Nesfréttir - 01.06.2023, Side 13
Nesfrétt ir 13
Sóló æfir og leikur í
Seltjarnarneskirkju
Hljómsveitin Sóló, sem upphaflega var stofnuð árið 1961, hefur
gengið í endurnýjun lífdaga undanfarin ár. Hljómsveitin æfir reglulega
í Seltjarnarneskirkju og kemur fram við guðsþjónustur þar af og til.
Þann 11. júní leiddi hljómsveitin tónlistina í kirkjunni og fékk afar
góðar viðtökur.
Óhætt er að segja að hinn trúarlegi þáttur í lagavali hljómsveitarinnar hafi
aukist, a.m.k. þegar hún leikur í kirkjunni. Þannig léku þeir í morgun m.a.
lagið "Traustur vinur", "Í bljúgri bæn" og “Ó þá náð að eiga Jesú". Mesta
athygli og áhrif vakti þó lag Eric Claptons "Tears in Heaven". Þá voru þeir
félagar með eitt af þeim lögum sem þeir hafa löngum leikið "Someone,
someone" sem upphaflega var flutt af ensku hljómsveitinni Tremeloes.
Hljómsveitin er lék í kirkjunni 11. júní var skipuð Árna Áskelssyni, Ólafi Má
Ásgeirssyni, Lárusi Hjaltested og Sturlu Má Jónssyni.
Á þessum árstíma er kirkjusókn yfirleitt með minna móti enda fólk mjög á
faraldsfæti. Þó voru á fjórða tug kirkjugesta við helgistund þennan morgun
og klöppuðu vel fyrir hljómsveitinni. Sr. Bjarni Þór stjórnaði helgistundinni
og talaði einkum um "þrenninguna" í góðri prédikun. Fínar veitingar voru
svo í boði í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Ánægjuleg stund segir í
frétt frá kirkjunni.
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
• Íslenskur húsasmíðaverkaki
með íslenskum smiðum.
• Sérhæfing í gluggaskiptum og glerjun.
Gæða vottaðir timbur/ál gluggar.
• Hægt er að fá tilboð í nýja glugga
ásamt ísetningu í heildarpakka þar sem
við sjáum um ferlið frá upphafi til enda.
Gluggaskipti
og glerjun
Hafa samband Kobbi: 845 9596.
Heimasíða: www.jeiriks.com
Hljómsveitin Sóló í Seltjarnarneskirkju.
ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR
www.husavidgerdir.is/hafa-samband
info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070
Finndu okkur á
Fegrun og lenging líftíma
steyptra mannvirkja er
okkar áhugamál. Við
höfum náð góðum árangri
í margs konar múr- og
steypuviðgerðum,
múrfiltun, steiningu og
múrklæðningum. Hafðu samband
Við skoðum og gerum tilboð!
Jóga á Bókasafninu
Indverska sendiráðið bauð upp á jógastund á Bókasafni Seltjarnar
ness þar sem gestir og starfsfólk liðkaði sig á sál og líkama. Myndin
var tekin við það tækifæri.