Vesturbæjarblaðið - júl. 2023, Blaðsíða 13

Vesturbæjarblaðið - júl. 2023, Blaðsíða 13
13VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2023 Afgreiðslutími: Mán: 10-16 Þri-fös: 10-17 Lau: 11-16 ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK systrasamlagid.is @systrasamlagid Sími: 511 6367 HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA Einstakur fatnaður Ripple jóga klæðnaður er að okkar mati einn sá best sniðni fyrir jóga, allskyns hreyfingu og lífið. Góðgerlapartý 20 billjónir góðgerla. Synerbio daglegir meltingargerlar eru í hópi bætiefna ársins 2023 frá Virdian. Inniheldur allt litróf prebiótíska oligosakkaríða og inúlín sem fjölgar góð­ gerlunum. Kíktu á úrvalið. Blóðrásabætandi verðlaunaolía Sellulít olía er sérlega áhrifarík lífræn nuddolía við appelsínuhúð. Örvandi blanda af blóðrásarbætandi olíum og jurtum sem vinna saman að sléttri, bólgulausri og fallegri húð. Inniheldur m.a. græna kaffibaunaolíu, gotu kola, sætti birki ofl. STUÐ STUÐ 0 STUÐ 1 » Þarf stærri heimtaug? » Hvaða lausn hentar best? » Er kerfið búið álagasstýringu? » Sjálfvirkt greiðslu- og innheimtukerfi? Er hleðsla rafbíla hausverkur í húsfélaginu? Við aðstoðum við að leysa málið með hagsmuni húsfélagsins að leiðarljósi Hlutlaus úttekt og ráðgjöf fyrir húsfélög um fyrirkomulag rafbílahleðslu og framkvæmdaáætlun. Útvegum og berum saman tilboð og aðstoðum við styrkjaumsóknir. thjonusta@eignaumsjon.is | eignaumsjon.is Á Vitatorgi starfar hljómsveit. Nefnist hún Vitatorgsbandið. Bandið saman­ stendur af fimm harmóniku leikurum, gítarleikara, bassaleikara og trommara, hefur í tuttugu ár skemmt gestum sam­ félagshússins á Vitatorgi. Síðasta ball Vitatorgsbandsins fyrir sumarfrí var haldið í samfélagshúsinu á Vitatorgi í gær. Að því tilefni mættu þau Þorvaldur Daníelsson og Helga Þórðardóttir, full­ trúar velferðar ráðs, á ballið og veittu meðlimum bandsins þakklætis vott fyrir sitt óeigingjarna starf. Guðrún Guðjóns­ dóttir, talskona Vitatorgsbandsins, tók á móti blómum og sagði nokkur orð fyrir hönd bandsins. Í kjölfarið var dansað og sungið. Vitatorgsbandi á sér sögu. Sigríður Norquist stofnaði bandið fyrir um tuttugu árum. Hún Sigríður byrjaði ein að spila á harmónikku á Vitatorgi og fór svo að safna í kringum sig fólki. Í dag eru átta hljóðfæra leikarar í bandinu, allt eldhresst fólk komið yfir áttrætt. Í Vitatorgsbandinu eru nú, auk Guðrúnar, þeir Gísli Gísla­ son, Hjálmar Þór Jóhannesson, Valbjörn Guðjónsson og Theodór Bogason sem allir spila á harmónikku, Sigurður Guðmunds­ son trommuleikari, Jón Unnar bassa­ leikari og Eirný Ásgeirsdóttir gítarleikari. Með þeim eru svo alla jafna söngvararnir Grétar Þorsteinsson, Anna Jóhanns­ dóttir og Emil Hjartarson en þau leiða söng sem ballgestir taka þátt í. Hópurinn kemur fram vikulega á Vitatorgi og æfir stundum þess á milli, en þau eru með æfingaaðstöðu í félagsmiðstöð eldri borg­ ara í Hraun bænum. Sjálf spilar Guðrún á harmónikku en hún byrjaði að læra á hana 55 ára og hefur ekki sleppt henni síðan. Vitatorgsbandið spilar einkum gömul dægurlög sem eldra fólkinu þykja góð. Guðrún kveðst hræddust um að þessi lög hverfi, sem væri mikil synd og bætir við að ánægjulegt sé að sjá yngri kynslóðir taka þátt í skemmtununum. Hluti Vitatorgsbandsins þenur hljóðfærin. Vitatorgsbandið fær þakklætisvott

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.