Börn og menning - 2022, Side 29

Börn og menning - 2022, Side 29
29Göldróttur þríleikur Kristínar Rögnu aldrei dampinn frá fyrri bókum. Bókin er frábær loka- hnykkur á bókaflokknum, þar sem Katla hefur þroskast í fullgerða norn, gert upp uppruna sinn og horfst í augu við umdeildan föður sinn. Kynngimagnaðar myndir Myndlýsingar Kristínar Rögnu eru í sérflokki, en hún er menntuð í grafískri hönnun. Í Nornasögu fá mynd- irnar að njóta sín í lit en flestallar bækur fyrir þennan aldurshóp eru svarthvítar. Myndirnar eru spennandi fyrir augað, fjölbreyttar og mjög vandaðar. Þær styðja við atburðarrásina, en bæta einnig við einhverju nýju. Stundum eru þær þarna aðeins til að virkja ímyndunar- afl lesandans enn meir, þar sem oft má ekki sjá öll smá- atriði heldur skugga eða einföld form fyrirbæranna sem þær sýna. Reglulega koma myndir af persónunum inn í textann þegar þær eru fyrst kynntar til leiks en einnig má sjá andlit persónanna skreyta bæði fyrstu og síðustu síður bókanna. Mikið er notast við uppbrot á textanum þar sem feitletranir, litir og myndrænar sprengjur birt- ast á síðunum til að halda athygli lesandans og styðja við textann. Höfundareinkenni Kristínar Rögnu má þekkja langar leiðir og mikill metnaður er lagður í að gera bækurnar að litlum listaverkum. Gáskafull ævintýri og tilfinningaríkar persónur Að lokum verður að minnast á að það sem hrífur lesendur við bækurnar er ekki aðeins hraður og æsispennadi söguþráðurinn, heldur einnig litríkur orðaforði og stíll Kristínar Rögnu. Textinn er lifandi og uppfullur af frásagnargleði. Það er erfitt að finna dauðann punkt í frásögninni. Sterkar barnabækur eru ekkert án sögupersóna sem halda lesendum við efnið. Hugrekki og staðfesta Kötlu er aðdáunarverð og hafa börn í henni sterka fyrirmynd sem þau geta speglað sig í. Hún er hvorki vinsælasta stelpan í skólanum né sú klárasta eða sætasta, en hún stendur með sjálfri sér og dembir sér út í hættulegar aðstæður, allt til að bjarga þeim sem hún elskar. Hún er réttsýn og svolítið fljótfær en allir hennar brestir gera hana svo viðkunnanlega. Nornasaga er virkilega vel heppnaður þríleikur sem ber með sér ástríðu höfundar á norrænum goðsögnum og nútímalega miðlun þeirra til barna. Í bókunum má bæði finna gáskafull ævintýri og tilfinningaríkar persónur sem lesendur á öllum aldri geta tengt við. Og er það ekki allt sem ungir lesendur vilja? Höfundur er skáld og bókmenntafræðingur

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.