Vesturbæjarblaðið - nov. 2023, Síða 15
15VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2023
www.kr.is
GETRAUNIR.IS
107
GETRAUNANÚMER KR
Aldarafmæli KR-ingsins Gunnars Huseby var
laugar daginn 4. nóvember sl. Gunnar var einhvers
fræknasti íþróttamaður sem Íslendingar höfum alið.
Gunnar var fyrsti Íslendingurinn til að verða Evrópu-
meistari í frjálsum íþróttum, með sigri sínum í kúluvarpi
á EM í Osló árið 1946. Þar kastaði hann kúlunni 15,56
m, eða 30 cm lengra en næsti maður. Á Evrópumótinu
í Brussel 1950, bætti hann um betur er hann varði titil
sinn með glæsibrag með 16,74 m kasti, sem var nýtt
Evrópumet og nær 1½ m lengra en næsti maður kastaði.
Var þetta lengsta kast Gunnars á ferlinum. Á sama móti
varð félagi hans Torfi Bryngeirsson Evrópumeistari í
langstökki með stökki upp á 7,32 m. Þetta eru enn einu
Evrópumeistaratitlar íslendinga í frjálsum íþróttum
utanhúss. Gunnar og Torfi voru valdir inn í heiðurshöll
ÍSÍ árið 2015. Gunnar átti löngum við áfengisvandamál
að stríða sem sem olli því að hann komst ekki til keppni
á Ólympíuleikum. Um síðir tókst honum að vinna bug á
áfengisfíkninni og var eftir það dugmikill leiðbeinandi í
AA-samtökunum. Gunnar lést þann 28. maí 1995.
Aldarafmæli
Gunnars Huseby
Gregg Ryder hefur verið ráðinn þjálfari KR í
meistaraflokki karla í knattspyrnu.
Gregg hefur þjálfað Þrótt Reykjavík og Þór Akureyri
og þar á undan aðstoðarþjálfari ÍBV. Nú síðast var
hann að þjálfa 19 ára lið Köge í Danmörku. KR-ingar
er mjög ánægð með að hafa náð samningi við Gregg
til næstu þriggja ára. Gregg tekur formlega við liðinu
þegar hann kemur til landsins í janúar eftir að
tímabilinu lýkur í Danmörku.
Gregg Ryder
tekur við KR
Félagarnir Torfi Bryngeirsson og Gunnar Huseby á
hátindi ferils síns. Eins og sjá má hér er um gamla
blaðaljósmynd að ræða.
Gregg Ryder nýr þjálfari
meistaraflokks KR.
Afgreiðslutími:
Mán: 10-16
Þri-fös: 10-17
Lau: 11-16
ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK
systrasamlagid.is
@systrasamlagid
Sími: 511 6367
GEFÐU HLÝLEGAR
GJAFIR
Hugleiðslupúðar
Hönnun sem endurspeglar hefðir og venjur frá Indlandi.
Mynstur sem notuð eru til að skreyta stíga á
hindúhátíðum og við hjónavígslu.
Einstök hönnun. Kíktu á úrvalið.
Líkamsburstar og olíur
Ást er... að gefa þér og þínum líkamsbursta og -olíu
á aðventunni. Hydréa London er leiðandi í baðdekri.
Notaðu með lífrænar olíur af bestu gerð. Frá Fuschi og
Wild Grace hjá okkur.
Nærðu húðina með
Wild Grace
Mögnuð húðlína sem færir
húðinni aðeins það besta og
nákvæmasta sem náttúran
hefur upp á að bjóða. Kíktu
á úrvalið.
Lykillinn að jólunum!
Allra bestu ferðafélaganir í
skammdeginu, alla aðventuna
og öll jólin eru meltingar-
ensím, magasýra og
mjólkurþistill. Það er gott að
fara að undirbúa meltinguna.
Fimm KR-ingar voru á verðlaunapalli á
stórmóti HK, sem fram fór laugardaginn
4. nóvember sl.
Aldís Rún Lárusdóttir varð í öðru sæti í
kvennaflokki, en hún tapaði fyrir Nevenu Tasic,
Víkingi, sem sigraði. Guðbjörg Vala Gunnarsdóttir
varð þriðja og Anna Sigurbjörnsdóttir fjórða. Í
karlaflokki höfnuðu Ellert Kristján Georgsson og
Pétur Gunnarsson í 3. og 4. sæti.
Fimm á verðlaunapalli
KR ingar með verðlaunin.