Nesfréttir - 01.06.2023, Page 15
Nesfrétt ir 15
Maí mánuður var viðburðaríkur hjá krökkunum í handboltanum.
Helgina 12 – 14. maí fór fram síðasta mót tímabilsins hjá 7. flokki karla og
kvenna. Mótið var á Selfossi og gistu krakkarnir eina nótt í Vallarskóla.
Strákaliðin voru 8 talsins og stelpuliðin 5 talsins. Samtals tóku yfir
60 Gróttukrakkar þátt í mótinu. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og
gaman að sjá uppskeruna á leikvellinum eftir veturinn. Framtíðin er
svo sannarlega björt hjá okkur í Gróttu. Þá héldu 7. flokkur karla Gróttu
og KR mini mót í lok maí þar sem bæði lið tefldu fram um 8 liðum. Þá
tefldu foreldrar drengjanna einnig fram liðum og vart mátti á milli sjá
hvor liðin skemmtu sér betur. Mótið endaði svo með hamborgaraveislu
og mikilli gleði á Nesinu.
Eldri ár 6. flokks karla og kvenna spiluðu einnig sín síðustu mót í maí.
Báðir flokkar tefldu fram 2 liðum og stóðu sig virkilega vel!
Magnús Karl Magnússon var ráðinn yfirþjálfari barna og unglingastarfs
handboltans. Magnús Karl er uppalinn Eyjamaður og spilaði handbolta
með ÍBV. Hann hefur sinnt handknattleiksþjálfun hjá yngri flokkum ÍBV og
Vals sem og styrktarþjálfun. Magnús Karl er íþróttafræðingur að mennt og
með MSc. í íþróttasálfræði. Við hlökkum mikið til samstarfsins við Magnús,
hann hefur þegar hafið störf.
Uppskeruhátíð handboltans fór svo einnig fram í lok mánaðar. Hátíðin
var þrískipt vegna fjölda og fór fram í hátíðarsal Gróttu. Hver iðkandi
fékk persónulegt viðurkenningarskjal frá þjálfurum sínum og barna og
unglingaráð bauð svo iðkendum sínum í pylsuveislu að lokinni afhendingu
viðurkenningar. Í heildina æfðu um 380 iðkendur handknattleik hjá Gróttu
og KR í vetur og ljóst að starfið er virkilega öflugt og lofar góðu fyrir næstu ár!
Fyrir flesta flokka markaði hátíðin lok tímabilsins sem hefur verið virkilega
viðburðaríkt og skemmtilegt. Eldri flokkar félagsins halda þó áfram að æfa
í júní enda stefna 4. og 5. flokkar karla og kvena á Partille Cup og 3. flokkur
karla í æfinga og keppnisferð til Þýskalands.
Barna og unglingaráð Gróttu í handbolta þakkar öllum iðkendum
og aðstandendum þeirra kærlega fyrir frábæran handboltavetur og við
hlökkum til að taka á móti iðkendum okkar aftur í handboltaskólanum í
ágúst og svo byrjar starfið af krafti við upphaf skólaárs síðar í sama mánuði.
Mikið að gera hjá
yngri flokkum
handboltans í maí
Afgreiðslutími:
Mán: 10-16
Þri-fös: 10-17
Lau: 11-16
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
systrasamlagid.is
@systrasamlagid
Sími: 511 6367
HUGSAÐU VEL
UM HÚÐINA
Einstakur fatnaður
Ripple jóga klæðnaður er
að okkar mati einn sá best
sniðni fyrir jóga, allskyns
hreyfingu og lífið.
Góðgerlapartý
20 billjónir góðgerla. Synerbio
daglegir meltingargerlar eru í
hópi bætiefna ársins 2023 frá
Virdian. Inniheldur allt litróf
prebiótíska oligosakkaríða
og inúlín sem fjölgar góð
gerlunum. Kíktu á úrvalið.
Blóðrásabætandi
verðlaunaolía
Sellulít olía er sérlega
áhrifarík lífræn nuddolía
við appelsínuhúð. Örvandi
blanda af blóðrásarbætandi
olíum og jurtum sem vinna
saman að sléttri, bólgulausri
og fallegri húð. Inniheldur
m.a. græna kaffibaunaolíu,
gotu kola, sætti birki ofl.