Vesturbæjarblaðið - júl. 2023, Blaðsíða 14
14 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2023
Veiðikortið.is
Veiðikortið í símann!
8.900 kr.
37
vatnasvæði
vefverslun.veidikortid.is
Vissuð þið að þegar Systrasamlagið var opnað
á Seltjarnarnesi 15. júní 2013 var það hugsað sem
heilsugjörningur til eins sumars?
Síðan eru liðin 10 ár. Því var ærin ástæða til að
halda fíflahátíð og bjóða upp á sjússa á Boðefnabar
Systrasamlagsins sem nú er við Óðinsgötu 1.
Afmælisveisla undir listrænni leiðsögn Áslaugar
Snorradóttur hófst á notalegri hugleiðslu um leið og
losað var um gallið og lifrin nudduð. Allskyns litríkir og
lífrænir drykkir voru í boði allan liðlangan daginn sem
tóku mið af orkustöðvunum og túnfíflasúpa bragðaðist
vel í hádeginu. En sú súpa minnti um margt á aspas
súpu með góðu tvisti.
En sjón er sögu ríkari Hér eru svipmyndir frá 10 ára
afmælisdegi Systrasamlagsins.
Systrasamlagið tíu ára
Davíð Tho og Rósa Huong hafa ásamt fjölskyldu sinni
tekið við rekstri veitingastaðarins Osushi við Tryggvagötu.
Staðurinn hefur verið rekinn í 19 ár af systkinunum Önnu og
Kristjáni Þorsteinsbörnum.
Davíð og Rósa hafa unnið á Osushi síðastliðin 15 ár og þekkja
reksturinn í þaula. Dætur þeirra og vinir hafa einnig starfað á Osushi
í gegnum tíðina. Góðu fastakúnnarnir geta áfram reitt sig á gamla,
góða sushi grunninn en jafnframt átt von á nýungum. Anna og
Kristján koma til með að reka áfram Osushi að Reykjavíkurvegi
60 í Hafnarfirði.
Davíð og Rósa
taka við Osushi
Sólarhringsvakt: 581 3300 & 565 5892
Komum til aðstandenda og ræðum skipulag sé þess óskað
Sverrir Einarsson
S: 896 8242
Jón G. Bjarnason
S: 793 4455
Jóhanna
Eiríksdóttir
Útfararstofa Íslands
www.utforin.is w Auðbrekku 1, Kópavogi
Útfararstofa Hafnarfjarðar
www.utfararstofa.is w Dofrahellu 9b, Hafnarfirði
Undirritaður hefur verið samstarfssamningur
Hringsjárs náms- og starfsendurhæfingar, Borgar-
holtsskóla, Fjölbrautaskólans við Ármúla,
Fjölbrautas kólans í Breiðholti og Tækniskólans
Hringsjá náms- og starfsendurhæfing hefur
verið starfandi frá árinu 1987 og er í eigu ÖBÍ
réttindasamtaka. Hringsjá hefur verið í miklu samstarfi
við áður talda framhaldsskóla en með formlegum
samstarfssamningi verður nám Hringsjár metið til
framhaldsskólaeininga. Þetta samkomulag hefur mikla
þýðingu fyrir starfsemi og nemendur Hringsjár sem fá
með þessu móti aukin tækifæri til frekara náms.
Undir samstarfssamninginn r ituðu Ársæll
Guðmundsson skólameistari Borgarholtsskóla,
Magnús Ingvason skólameistari Fjölbrautaskólans við
Ármúla, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skólameistari
Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Hildur Ingvarsdóttir
skólameistari Tækniskólans. Fyrir hönd Hringsjár
voru Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ
réttindasamtaka, Elfa S. Hermannsdóttir fyrir hönd
stjórnar og Helga Eysteinsdóttir forstöðumaður.
Hringsjá semur við
framhaldsskólana
Davíð Tho og Rósa Huong.
Myndin var tekin við undirritun samningsins. Fv. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, Magnús Ingvason,
Hildur Ingvarsdóttir, Ársæll Guðmundsson, Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir, Helga Eysteinsdóttir
og Elfa S. Hermannsdóttir.