Reykjanes - 27.01.1950, Blaðsíða 2
2
REYKJANES
Loforðabókin II. útgáfa
Það var ekki vanþörf á að fá end-
urprentað hrafl úr „Loforðabókinni“,
sem Alþýðuflokurinn gaf út við síð-
ustu kosningar. Bókin er nú gefin út
á rúmri síðu í Röðli og fer vel á því
að fella ýmislegt niður, en furðu djarft
er að birta sumt af þessum loforðum
aftur. En nú hefur verið úr öllu dreg-
ið og sviknu loforðin felld niður.
Það voru flestir sammála um að
kaupa togarann, og við engan hér er
að sakast, þó rekstur hanns gangi bá-
lega, það er ekki bæjarmál, það er
þjóðfélagsmál, þegar svo er komið að
okkar beztu atvinnutæki eru rekin
með stórfelldu tapi.
Ennþá er Alþýðuflokurin að burð-
ast með fiskiðnaðinn. Hvers vegna
hafa þeir ekkert gert á síðustu 4 ár-
um til að koma á fót þessu fiskiðju-
veri sínu? Ragnar og Jón Tomm hafa
verið tvö síðustu árin í smá undirbún-
ingskennslu í útgerðarmálum, báðir í
stjórn Útgerðarfélags Keflavíkur, sem
á m.b. Vísir. Ég veit ekki hvernig
þar hefur gengið, því reikningar
tveggja síðustu ára eru ókomnir, en
það er vitað að Jón Tómasson neitaði
að skrifa, sem stjórnarmeðlimur, á
rekstrarlánsvíxillinn fyrir Vísir og olli
það framkvæmdastjóranum nokkrum
óþægindum, sem honum tókst þó að
bjarga, svo báturinn komst á stað.
Ætli það yrði ekki svipað með fisk-
iðnaðinn, að Jón og hans nótar séu
fúsari að skapa skuldir sem við eig-
um að borga, en að lána nafn sitt þar,
sem hægt er að nota það.
Röðull þorir að minnast á skólamál-
in, það málefni, sem Ragnar & Co.
hafa farið verst með og svikið mest.
í „Loforðsbókinni“ I. útgáfu, stendur
að hefja skuli byggingu strax á vori
komandi (1947), en tveim árum síðar
er byggingin hafin fyrir harðfylgi
skólanefndar og alla sína valdatíð hef-
ur Ragnar svikið fjárframlög til skól-
ans, svo sem honum hefur verið unt.
— Bókasafn Keflavíkur verður ekki í
barnaskólanum, vegna tillagna Ragn-
ars & Co., heldur fyrir tilstilli Krist-
ins Pétursson, formanns skólanefndar.
Svo heldur runan áfram um hús-
næðismálin, Elliheimili, Sjúkrahús og
allt þetta ber að skilja sem sérmál Al-
þýðuflokksins. Verkamannabústaðina
hefur Ragnar svikið um greiðslur svo
sem unt er, en Steindór séð um bygg-
ingarnar, sem komnar eru, og eru svo
dýrar að engum venjulegum verka-
manni er fært að eignast þessar í-
búðir.
A Elliheimili er aðeins minnst um
kosningar.
Læknihéraðið fékk sjúkrahúsinu
komið undir þak, og er það ekkert
sérmál Ragnars að það taki til starfa
sem fyrst.
Vatnsveituna og holræsin fékk nú-
verandi meirihluti hreppsnefndar und
irbúin í hendur sér og verður það síð
ar rakið, hvað axarsköft Ragnars &
Co. hafa kostað bæjarfélagið, við fram
kvæmd þessa verks.
Svo heldur loforðunum áfram.
Hafnargatan með pollunum, — bæjar-
lóðirnar, sem Njarðvíkingar eiga enn,
og Keflavík h. f., þá er sundlaugin,
sem bænum var gefin og hann getur
ekki losnað við og er af íþróttanefnd
ríkisins og áhugamönnum úr öllum
flokkum, rekinn til að gera í fullkom-
ið stand.
Útyfir tekur, þegar Alþýðuflokur-
inn fer að þakka sér upphafsfram-
kvæmdir á íþróttasvæðinu, þar hefur
Ragnar og hans menn fremur verið
dragbýtur á, en hitt, að þær fram-
kvæmdir sem þar eru hafnar, eru ein-
göngu verk íþróttamannanna sjálfra
og annarra íþróttaunnenda, sem leggja
þeim lið. Einn barnaleikvöll hefur
bæjarstjórnin fengist lítilsháttar við,
og dagheimili barna kom kvenfélagið
á fót, að vísu með aðstoð bæjarins, en
um þá framkvæmd voru allir sam-
mála.
Svo er kvikmyndareksturinn ennþá
á dagskrá. Það er óheppilegt baráttu-
mál fyrir kosningar — dæmin um gróð
ann og reksturinn, eru deginum Ijós-
ari. Vinnuvélar er nauðsynlegt að eign
ast og er gott til þess að vita, að minni
hlutinn verður ekki á móti verulegri
aukningu þeirra. Sjómannaheimih er
fallegt og nauðsynlegt mál. Einu sinni
voru 10 þúsund krónur til þess á
fjárhagsáætlun og síðan ekki söguna
meir. — Nú er málið í góðum hönd-
um, þar sem Stúkan Vík hefur tekið
það að sér, og get ég fullvissað stúk-
una um það, að hún mun njóta allrar
beztu aðstoðar frá Sjálfstæðismönnum
í því máli.
Að lokum þetta: Alþýðuflokkurinn
er furðu djarfur að þora að endur-
prenta hrafl úr loforðabókinni — því
bölvaðar staðreyndirnar eru svo erf-
iðar.
Skuldar oddvifinn
ekki nóg!
Keflavíkurbær á ógreitt til Almanna
trygginganna krónur 300.000,00 og er
það sem svarar til tveggja ára fram-
lags bæjarins til þeirra trygginga, sem
einu sinni voru áhugamál Alþýðu-
flokksins. — Svo bregðast kross tré,
sem önnur tré.
Keflavíkurbær á ógreitt til Sjúki-a-
samlags Keflavíkur krónur 85 þúsund
— og er það sem nemur eins árs til-
lagi til þeirrar þörfu stofnunar.
Oðruvísi mér áður brá, þegar Ragn-
ar var að reyna að innprenta fólki
að það væru Sjálfstæðismenn, sem
hefðu það að atvinnu að svíkja þessi
þörfu fyrirtæki fólksins.
Skrýtlur
Á verkstæði nokkru hér í Keflavík
bárust miðstöðvarkatlarnir frá Ólsen
í tal. Staddur var þar inni einn af á-
hangendum, eða sölumaður Ólsen-
katlanna og var hann spurður að því,
hvort satt væri það, sem staðið hefði
í auglýsingaskrifum blaðanna, um
þessa katla, að þeir spöruðu 100 kr.
á mánuði í olíu. Sá sem katlana þekkti
svaraði, að það væri alveg satt og rétt
að þeir spöruðu 100 krónur á mánuði.
Þá ætla ég að kaupa ketil strax,
sagði einn viðstaddur, því þá fæ ég
4 krónur með katlinum á mánuði —
minn ketill, sem er ekki Ólsen, eyðir
nefnilega olíu fyrir 96 krónnr á mán-
uði.