Börn og menning - 2022, Side 26

Börn og menning - 2022, Side 26
Nornasaga, þríleikur: Hrekkjavakan (2019) Nýársnótt (2020) Þrettándinn (2021) Höfundur: Kristín Ragna Gunnarsdóttir Útgefandi: Bókabeitan Fyrir síðustu jól kom út þriðja og síðasta bókin í þrí- leiknum Nornasaga eftir Kristínu Rögnu Gunnars- dóttur. Bækurnar þrjár eru kenndar við hrekkjavöku, nýársnótt og þrettándann, kynngimagnaðar tímasetn- ingar á árinu. Kristín Ragna er þekkt fyrir að færa Íslendinga- sögurnar nær börnum líkt og í bókunum Hávamál og Völuspá þar sem hún myndlýsir ljóð Þórarins Eldjárns sem enduryrkir þessa gömlu speki á nútímamáli svo fjölskyldur eigi greiðari aðgang að sagnaarfinum. Krist- ín Ragna hefur áður skrifað þríleik sem snertir á nor- rænum goðsögnum en það eru bækurnar um Úlf og Eddu. Hún er því ekki á nýjum slóðum í Nornasögu en þar eru nornir norrænnar goðafræði teknar sérstaklega fyrir og hin ógurlega Gullveig er í aðalhlutverki. Galdranornir á samfélagsmiðlum Fyrir þremur árum, þegar ég las fyrstu bók þríleiksins, varð ég heilluð af söguheimi Kristínar Rögnu. Hún umbreytir miðbæ Reykjavíkur í galdraveröld og fyllir frásögnina lifandi persónum. Söguhetja bókanna er hin seinheppna Katla Þórdísar- og Ugludóttir sem er í raun Göldróttur þríleikur Kristínar Rögnu Rebekka Sif Stefánsdóttir Bækur ósköp venjuleg tíu ára stúlka, hún er bara svolítið klaufsk og ævintýrin virðast elta hana. Í fyrstu bókinni, Nornasaga – Hrekkjavakan, opnar Katla galdragátt þegar hún snertir fornt Íslandskort á Listasafni Íslands. Upp úr kortinu gýs hin hégómafulla og valdaþyrsta Gullveig í miklum hefndarhug og veldur í kjölfarið alls konar óskunda í Reykjavík. Hallgrímskirkja verður að höll hennar, Gullveigargarði, Sólfarið breytist í tívolí- skip og nánast allir landsmenn eru hnepptir í álög sem valda brjáluðu kaupæði. Með henni kemur einnig hala- laus rottuher sem getur breytt sér í starra á svipstundu. Það fellur í hlut Kötlu að koma Gullveigu aftur til síns heima og stöðva ráðabrugg hennar, sem er að verða voldugasta norn allra níu heimanna. Hversdagsleg vandamál Kötlu koma einnig við sögu. Hún er nýbyrjuð í Austurbæjarskóla og virðist alls ekki falla inn í hópinn. Stelpuklíka, sem leidd er af hinni óviðkunnanlegu Emblu, gerir grín að Kötlu og vilja þær alls ekki vera með henni. Katla kynnist þó Mána, þöglum og hógværum dreng, sem kemst í hann krapp- an þegar Gullveig hneppir hann í álög. Gullveig er snjöll og beislar samfélagsmiðla til að koma fólki undir sitt vald. Hún gerist áhrifavaldur og verður dýrkuð og dáð af þjóðinni sem blindast af gylliboðum hennar. Kristín Ragna er flink í að flétta fyrirbærum nútímans inn í söguna, líkt og neysluhyggju, kapítalisma og óhóflegri snjalltækjanotkun. Þá er trú almennings á öllu því sem svokallaðir áhrifavaldar boða tekin sérstak- lega fyrir. Það má segja að í hverri bók þríleiksins sé að finna

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.