Vesturbæjarblaðið - júl. 2023, Blaðsíða 10
10 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2023
Netverslun: systrasamlagid.is
Tillaga borgarstjóra um út færslu
á seinkun á upphafi skóladags
grunnskóla í Reykjavík hefur
verið samþykkt. Í tillögunni er
skóla- og frístundasviði falið að
leggja grunn að breiðu samráði
um áhugaverðustu og bestu leiðir
til að seinka upphafi skóladags í
grunnskólum Reykjavíkur.
Í tillögunni segir að við útfærslu
seinkunar upphafs skóladags verði
horft til ólíkra valkosta og leiða
sem í boði eru, þar á meðal til
nýlegra rannsóknarniðurstaðna um
áhrif á upphaf skóladags á svefn.
Sterkar forsendur eru fyrir seinkun
upphafs skóladags grunnskólabarna
og hefur hugmyndin nú þegar
fengið talsverðan hljómgrunn
hjá borgarstjórnarfulltrúum,
sérfræðingum, kennurum og
nemendum grunnskóla Reykjavíkur.
Við gerð tillögunnar var sérstaklega
horft til nýlegrar íslenskrar
rannsóknar sem kannaði áhrif
seinkunar skóladags á klukkuþreytu
barna á grunnskólaaldri. Niðurstöður
rannsóknarinnar sýna fram á
almenna ánægju bæði nemenda og
kennara með seinni skólabyrjun.
Betri svefn unglinga í Reykjavík –
áhrif seinkunar skólabyrjunar á svefn
unglinga er heiti rannsóknarinnar
sem höfð var til hliðsjónar við
gerð tillögunnar. Rannsóknin,
sem er meistaraverkefni Ágústu
Dan Árnadóttur við Háskólann í
Reykjavík, var unnin í samstarfi
við Reykjavíkurborg, Betri svefn og
embætti landlæknis.
Skóladagur hefst seinna
Borgarstjóri veitti nýlega viðtöku undirskriftalista
frá börnum í Landakotsskóla. Þeim fannst vanta
betri aðstöðu til fótboltaiðkunar á skólalóðinni
og vinirnir Guðjón og Sigurður gengu í málið,
nýttu lýðræðislegan rétt sinn og komu hugmynd
krakkanna á framfæri við borgaryfirvöld. Þeir sögðu
að fótboltavöllurinn á skólalóðinni hafi verið tekinn
til að rýma fyrir skólastofum.
Ágúst Máni Hafþórsson kennari stakk upp á því
við drengina að þeir efndu til undirskriftasöfnunar.
Úr varð að vinirnir skrifuðu borgarstjóra bréf og
söfnuðu 176 undirskriftum hjá skólafélögum sínum.
Þeir félagarnir segja mikilvægt að raddir barna fái að
heyrast. Þegar börn komi með góðar hugmyndir eigi
alla vega að íhuga þær.
Anna Guðrún Júlíusdóttir, skólastjóri Landakotsskóla,
hrósar framtakssemi strákanna og segir kennara þeirra,
Ólafíu Jóhannesdóttur og aðstoðarkennara, Ágúst
Mána Hafþórsson, líka eiga heiður skilinn. „Þau hafa
eflt þennan lýðræðislega hugsunarhátt,“ segir hún. „Við
erum með lýðræðisþing á hverju ári á mannréttindadegi
barna svo börnin eru þjálfuð í að hafa rödd, við höfum
unnið mikið með það í þessum skóla. Það er í anda
skólans að hvetja þau til að hafa skoðanir og koma þeim
á framfæri.“
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tekur við undirskriftalistunum úr höndum Guðjóns og Sigurðar.
Tveir strákar í Landakotsskóla
Söfnuðu
176 undirskriftum
Fermingarfræðsla
í Neskirkju
2023 til 2024
Skráning er hafin á vefsíðu kirkjunnar
neskirkja.is
Spennandi haust og vetur framundan!
Regnboginn áfram
á Skólavörðustíg
Reykjavíkurborg hefur ákveðið að regnboginn verði áfram á
Skólavörðustíg eftir að starfshópur um framtíðarsýn regnbogans
kynnti tillögur sínar fyrir umhverfis- og skipulagsráði.
Starfshópurinn lagði til að varanlegur regnbogi verði áfram á
Skólavörðustíg. Hann veði lagður í götuna með slitsterku efni.
Valið verður slitsterkt efni sem á að geta dugað í allt að átta ár sem
verður endurtekið verði að endurnýjun götunnar.
Dásamlegt er að regnboginn verði áfram á sínum stað til frambúðar
enda kennitákn um mannréttindaborgina Reykjavík þar sem öll eru
velkomin,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og
skipulagsráðs, í tilkynningu.
„Þessi varði skiptir miklu máli í hugum og hjörtum okkar allra sem
berjumst fyrir mannréttindum hinsegin fólks sem hefur átt undir
högg að sækja. Kennitákn um hinseginleika og hinseginbaráttu á
sannarlega heima í hjarta Reykjavíkur,“ segir hún. Regnboginn á
Skólavörðustíg hefur frá því hann var málaður fyrst á götuna árið 2015
orðið að einu sterkasta kennileiti miðborgarinnar og því mikils virði.
Regnboginn á Skálavörðustíg.