Nesfréttir - 01.06.2023, Page 10

Nesfréttir - 01.06.2023, Page 10
10 Nesfrétt ir Það er skýjaður júnídagur. Góðviðrisrok og hitinn rétt um átta gráður. Við mænum út um gluggana á himininn yfir bílastæðinu og biðjum skýin um að bifast og fjúka í burtu. Sýnið okkur sólina! Sendið nokkra geisla inn til okkar á bókasafnið, vinsamlegast. Svo heldur vinnudagurinn áfram sólarlaus og við fussum ofan í kaffibolla. Af hverju erum við að búa hérna í þessu skuggalandi? Svo afgreiði ég portúgölsk hjón sem eru að læra íslensku og taka allskonar bækur, bæði einfaldar og flóknar, málfræði, smásögur og ljóð og íslenskar kvikmyndir á diskum. Þau elska allt íslenskt, segja þau, og hér er þeirra annað heimili. En hvað með veðrið? Finnst þeim sólarleysið ekkert erfitt? Neinei, segja þau, við erum svo leið á sólinni heima. Þar er ekkert sem kemur á óvart. Íslenska veðrið er svo mikið stuð! Þau byrjuðu að læra tungumálið til þess að tala um veðrið. Nú lærir stöðugt fleira fólk utan úr heimi íslensku, hvort sem það er búsett hér eða hefur áhuga á landinu og menningunni, og á síðustu árum hafa skáld af erlendum uppruna sem skrifa á íslensku orðið meira áberandi. Verk þeirra eru mörg hver afar áhugaverð og sýna okkur ný sjónarhorn á íslenska menningu og bókmenntir og nýjar nálganir í stíl og beitingu tungumálsins. Óhætt er að mæla með bókum eftir Elías Knörr, Natöshu S., Jakub Stachowiak og Ewu Marcinek m.a. og safnritum á borð við Pólífónía af erlendum uppruna og Skáldreki fyrir lesendur sem vilja upplifa tungumálatöfra. Ewa Marcinek skrifar: Ég gleymi aldrei fyrstu samræðum mínum á íslensku. Í stórmarkaði. „Viltu poka?“ „Já, takk.“ Á móðurmáli mínu hljómar poka eins og sýna mér. Viltu poka? Viltu sýna mér hver þú ert? Trúðu mér, ég myndi gera það ef ég kynni. Stundum er svo margt líkt með íslenskunni og íslenska veðrinu. Að lifa með veðrinu á Íslandi er eins og að halda með litlu og titlasnauðu íþróttafélagi. Þá gleðst fólk þeim mun meira yfir hverjum sigri. Og þannig er það líka með tungumálið. TRYGGVI STEINN STURLUSON Bókavörður á Bókasafni Seltjarnarness BÓKAÐ MÁL SigrarSÍÐUSTU DAGAR OG VIKUR FERÐIR OG FJÖR OG SÝNINGAR Vorið og byrjun sumars er alltaf annasamur tími í félagsstarfi eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi. Ágætis hópur fór saman á leirlistasýningu Rögnu Ingimundar í Grafíksalnum í Hafnarhúsinu og síðan á Jómfrúna á eftir. Skemmtileg ferð. Önnur góð ferð var farin á hvítasunnudag þar sem farið var um Vatnsleysuströndina. Knarrarneskirkja og slökkviminjasafn Íslands voru heimsótt og var vel tekið á móti ferðalöngunum sem senda sínar bestu þakkir. Skemmtilegur sumarfagnaður var haldinn í salnum fimmtudaginn 1. júní. Boðið var upp á veitingar af ýmsum toga og varð úr hin besta skemmtun þar sem Bjarni Hall mætti með gítarinn og hélt uppi stuðinu. Einn af lokaviðburðum vetrarstarfsins er handverkssýningin en hún var haldin helgina 10. og 11. júní sl. Á sýningunni mátti sjá afrakstur allra námskeiða og vinnustofa sem störfuðu í vetur. Sýningin var glæsileg að vanda fjölbreytt og flott uppsett. Margt fólk lagði leið sína á sýninguna og var álit margra að þetta hafi verið glæsilegasta sýningin hingað til. Margir gæddu sér á kaffi og vöfflum og einnig var verslað handverk ýmiskonar í sölubásum sýningarinnar. Svo var það sumarferðin á Snæfellsnes. Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu fyrir sumarferðirnar þar sem það skiptir máli hvernig blessað veðrið verður. Dagurinn sem við völdum var 13. júní og má segja að það hafi eiginlega verið sumardagurinn fyrsti. Lagt var upp frá Skólabrautinni kl. 8.30 í blíðskaparveðri og var fyrsta tæknistopp í Borgarnesi. Síðan var ekið sem leið lá út á Snæfellsnes. Viðkomustaðirnir margir, en meðal þeirra voru Gerðhamrar, Arnarstapi, Malarrif, Lóndrangar og Skarðsvík og svo blasti Snæfellsjökull við í allri sinni dýrð. Leiðsögumaður ferðarinnar Gunnar Ingimundarson vel fróður um sögu allra viðkomustaða. Veðrið var heilt yfir gott þó þungbúið hafi verið í einhverjar 2 klst. Eftir kvöldverð sem snæddur var á veitingahúsinu Sker í Ólafsvík var haldið út í sólina og voru það glaðir ferðalangar og smá lúnir sem komu heim eftir tæplega 14 klst. ferðalag. FRAMUNDAN Nú hafa þær Lovísa Thompson og Hulda Margrét Gunnarsdóttir tekið að sér að sjá um félags og tómstundastarf eldri bæjarbúa í sumar. Þær hafa gefið út metnaðarfulla dagskrá sem má sjá hér. Hvetjum alla til að taka vel á móti þeim stöllum og taka þátt í einhverju af því sem í boði verður í sumar. FÉLAGS- OG TÓMSTUNDASTARF ELDRI BÆJARBÚA Eyrartröð 16, 220 Hafnarrði sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Eyrartröð 16 220 Hafnarrði Opið kl. 11-16 virka daga FALLEGIR LEGSTEINAR Á góðu verði Verið velkomin

x

Nesfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.