Vesturbæjarblaðið - nov. 2023, Síða 10

Vesturbæjarblaðið - nov. 2023, Síða 10
10 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2023 Sálmabandið er skipað félögum úr Dómkórnum. Hópur eða band sem vakið hefur athygli fyrir frjálsan og opinn flutning á kirkju tón list. Bandið skipa séra Sveinn Valgeirsson dómkirkju­ prestur sem spilar á kontra­ bassa, Ása Briem sem spilar á harmónikku, Telma Rós Sigfús­ dóttir sem er víólu leikari band sins og Sigmundur Sigurðarson og Jón Ívars sem sjá um gítarleik. Sálmabandið var stofnað 2019 er það kom fyrst fram á krá í nágrenni Dómkirkjunnar og stóð þar fyrir sálmasöng. Hin síðari ár hefur bandið hins vegar átt sitt hreiður í plötuversluninni 12 Tónum á Skólavörðustíg. Þar hafa þau staðið reglulega fyrir skemmtilegum kvöld­ stundum þar sem markmiðið er að koma saman og syngja saman sálma úr nýju sálmabókinni. Sálma­ bandið kom fram í Dómkirkjunni á Menningarnótt og nú síðast þegar Iceland Airwaves tónlistar­ hátíðin stóð sem hæst og vakti þar umtalsverða athygli enda ekki mikil hefð fyrir því hér á landi að syngja sálma og kirkjulega tónlist í þeim útfærslum sem þau flytja hana. Þegar tíðindamaður hitti þau í Dómkirkjunni á dögunum höfðu þau stillt sér upp með hljóðfærin og vildu gefa komumanni tónlistar­ dæmi. Engu líkara var en þarna stæði bluegrasshópur úr Vesturálfu með grösugar víðlendur að baki en ekki altaristöflu Dómkirkjunnar. Svo fóru þau að leika. Tengingin við hina amerísku tónlistarstefnu leyndi sér lítt. Þau enduðu á að spila Hærra minn guð til þín eftir Sarah Flower Adams sem séra Matthías Jochums­ son snéri til íslenskrar tungu á sinni tíð. Lagið er eitt þekktasta útfararlag hér á landi og fyrsta erindi texta þess hljómar svo í frumútgáfunni. „Nearer my God, to Thee, Nearer to Thee! E’en though it be a cross That raiseth me; Still all my song shall be, Nearer, my God, to Thee, Nearer to Thee.“ Í flutningi Sálmabandsins verða bluegrass áhrifin næsta augljós. „Það gefur svo mikla möguleika í flutningi að hafa bókstafshljóma með sálmunum“ segir séra Sveinn sem hefur augljóslega gott eyra fyrir þessari tegund tónlistar. „Blágresið fær að vera með en fyrst og fremst er þetta, blátt áfram undirleikur og tekur mið af lögunum hvort það er jazzskotið, þjóðlagatónlist eða eitthvað annað." Annars er útfarartónlistin að breytast. Ný lög eru sífellt að koma fram. Bubbi Morthens er að verða vinsælasti útfarasönghöfundurinn. Kemur á eftir Ameríska slagaranum Banks of Ohio sem séra Pétur heitinn í Laufási gerði friðþægingratexta við og kallaði í Bljúgri bæn. Lagið er 19. aldar ballaða og fjallar um morð en séra Pétur studdist ekki við þá textasmíð. Upphaf frumtextans er: „I asked my love to take a walk To take a walk, just a little walk Down beside where the waters flow Down by the banks of the Ohio. Þau í Sálmabandinu eru rétt að byrja. Nú standa þau fyrir jólasálma­ samsöng þriðjudaginn 5. desember á 12 Tónum við Skólavörðustíg og hlakka mikið til. Hefst það kl 20:00. Dagurinn er ekki valinn af neinni tilviljun, því daginn eftir, þann 6. desember er dagur heilags Nikulásar, sem var vinsæll dýrling­ ur í Evrópu og einnig hér á landi í kaþólskri tíð. Hann er talinn vera forfaðir alþjóðlega jólasveinsins. Klæði Nikulásar biskupskápan og biskupsmítrið eru talin fyrirmynd að rauðu síðkápu jólasveinsins og jólasveinahúfunni. Nú er eftir að sjá og heyra hvað Sálmabandið ætlar að spila á aðfangadegi dýrlingsins. Íslensk sálmatónlist í bluegrass búningi Sálmabandið Sálmabandið hefur stillt sér upp í Dómkirkjunni. Sálmabandið spilar á Tólf tónum. Ný bók eftir Árna Árnason Hafstað Árni Árnason Hafstað, kennari til margra ára og fugla­ ljósmyndari, hefur lengst af ævi sinnar búið vestarlega á höfuð­ borgarsvæðinu. Hann er uppalinn á Seltjarnarnesi en hefur megnið af fullorðinsárum sínum búið í Vesturbænum nærri miðborginni. Á hvorum tveggja þessara staða þrífst fjölskrúðugt fuglalíf og fyrir áhugamann um fuglaljósmyndun er þetta auðvitað hið besta mál, enda stutt að fara til að fanga hina fiðruðu vini okkar á mynd. Lestur barna hefur löngum verið Árna hugleikinn og hefur hann í gegnum tíðina samið og þýtt fjölmargar bækur, sem flestar eiga það sameiginlegt að höfða ekki síst til þeirra barna sem af einhverjum ástæðum glíma við lestrarerfiðleika, en spilla síður en svo fyrir hinum fluglæsu, enda er efnið yfirleitt áhugavert. Nýlega sendi Árni frá sér bókina Lesum um fugla. Þar kynnir hann til leiks í stuttu máli og með vönduðum ljósmyndum um 70 tegundir algengra fugla. Við forvitnuðumst aðeins um þessa bók og sitthvað fleira. Hef alla tíð verið innan um fugla „Það má segja að ég hafi verið innan um fugla alla tíð, fyrst á Seltjarnarnesi og svo í Vestur bænum. Á síðarnefnda staðnum, þar sem ég bý nú og hef búið lengst af, rölti ég oft niður að Tjörn í leit að myndefni, nú eða þvælist yfir í Vatnsmýrina, eða ég lít við í höfninni og gríp þá sjaldan í tómt. Svo á ég senni lega manna oftast erindi í Hóla­ valla garð og þá ekki til að vitja um leiði, heldur til að taka þar myndir af fuglum, en þangað sækja þeir margir, enda er girnilega pödduflóru að finna í gömlum trjánum og hún er hátíðarmatur hjá mörgum þeirra.“ Myndir frá Tjörninni og úr Vatnsmýrinni Eru einhverjar af fuglamyndunum teknar í Vesturbænum? „Já, heldur betur. Ég hef tekið mikið af myndum í Vesturbænum, í kringum Tjörnina og í Vatnsmýrinni, enda fuglalífið fjölskrúðugt á þessu svæði. Það er í rauninni Paradís fyrir fuglaáhugamenn. Ég hef rekist á erlenda fuglaáhugamenn sem eru nánast gapandi yfir því að það skuli vera kríuvarp í miðborg Reykjavíkur. Og svo er stutt að fara út á Nes þar sem á öllum tímum árs er hægt að komast í fugla við Bakkatjörn, Gróttu eða Suðurnes.“ Bókin er hugsuð fyrir börn En þá að bók þinni, Lesum um fugla. Hvað geturðu sagt okkur um hana? „Jú, hún er hugsuð fyrir börn sem eru farin að lesa sér til gagns og nýtist þeim og öllum öðrum sem hafa áhuga á að kynnast algengum fuglum í íslenskri náttúru. Bókin er þannig upp byggð að fuglunum er raðað í stafrófsröð, sem gerir það að verkum að það er þægilegt að leita í henni, svo er lýsandi mynd af hverjum fugli fyrir sig og tvö til þrjú lykilorð um hvern þeirra, sem er svo svarað í stuttum texta þar á eftir.“ Hvet foreldra til að sitja með börnunum En hvernig geta foreldrar komið að bókinni og stutt við lestur barna sinna? „Það geta þeir gert með ýmsu móti. Þeir geta auðvitað hjálpað þeim við að lesa textann og rætt um þau atriði sem þar eru nefnd, svo sem hvað það merki hjá álftinni „að vera í sárum“, eða þá að hrafninn „sé alæta“. Svo er hægt að lesa í myndirnar og ræða um þær, en allt þetta – lestur, spjall um textann og myndirnar – hjálpar börnum að auka við orðaforða sinn og lesskilning og bætir svo vitaskuld sjálfan lesturinn hjá viðkomandi barni. Ég hvet foreldra eindregið til að sitja með börnum sínum þegar þegar þessi bók er lesin, nú eða ef aðrar bækur eru hafðar um hönd og sýna því áhuga sem þau eru að lesa og/ eða skoða. Það er sannkölluð gæðastund og skilar sér svo sannarlega þegar að fram líða stundir.“ Árni Árnason Hafstað með myndavélina. Lesum um fugla Þrastarungi í Hólavallagarði. Markmið allra Vinaverkefna Rauða krossins er að rjúfa félagslega einangrun fólks með því að veita félagsskap/nærveru og hlýju. Sjálfboða­ liðastarfið er unnið út frá þörfum notanda hverju sinni og útfærslur verkefnisins eru því fjölbreyttar. Sjálfboðaliðar Símavina hringja í einstaklinga 18 ára og eldri af öllum kynjum. Hlutverk sjálfboðaliða okkar er að hringja í þátttakendur úr eigin síma á fyrirfram ákveðnum tíma. Hægt er að hringja hvaðan sem er, en mælt er með að sjálfboðaliðar hringi þaðan sem er ró og litlar líkur á mikilli truflun fyrir samtalið. Við gerum kröfu um að sjálfboðaliðar og þátttakendur í verkefninu hafi náð 18 ára aldri. Áhugasamir þátttakendur sem og sjálfboðaliðar geta sótt um á vefsíðu Rauða krossins, hér: www.raudikrossinn.is/verkefni/innanlandsverkefni/ heilbrigdi­og­velferd/vinaverkefni/ Símavinir

x

Vesturbæjarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.