Nesfréttir - 01.06.2023, Page 11
Nesfrétt ir 11
Björg Eiríksdóttir opnaði sýning-
una Fjölröddun í Gallerí Gróttu
Eiðistorgi, 8. júní sl. Í verkinu
Fjölröddun vinnur Björg með
hugmyndina um að lög skynjana í
náttúru vefjist hvert um annað og
myndi mynstur í líkamanum.
Í verkum sínum notar Björg miðla
eins og málverk, vídeó, teikningu og
textíl. Viðfangsefnin eru oftast tengd
líkama manneskjunnar og veru
hennar í náttúru.
Sýningu lýkur 18. ágúst. Björg segir
að titill sýningarinnar „Landsleg“
sé forn mynd hugtaksins landslag
og vísar til þess þegar við skynjum
umhverfi okkar bara til að skynja og
finnum fyrir tengingu við það líkt og
þegar við vorum fóstur í móðurkviði,
í fullkomnu samræmi við umhverfið.
Titillinn Fjölröddun vísar á sama hátt
til þess þegar lög skynjana vefjast
hver um aðra og mynda mynstur í líkamanum. Grunnstef færist milli radda
uns allar raddir fléttast saman en eru þó sjálfstæðar.
Björg var í MA námi við myndlistadeild háskólans í Portó síðasta vetur,
lauk MA í listkennslu frá HA vorið 2017. Hún útskrifaðist frá fagurlistadeild
Myndlistarskólans á Akureyri 2003 og lauk Bed frá KHÍ 1991. Hún starfar
við myndlist samhliða kennslu myndlistargreina í Verkmenntaskólans á
Akureyri og listkennslu í LHÍ. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og
er þetta tólfta einkasýning hennar. Sýningin stendur til 18. ágúst.
STUÐ
STUÐ
0
STUÐ
1
» Þarf stærri heimtaug?
» Hvaða lausn hentar best?
» Er kerfið búið álagasstýringu?
» Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi?
Er hleðsla rafbíla
hausverkur
í húsfélaginu?
Við aðstoðum við að leysa málið með
hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi
Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag
rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun.
Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir.
thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is
Björg sýnir Fjölröddun
í Gallerí Gróttu
KLAPPARSTÍGUR 29
UMHVERFISVÆN ÍSLENSK HÖNNUN
Björg Eiríksdóttir
myndlistarmaður.