Vesturbæjarblaðið - júl. 2023, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2023
Allir nemendur Hagskóla eiga að geta stundað nám á heimaslóð
á næsta skólaári. Húsnæði Hagaskóla verður tilbúið til notkunar
með haustinu en meirihluta þess var lokað eftir að mygla fannst þar
haustið 2021.
Nemendur sem voru að ljúka 9. bekk luku önnina í húsnæði
við Ármúla eftir að hafa verið á flakki misserin á undan. Á meðan
stunduðu nemendur 8. bekkjar nám í Korpuskóla í Grafarvogi.
Tíundubekkingarnir hafa aftur á móti getað notað þann hluta
skólans í Vesturbæ sem var laus við myglu. Þeir halda á önnur mið
í haust en blésu samt til hátíðar til þess að bjóða þau sem yngri
eru velkomin heim.
Hagaskóli.
Allir heim
í Hagaskóla
í haust
Hið nýja Parliament Hotel eða Hótel Alþingi er
tekið til starfa eftir langt og strangt byggingarferli.
Um er að ræða glæsilegt hótel á sögufrægum stað í
Miðborginni. Ekkert er slegið af í lúxus í þessu yngsta
hóteli í höfuðborginni enda er fyrst og fremst stílað
upp á erlenda ferðamenn og einkum þá sem stundum
eru kallaðir betur borgandi. Er þá átt við ferðamenn
sem sækjast eftir góðum stað og viðurværi fremur en
að horfa á eftir hverri krónu.
Deilur urðu um byggingu hótelsins þar sem það
stendur að hluta á Víkurkirkjugarði sem sjónarmið voru
um að varðveita bæri. Framtíðarsýn í rekstri hótelsins
er að hinum forna grafreit verði sýnd virðing sem
einum merkasta minjastað borgarinnar og landsins og
landsins í heild. Áhersla verður lögð á sögu svæðisins
sem gestum verður gert kleyft að njóta. Hið nýja hótel er
í Curio-línu Hilton, en sú lína tekur jafnan ríkulegt mið
af sögu staðarins. Hótelið er við fótskör Alþingis og úti
í garði er stytta af Jóni Sigurðssyni. Veitingastaðurinn í
hótelinu heitir Hjá Jóni.
Parliament Hotel
er tekið til starfa
Palament Hótel.
Háskóla Íslands bárust tæplega tvö þúsund erlendar
umsóknir um nám fyrir næsta skólaár. Árið 2016 voru
erlendu umsóknirnar rétt rúmlega eitt þúsund.
Alls bárust Háskólanum tæplega 9.500 umsóknir um
grunn- og framhaldsnám fyrir næsta skólaár. Umsóknum
fjölgar í ár um rúmlega sex prósent eftir lækkun í fyrra.
Mikil fjölgun er í verkfræði og náttúruvísindum og einnig í
heilbrigðisvísindum og í íslensku. Tvöföldun varð í fjölda
erlendra umsókna frá árinu 2016. Íslenska sem annað
mál er langvinsælasta grein skólans með 640 umsóknir og
nemur fjölgunin þriðjungi. Engar fjöldatakmarkanir eru í
greininni og ekki stendur til að breyta því. Fjölgunin skýrist
hvort tveggja af meiri alþjóðavæðingu í háskólasamfélaginu
og fjölgun innflytjenda. Umsóknum karla fjölgaði um 13
prósent en ráðist var í átak í vor til að fjölga umsóknum
karlamegin í ráðuneyti háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar.
Alþjóðavæðingin hefur
áhrif á fjölda nemenda
STÍLBÓKSTÍLBÓK
Sjálfstætt
starfandi apótek
sem býður
persónulega
þjónustu og
hagstæð verð á
lyfjum og öðrum
heilsutengdum
vörum.
L a u g a v e g i 5 3 b S: 414 4646
Elli- og örorkulífeyrisþegar njóta sérkjara hjá Íslands Apóteki
Opnunartímar:
Mán-Fös:
10:00-18:00
Laugardaga
10:00-16:00
Sunnudaga:
Lokað
Gómsæti í göngufæri
Geirsgata 1 • Sími 511 1888
Jón Atli Benediktsson rektor háskóla Íslands.