Nesfréttir - 01.06.2023, Síða 5

Nesfréttir - 01.06.2023, Síða 5
Nesfrétt ir 5 Ekki ökutækjaleiga við Bygggarða Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarnesbæjar hefur falið sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að veita Samgöngustofu neikvæða umsögn vegna fyrirhugaðs reksturs ökutækjaleigu Bílanes ehf, við Bygggarða 8 á Seltjarnarnesi. Bent er á að þar sem atvinnustarfsemi sem þessi sé ekki heimil á íbúðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi Seltjarnarnesbæjar 2015 til 2033. Lögð hefur verið fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi Melhúsatúns vegna lóðanna við Steinavör 8 og 12. Í tillögunni fellst að í stað einbýlishúsa verði heimilað að byggja parhús á lóð númer 8 og raðhús á lóð númer 12. Skipulags­og umferðarnefnd frestaði erindinu og felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram. Seltirningar hafa áhyggjur af þeim tíma sem viðbragðsaðilar þurfa til þess að koma á staðinn þegar vá ber að Seltjarnarnesi. Þetta á einkum við um slökkvilið og sjúkralið en einnig lögreglu. Viðbragðstími er miðaður við tíu mínútur í brunavarnaráætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Seltirningar vilja að aðstöðu fyrir slökkvi­ og sjúkralið verði komið upp nær Seltjarnarnesi en nú er og nefna háskólasvæðið eða Grandann í því efni. Það myndi auka öryggi íbúa á svæðinu. Þeir telja einnig að ástandið muni versna þegar framkvæmdir við nýtt byggingasvæði í Skerjafirði hefjast og þangað flytjast þeir 3.600 nýju íbúar sem gert er ráð fyrir að taki sér bólfestu í nýrri byggð í Skerjafirði. Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri telur að ljósastýrð gatnamót Hringbrautar og Ánanausta geti tafið viðbragðsmöguleikana. Borgarskipulag og Vegagerðin hafa lagt til ljósastýrð T­gatnamót í stað hringtorgsins við JL­húsið bestu lausnina fyrir umferðarflæði þar. Seltirningar eru ekki sáttir við þá hugmynd og bendir Þór á að af slíku fyrirkomulagi skapist umferðatafir. Vilja aðstöðu fyrir sjúkra- og slökkvilið nær Nesinu Seltirningar hafa áhyggjur af að ljósastýrð gatnamót við Ánanaust muni tefja umferðarflæði og þar með möguleika viðbragðsaðila. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár hreinsum fyrir þig við Ægisíðu 115 - Sími 552 4900 hradi@fatahreinsun.is HRAÐI fatahreinsun www.fatahreinsun.is Alhliða fatahreinsun og þvottahús síðan 1966 Parhús og raðhús við Steinavör

x

Nesfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.