Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 2
Útgefandi: Eyjasýn ehf. - kt. 480278-0549 Ægissgötu 2 - 900 Vestmannaeyjum. Ritstjórn og ábyrgð: Ómar Garðarsson og Sindri Ólafsson - omar@eyjafrettir.is - sindri@eyjafrettir.is. Umbrot: Leturstofa Vestmannaeyjum ehf. Ljósmyndir: Blaðamenn Eyjafrétta. Prentun: Stafræna Prentsmiðjan ehf. Sími: 481 1300 Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR er áskriftarblað. Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Þó vissulega beri bæjarbragur- inn merki þessa dagana að loðnuvertíð nálgist nú hámark þá voru vertíðir fyrri tíma oft mun umsvifameiri. Það er af sem áður var að hver vinnandi hönd var kölluð til og frí gefin í skólum til að vinna á vöktum við að bjarga sem mestum verðmætum á sem skemmstum tíma. Frysting og vinnsla á loðnu er ekki jafn mannaflafrek og hún var í fyrri tíð og tæknibreytingarnar miklar á fáum árum. Í dag rennur meira magn í gegnum frystihúsin en áður og engin lemur úr pönnum lengur. Það er þó svo ekki svo að þetta gerist allt af sjálfu sér. Við tókum góðan bryggjurúnt og fylgdum loðnunni frá skipslest og þar til hún var ferðbúin út í heim auk þess að líta við hjá nokkrum mikilvægum hlekkj- um í þeirri keðju verðmæta- sköpunar sem allt snýst um í Eyjum í dag. Bryggjurúntur á loðnuvertíð Dagur Waage við löndun úr Gullberg VE. Lestin smúluð fyrir næsta túr. Weronika Adamczyk sér til þess að allt sé rétt merkt. Það þarf svo almennilega vörubíl- stjóra til þess að færa nætur á milli staða. Tryggvi Stein og Kjartan eru með allt á tæru. Anika Rut lítur eftir pökkuninni. Japanskur kaupandi og Kitayama sölumaður hjá VSV í Japan. Veiðafæri þurfa að vera í góðu lagi. Hér má sjá starfsfólk Hampiðjunnar bæta nótina hjá Gullbergi VE. Á sama tíma voru strákarnir í Ísfell að bæta nótina úr Sigurði. Binni Kalli og Maggi á Felli sjá um að koma afurðum í réttan rekka inni í frystigeymslu. Úr löndun fer loðnan inn í flokkun þar var Agnieszka Dziekan Kiczula á vaktinni. Jaro vörubílstjóri kemur loðnunni á milli húsa og fyrir aftan er Halli Þráins að tæma bílinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.