Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 18
18 | | 2. mars 2023 Þú uppskerð eins og þú sáir E Y J A M A Ð U R I N N H R A F N H I L D U R H A N N A Þ R A S T A R D Ó T T I R Hrafnhildur Hanna Þrast- ardóttir gekk til liðs við ÍBV árið 2020 frá franska liðinu Bourg-de-Péage. Hún endur- nýjaði samning sinn við félag- ið í fyrra og mun leika með ÍBV til ársins 2024. Hrafnhildur Hanna hefur mikla tenginu til Eyja, foreldrar hennar eru báðir fæddir hér. Hrafnhildur Hanna hefur spil- að frábærlega á tímabilinu. Hún hefur skorað 133 mörk í deild og bikar í 18 leikjum og endurheimt landsliðssæti sitt eftir að meiðsli settu strik í reikninginn. ÍBV er sem stendur í efsta sæti Olísdeild- ar kvenna og mæta Selfossi, uppeldisfélagi Hrafnhildar Hönnu, í undanúrslitum í bikar annan miðvikudag. Hrafnhild- ur Hanna er því Eyjamaður vikunnar. Fullt nafn: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Þröstur Ingvarsson og Guðbjörg H. Bjarnadóttir og eru bæði fædd í Eyjum. Fyrir þá sem hafa gaman af ættfræðinni þá er pabbi frá Gjábakka og mamma frá Bjarma. Systkini mín eru Örn Þrastarson, íþróttastjóri handknattleiksdeildar Selfoss, Hulda Dís Þrastardóttir, meistaraflokksleikmaður Selfoss í handbolta, og Haukur Þrastarson, sem er atvinnumaður í handbolta í Kielce í Póllandi. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Ég er fædd og uppalin á Selfossi. Flutti þaðan til suður Frakklands í eitt ár áður en ég kom til Eyja fyrir tæpum þremur árum. Mottó: Þú uppskerð eins og þú sáir. Síðasta hámhorfið: Er að vinna mig í gegnum The Good Doctor núna. Uppáhalds hlaðvarp? The Snorri Björns Podcast Show. Aðaláhugamál: Íþróttir, hreyfing og allskonar útivist. Einnig finnst mér gaman að ferðast. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Ég elska að komast í sund, reyni að ná því daglega. Hvað óttast þú mest: Ég óttast ýmislegt og kónulær hafa alveg komist inn á þann lista. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Er með mjög fjölbreyttan tónlistarsmekk og það er mjög mismunandi hvaða tónlist kemur mér í gott skap. Fyrir leiki hlusta ég þó oft á techno tónlist til að koma mér í gírinn. Hvaða ráð myndir þú gefa 18 ára þér sem veganesti inn í lífið: Að taka lífinu ekki of alvarlega. Það er ekki til nein ein uppskrift af líf- inu sem allir eiga að fylgja heldur er mikilvægt að hlusta á eigin sannfæringu og fylgja hjartanu í því sem maður vill gera. Hvað er velgengni fyrir þér: Að leggja hart að sér við það sem maður hefur ástríðu fyrir. Vera stöðugt að vinna í því að vera betri frá degi til dags, þrátt fyrir mótlæti og áföll sem verða á vegi manns. Hvenær byrjaðir þú að æfa hand- bolta? U.þ.b. 6 ára. Hvernig er tímabilið búið að vera? Það er búið að vera mjög skemmtilegt. Við liðið höfum unnið vel í okkar leik og verið að bæta okkur jafnt og þétt í gegnum tímabilið. En það er nóg eftir ennþá og skemmtilegasti tíminn er framundan. Hvernig er staðan á liðinu, nú þegar lokaspretturinn er að hefjast í deild og bikarhelgin framundan? Staðan á liðinu er nokkuð góð eins og er. Það er mikil samstaða í hópnum og mikil tilhlökkun fyrir framhaldinu. Hvernig lýst þér á að mæta uppeldisfélaginu, Selfossi í bikarúrslitum? Það er alltaf pínu sérstök tilfinning að mæta upp- eldisfélaginu. Mér finnst virkilega gaman að sjá uppbygginguna í handboltanum hjá Selfoss og þær erum með mjög flott lið. Þegar komið er í undanúrslit í bikar- keppninni skiptir hins vegar ekki máli hverir mætast, það getur allt gerst í þessari keppni og við þurf- um að mæta tilbúnar í verkefnið sama hver mótherjinn er. Eitthvað að lokum? Mig langar fyrir hönd okkar leikmanna að þakka Eyjamönnum fyrir stuðninginnn sem við höfum fengið hingað til. Það gefur okkur gífurlega mikið að heyra í okkar fólki í stúkunni og getur gert gæfumuninn í jöfnum leikjum. Núna erum við á leiðinni inn í virkilega spennandi og skemmti- legar vikur, final-4 í bikarkeppn- inni, síðustu leikirnir í deildar- keppninni og svo úrslitakeppnin í framhaldi af því. Ég vil skora á alla að halda áfram að mæta á völlinn og vera með okkur í liði í þessum spennandi leikjum sem framundan eru. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir. Sunna og Hrafnhildur Hanna hafa leikið frábærlega í vetur.. Mynd: Sigfús Gunnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.