Börn og menning - 2022, Qupperneq 15

Börn og menning - 2022, Qupperneq 15
15 Arndís Þórarinsdóttir Stundum þurfum við öll að velta okkur upp úr óhamingjunni. Ljóshærðar leikskólastúlkur á níunda áratug síðustu aldar mættu að mínu viti ekki nægri samkennd þegar svo áraði. Þeim var sagt að þær hefðu undan engu að kvarta, sem var í sjálfu sér rétt, en alls ekki það sem þær vildu heyra. Þess vegna small eitthvað í mínu smáa höfði þegar sagan um Gunnhildi og Glóa var lesin fyrir mig. Sagan gerði ekki lítið úr hversdagslegu óyndi – þvert á móti. Í ofanálag leyfði höfundurinn upp úr því að spretta ævintýri fullt af göldrum og geislasteinum. Mamma las hana fyrir mig aftur og aftur. Bestu bækurnar hjálpa okkur að skilja heiminn án þess að útskýra hann. Í því lá galdur Guðrúnar Helgadóttur. Gerður Kristný Í afahúsi, uppáhaldsbókin mín eftir Guðrúnu Helgadóttur, segir frá Tótu sem á skáld að föður. Fjölskyldan er svo blönk að Tótu þykir sjálf- sagt að vinda sér að ókunnugum manni í bókabúð og selja honum bók pabba síns. „Heldurðu að það væri munur ef þrettán skáld gætu haft fulla vinnu allt árið við að framleiða bækur handa Íslendingum? Ha?“ spyr hún manninn og útskýrir síðan: „Eins og Pólverjarnir þrettán sem eru allt árið að framleiða prinspóló handa okkur í Póllandi.“ Þetta grín er dæmigert fyrir Guðrúnu; óvænt og þrungið skilaboðum. Að venju bregður hún upp öruggum heimi því vandamálin sem persón- urnar glíma við eru raunsæ og lausnirnar þar með líka. Allur hátíðleiki er víðs fjarri. Hér má mylja ljóð og þylja kex. Að hugsa sér að jafn fámenn þjóð skyldi geta af sér rithöfund eins og Guðrúnu Helgadóttur! Gerður Kristný. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson. Ævar Þór Benediktsson Leikritið Óvitar er í uppáhaldi hjá mér. Svo einföld hugmynd. Svo listilega framkvæmd. Hér snýr Guðrún öllu á haus og leyfir börnun- um endanlega að taka yfir. Það er ekki að ástæðulausu sem þetta verk er reglulega sett upp; sagan er falleg og uppsetningin gefur leikurum framtíðarinnar tækifæri til að láta ljós sín skína. Talandi um að setja sig í spor lesenda sinna! Ævar Þór Benediktsson. Mynd: Saga Sig. Arndís Þórarinsdóttir. Mynd: Gassi.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.