Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 15
2. mars 2023 | | 15
að lagningu nýs sæstrengs árið
2025 sem verður til mikilla bóta
til framtíðar litið.
Þetta hefur áhrif á okkur öll
Íris Róbertsdóttir er allt annað en
ánægð með þá stöðu sem upp er
komin. „Við höfum í nokkur ár
verið að benda á þær sviðsmyndir
sem gætu komið upp ef sæstreng-
urinn bilaði, farið hefur verið yfir
þessar sviðsmyndir með þing-
mönnum, ráðherrum og fulltrúum
Landsnets. Það gerist svo þann
30. janúar að ein þessar sviðs-
mynda rætist, því miður, þegar
bilun verður í VM 3. Það kemur
í ljós að bilunin er um einn km
út í sjó og ekki hægt að gera við
með auðveldum hætti, ekki fyrr
en veður verður skaplegt. Við sem
hér sitjum í bæjarstjórn höfðum
margsinnis bent á þá áhættu sem
felst í því að hér er aðeins einn
raunverulegur stengur og lítið fast
varaafl.“
Hún segir það hafi þó verið
jákvætt að fylgjast með viðbrögð-
um, bæði hjá Landsneti og HS
Veitum, eftir að bilunin kom upp
og hafa þessir aðilar reynt hvað
þeir geta til að bæta ástandið.
„Tilraunir hafa verið gerðar með
að nýta fasa úr VM2 og VM3 og
gera virkan streng sem við köllum
VM 23, sem gæti flutt 6 MW og í
gegnum VM1 sem er rúmlega 60
ára fáum við 7- 7,5 MW. Varaafls-
vélar eru til staðar frá Landsneti
og HS Veitum og hægt að fá 10
MW úr þeim eins og staðan er
núna. Okkur hefur því verið sagt
að kerfið eigi að geta ráðið við
loðnuvertíðina. En það er ekkert
samfélag getur búið við þessa
skertu orku í langan tíma og þetta
hefur áhrif á okkur öll.“
Íris segir það lykilatriði að
Landsnet tryggi varaafl og
viðgerð á strengnum sem fyrst
og í framhaldinu þarf að kanna
lagningu á tveimur sæstrengjum
(VM 4 og VM5) til að tryggja
hér afhendingaröryggi. „Erfitt er
að treysta á VM 3 í ljós þessara
tveggja bilanna sem hafa komið
fram í honum á sl. 6 árum. Við
þurfum líka að hugsa til framtíð-
ar.“ Í síðustu viku komu til Eyja
orkumálaráðherra og forsvars-
menn HS Veitna og Landsnets.
„Allir þessir aðila sýna stöðu
okkar mikinn skilning og eru sér
meðvitaðir um alvarleikann enda
er hann sannarlega kominn í ljós.
Staðan í raforkumálum okkar
verður ekki í lagi fyrr en hér
verður komin á hringtenging, tveir
heilir og virkir sæstrengir. Pressan
er frá Vestmannaeyjabæ á það að
þessum hlutum verið komið í lag
enda á ábyrgð Landsnets og auð-
vitað ríkisins að tryggja flutnings-
leiðina fyrir raforku til Eyja. En
það þarf að ganga í hlutina og við
verðum að trúa því að það verði
gert af þeim sem valdið hafa til
þess,“ sagði Íris að lokum.
Vestmannaeyjar skora hæst
meðal 20 stærstu sveitarfélaga
á Íslandi þegar spurt er um
ánægju íbúa með sveitarfélagið
sitt sem stað til að búa. Þetta var
kynnt á íbúafundi sem fram fór í
Eldheimum í vikunni sem leið.
Samkvæmt árlegri þjón-
ustukönnun Gallup ríkir almenn
ánægja meðal bæjarbúa með
þjónustu bæjarins. Það er
afskaplega ánægjulegt frá því að
segja að alls voru 94% þátttak-
enda ánægðir með sveitarfélagið
sem stað til að búa á og skora
Vestmannaeyjar þar hæst meðal
allra sveitarfélaganna, með
einkunnina 4,5 af 5 möguleg-
um. Milli ára fjölgar marktækt
í hópi ánægðra íbúa í Eyjum.
Alls eru 86% aðspurðra ánægðir
með aðstöðu til íþróttaiðkunar í
sveitarfélaginu. Minnst ánægja
ríkir í Vestmannaeyjum með
skipulagsmál almennt eða um
50% og þjónustu í tengslum við
sorphirðu eða um 57%.
Vestmannaeyjabær er auk
þess í efsta sæti í 4 þáttum til
viðbótar, af 13, þegar spurt er
um ánægju íbúa: þjónustu við
fatlaða, þjónustu við barnafjöl-
skyldur, í menningarmálum og
hvernig starfsfólk bæjarins leys-
ir úr erindum íbúanna. Þetta er
mjög jákvætt og gott veganesti í
þeirri vinnu að bæta enn frekar
þjónustu við bæjarbúa.
„Af könnunni má ráða að við
þurfum helst að bæta okkur í
sorpmálum, þótt þar hafi náðst
marktækur árangur á síðustu
tveimur árum,“ sagði Íris Ró-
bertsdóttir, bæjarstjóri, meðal
annars þegar hún kynnti þessar
niðurstöður á íbúafundinum.
Íbúafundurinn í Eldheimum var vel sóttur.
Tilboðið felst í að útvega 1.199 LED lampa
fyrir götu- og stígalýsingu í eldri hverfi
í Vestmannaeyjabæ sem og í ný
hverfi sem verið er að reisa.
Útboðsgögn verða afhent í tölvupósti í gegnum
ráðgjafa verkkaupa, gudjon@liska.is
og verður hægt að nálgast gögn
til og með 10. mars 2023.
Skilafrestur tilboðs er til kl. 10:00
miðvikudaginn 22. mars 2023.
Opnun tilboða fer fram rafrænt að viðstöddum þeim
bjóðendum sem þess óska. Sjá einnig upplýsingar á
vef Vestmannaeyjabæjar, vestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjabær óskar eftir tilboðum í :
LED LAMPA FYRIR GÖTU- OG STÍGALÝSINGU
VESTMANNAEYJABÆR
Þjónustukönnun Gallup:
Best að búa í Eyjum