Reykjanes - 01.05.1966, Side 7

Reykjanes - 01.05.1966, Side 7
Maí 1966 REYKJANES 7 Lóðamál Sjálfstæðisflokkurinn telur, að ijúka beri sem fyrst lóðamati því, sem þegar er hafið og er nauðsynlegur undanfari vænt- anlegs eignarnáms og eignarnámið verði síðan framkvæmt svo fljótt sem þess er kostur. Við veitingu byggingarlóða verði Keflvíkingar að öðru jöfnu látnir ganga fyrir og sérstaklega verði að því keppt, að ungum bæjarbúum verði á hverjum tíma gefinn kostur á nægilegum byggingarlóðum. Fræðslumál Sjálfstæðisflokkurinn í Keflavík leggur þunga áherzlu á, að börnum og unglingum í Keflavík verði sköpuð aðstaða til þeirrar menntunar, sem bezt gerist annarstaðar. Til þess, að svo megi verða, þarf að leggja ríkt kapp á byggingu skóla- húsnæðis. Nú á næstunni verða boðnar út viðbótarbygging við Barnaskólann og bygging 2. áfanga Gagnfræðaskólans og munu framkvæmdir hef jast nú þegar á þessu sumri. Hins- vegar telur Sjálfstæðisflokkurinn, að í ört vaxandi bæjarfél- agi eins og Keflavík, verði skólabyggingum í rauninni aldrei lokið og mun beita sér fyrir því, að framkvæmdum verði haldið áfram við byggingar skólahúsnæðis í bænum þegar að þessum endurbótum loknum. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að stuðla beri að því, að skólar bæjarins verði ávalt búnir fullkomnum kennslutækjum og að þeir fylgjist með nýjungum í kennslumálum. Ennfremur, að sérskólar verði studdir eftir föngum og ástæðum. Menningarmál Sjálfstæðisflokkurinn telur, að bæjarfélaginu beri að styðja almenna félagsmálastarfsemi bæjarbúa, fylgjast með þeirri starfsemi og örva hana á hverjum tíma. Iþróttamál Starfsemi íþróttasamtakanna í bænum verði studd og efld og haldið verði áfram með uppbygginug íþróttavallarins og aðstaða sköpuð til iðkunar frjálsíþrótta. Unnið verði markvisst að því, að bygging fyrirhugaðs íþróttahúss verði hafin. Æskulýðs- og íþróttafulltrúi verði ráðinn í fullt starf. Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn telur, að óþarfa dráttur hafi orðið á því að koma stofnun Heilsuverndarstöðvarinnar í fyrirhug- uguðu húsnæði hennar að Túngötu 11 í framkvæmd og legg- ur þunga áherzlu á, að Heilsuverndarstöðin taki ekki síðar til starfa en í haust. En þar sem telja verður, að Heilsuvernd- arstöðinni sé bezt fyrir komið í sjúkrahúsinu og húsnæði það, sem henni er nú ætlað sé ekki til langrar frambúðar miðað við það hlutverk, sem henni er ætlað í framtíðinni, vill Sjálfstæðisflokkurinn að unnið verði að því í samráði við þau sveitarfélög, sem að sjúkrahúsinu standa, að það verði stækkað í þessu skyni og einnig verði þar komið fyrir sjúkra- deild fyrir vistmenn elliheimilisins Hlévangur. Sjúkrahúsið verði að öllu leyti þannig úr garði gert, að það fullnægi þörfum læknishéraðsins og kröfum tímans hvað útbúnað snertir. Husnæðismál Sjálfstæðisflokkurinn í Keflavík lítur svo á, að leggja beri höfuðkapp á, að bæjarbúar séu sjálfum sér nógir hvað snertir íbúðarhúsnæði og að stefna bæjarfélagsins eigi að miðast við að uðvelda þá til sjálfsbjargar, sem við sérstök vandamál eiga að glíma. Byggingarlánasjóður bæjarins verði efldur að mun í þessu skyni. Æskulýðsmál Sjálfstæðisflokkurinn telur, að hin nauðsynlega starfsemi Æskulýðsráðs Keflavíkur verði aukin og efld á hverjum tíma einkum meðal nemenda gagnfræðastigsins og annars æsku- fólks í bænum. Samvinna verði höfð við aðra, sem vinna að æskulýðsmálum í bænum, t. d. kirkjuna og íþróttasamtökin. Samstarfs verði leitað við kennara skólaxma um sköpun tóm- stundaiðju fyrir æskufólk tengdri bókmenntum og bókleg- um fræðum. í samvinnu við Æskulýðsráð og væntanlega verknámsdeild gagnfræðaskólans verði efnt til starfsþjálf- unar unglinga með námskeiðum undir leiðsögn hæfra leið- beinenda í þeim starfsgreinum, sem völ er á og henta. Hent- ug og örugg leiksvæði fyrir yngstu kynslóð bæjarbúa verði byggð upp og þeim f jölgað. Hraðað verði byggingu dagheimilisins á lóð Kvenfélags Keflavíkur og keppt verði að því, að dagheimili verði starf- rækt allt árið. Athugaðir verði möguleikar á stækkun Æsku- lýðshússins við Austurgötu til aukinnar starfsemi. Styðja ber að sumardvöl barna eftir föngum. Báðin verði kona til að annast heimilishjálp við mæður, þegar veikindi eða aðrir erfiðleikar bera að. Barnaverndarfulltrúi verði ráðinn. Öryggismál Sjálfstæðisflokkurinn telur, að hraða beri samningum um sameiginlegar brunavarnir sveitarfélaganna á Suðurnesjum og kapp verði lagt á, að byggingu Slökkviliðsstöðvarinnar verði Iokið svo fljótt, sem kostur er á. Ennfremur, að bún- aður slökkviliðsins verði bættur. Unnið verði að auknu umferðaröryggi í bænum, bifreiða- stæðum verði f jölgað svo sem unnt er, götuvitar settir við f jölförnustu gatnamót í bænum og gangstéttalagningu hrað- að. Umferðarkennsla verði tekin upp í skólunum. Fegrun bæjarins Fagurt og heilbrigt umhverfi hefur holl uppeldisáhrif og ber því að leggja aukna áherzlu á fegrun bæjarins og þrifalega umgengni um bæinn í hvívetna. Telur Sjálfstæðisflokkurinn eðlilegt, að bæjarstjórn hafi áfram forystu um fegrun bæjarins og styðji þá einstaklinga og félög, sem leggja hönd á plóginn. Þess verði ætíð gætt, að bærinn og fyrirtæki hans gengi jafnan á undan með góðu fordæmi um að hafa mannvirki sín og umráðasvæði snyrti- leg. Framhald á bls. 8

x

Reykjanes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjanes
https://timarit.is/publication/1890

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.