Vesturbæjarblaðið - júl. 2023, Blaðsíða 15

Vesturbæjarblaðið - júl. 2023, Blaðsíða 15
15VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2023 GETRAUNIR.IS 107 GETRAUNANÚMER KR Adama og Jakob. Jakob Örn Sigurðarson hefur verið ráðinn aðalþjálfara meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá KR. Jakob hefur jafnframt verið ráðinn framkvæmdastjóri deildarinnar. Þá er Adama Darboe genginn til liðs við KR á ný, hann mun vera aðstoðarþjálfari Jakobs ásamt því að spila með liðinu. Jakob eða Kobbi er KR-ingum að góðu kunnur. Hann er alinn upp í félaginu og hefur tvisvar sinnum hampað Íslandsmeistaratitlinum með meistaraflokki karla, árið 2000 og svo árið 2009. Jakob á að baki farsælan atvinnumannaferil en hann spilaði í Þýskalandi, á Spáni, í Ungverjalandi en lengst af í Svíþjóð. Jakob kom aftur heim í KR árið 2019 og lék þar tvö tímabil áður en hann lagði keppnisskóna á hilluna. Við tók við þjálfun en Jakob hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla sl. 2 tímabil ásamt því að þjálfa yngri flokka í KR við góðan orðstír. Jakob gerir þriggja ára samning við kkd KR en Jakob mun jafnframt gegna stöðu framkvæmdastjóra kkd KR, en það er ný staða innan deildarinnar. Mikilvægt hefur verið að fá uppalda KR-inga aftur í meistaraflokkinn, skapa góða liðsheild og kjarna sem verður skemmtilegt að horfa á spila saman. KR ingar þekkja Adama KR-ingar ættu einnig að þekkja Adama Darboe. Adama, sem er 37 ára danskur landsliðsmaður, lék stórt hlutverk í KR tímabilið 2021-2022 og var þar með tæp 17 stig að meðaltali í leik og gaf 6,7 stoðsendingar, Adama var framlagshæsti leikmaður KR það tímabilið með 18,9 framlagsstig að meðaltali í leik. Adama spilaði með Stjörnunni á síðasta tímabili en kemur aftur í Vesturbæinn og mun, ásamt því að spila, vera Jakobi til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari. Adama er þaulreyndur atvinnumaður, spilaði lengi með Bakken Bears í Danmörku en hefur einnig spilað í Svíþjóð og með Grindavík tímabilið 2007-2008. Jakob ráðinn þjálfari – Adama Darboe spilandi aðstoðarþjálfari Guðbjörg Vala Gunnars dóttir og Helena Árnadóttir úr borð­ tennisdeild KR léku fyrir Íslands hönd á fyrsta Evrópumeista­ ramóti í borðtennis fyrir 13 ára og yngri, sem fór fram í Zagreb í Króatíu dagana 14. til 18. júní. Aðrir leikmenn Íslands voru Heiðar Leó Sölvason og Kristján Ágúst Ármann, báðir úr BH. Keppnisfyrirkomulagið var á þann hátt að leikið var í sameigin- legu fjögurra manna liði. Fyrst er leikinn tvenndarleikur. Síðan taka við einliðaleikir þar sem stúlkur leika við stúlkur í hinu liðinu og drengir við drengi. Allir fimm leikirnir voru spilaðir í riðlunum og fékkst stig fyrir hvern unninn leik. Síðan var leikið upp úr riðlu- num um einstök sæti. Ísland lék í riðli með Azerbaidjan, Póllandi og Svíþjóð. Tómas Ingi Shelton, unglingalandsliðsþjálfari var með liðinu á mótinu. Guðbjörg Vala og Helena léku á EM U13 ára Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir og Helena Árnadóttir. Stelpurnar í 4. flokki Gróttu/KR hafi verið félögum sínum til sóma á Barcelona Cup síðustu helgi. Liðið sópaði til sín verðlaunum og styrkti andann í flokknum fyrir átökin fram undan í sumar. Vel var liðið á árið 2023 þegar tekin var ákvörðun að liðið skildi fara utan til keppni. Flokkurinn telur á fimmta tug iðkenda og sannarlega tilefni til að spreyta sig gegn erlendum liðum og þétta raðirnar. Eftir vandlega yfirlegu foreldraráðs var ákveðið að Salou sunnan við Barcelona á Spáni yrði áfangastaðurinn til æfinga og keppni. Alls lagði 41 fótboltastelpa upp í ferðina en fleiri fylgdust með úr fjarlægð. Löngu bókuð ferð á tónleika með Harry Styles og fótbrot skömmu fyrir brottför gerðu það að verkum að nokkrir gallharðir liðsmenn fylgdust stoltir með úr fjarlægð. Ferðin hófst á þremur æfingadögum í steikjandi hita þar sem æft var við fyrsta flokks aðstæður. Þjálfararnir Júlíus og Þorsteinn stýrðu stelpunum á fjölbreyttum æfingum og þess utan nutu stelpurnar tímans í sólinni sem hélt sig fjarri Vesturbæ Reykjavíkur um sama leyti. Fjölmargar fengu sér fléttur í hárið, farið var í jóga á ströndinni og ekki ónýtt að geta skellt sér í sundlaugina á hótelinu milli þess sem farið var á trúnó og pælt í möguleikum fyrir Barcelona Cup. Einhverjir veltu fyrir sér fjarveru Júlla þjálfara í strandarjóganu sem fullyrti að hafa vaknað fyrir allar aldir og sinnt kalli jógaguðanna á meðan aðrir sváfu fasta svefni. Mótið var spilað á tveimur dögum og varð fljótt ljóst að stelpurnar úr Vesturbænum og Seltjarnarnesinu, sem sannarlega hafa myndað þétta liðsheild, ætluðu sér stóra hluti. Áður en yfir lauk stóðu þær á verðlaunapalli sigri hrósandi eftir glæsilegan árangur. Grótta/KR tefldi fram þremur liðum sem öll stóðu sig með sóma. Sérstaklega gaman var að sjá hve vel liðin studdu við hvert annað enda öll að spila mikilvæga leiki. Dramatíkin var allsráðandi og voru taugarnar stundum þandar, meðal annars þegar grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. Þrír leikmenn Gróttu/KR voru verðlaunaðir fyrir einstaklingsframmistöðu. Kara Guðmundsdóttir var valin leikmaður mótsins. Rakel Grétars skoraði flest mörk mótsins og Matthildur Eygló var valin markmaður mótsins. Stelpurnar voru KR og Gróttu til fyrirmyndar og sömuleiðis foreldrar, fararstjórar og þjálfarar sem héldu af öryggi utan um hópinn. Stelpurnar eru komnar til landsins, búnar að styrkja vináttuböndin eftir fótboltaferð sem verður lengi í minnum höfð. Minningar um ævintýri í sundlaugagarði, fótboltasöguna hjá Barcelona og æsispennandi kappleiki í steikjandi hita við úrvalsaðstæður verða án vafa rifjaðar upp næstu vikur, mánuði og ár. Vinkonur, fótboltafélagar, allar sem ein. Glæsilegir fulltrúar Vesturbæjar og Seltjarnarness. Barcelona Cup meistarar 2023 Stelpurnar í 4. flokki Gróttu/KR. - stelpurnar í fjórða flokki Gróttu/KR

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.