ársins.
Tekjur þessa fyrirtækis voru á ár-
inu kr. 61.583,75, en útistandandi
tekjur í árslok kr. 66.411,75. Er þar
þá sínu verri innheimtan en á útsvör-
unum, þótt ill sé. Oddviti hafði
nokkrar afsakanir fram að færa fyrir
þessu, en flestar veigalitlar.
Reikningar Keflavíkurbíós voru þá
lagðir fram. Eyddu jafnaðarmenn
engum orðum að þeim, og stóð Val-
týr fyrir svörum, sem réttmætt var,
þar sem þetta hefur verið hans höfuð
mál.
Að líkindum hefur það verið í mál-
efnasamningnum að jafnaðarmenn
samþykktu bíóreksturinn, en Valtýr
togarakaupin, en láðst hefir sjálfsagt
að verðleggja atkvæðin.
Reikningar sundlaugarinnar voru
lesnir. Reksturshalli laugarinnar var
kr. 27.590,39, og greiddur úr hrepps-
sjóði, þar sem laugin er eign hrepps-
ins.
G. G.