Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 02.03.2023, Blaðsíða 4
4 | | 2. mars 2023 Fríða Hrönn Hall- dórsdóttir stofn- aði á dögunum fyrirtækið Dagurinn er í dag. Fyrirtæk- ið er byggt á náms- og starfsráðgjöf, persónulegri ráðgjöf, fræðslu og kennslu. Blaðamaður Eyjafrétta náði tali af Fríðu Hrönn til að forvitnast aðeins meira um fyrirtækið. ,,Ég er með leyfisbréf frá Menntamálaráðuneytinu sem kennari og einnig sem náms- og starfsráðgjafi. Ég hef einnig lokið árs námi í hugrænni at- ferlismeðferð. Auk þessa hef ég tekið nokkra áfanga í sálgæslufræði, áfanga í sálræn- um áföllum, ásamt því að stúdera og nema NLP sem er undirmeð- vitundarfræði. Einnig fór ég í nám í því að taka hvatn- ingarviðtöl sem var mjög skemmtilegt. Til viðbótar fór ég í nám á Bif- röst í Máttur kvenna þar sem að ég öðlaðist þekkingu og færni í rekstri fyrirtækja,” sagði Fríða Hrönn aðspurð um menntun sína og bætti við að eftir grunnnám hafi hún eingöngu farið að læra það sem henni fannst áhugavert og skemmtilegt. ,,Eins og sjá má er áhugavið mitt tengt fólki og lífinu og hvernig hægt er að finna leiðir til þess að takast á við verkefni dags- ins og vinna með fólki,” sagði Fríða Hrönn en hún hefur meira og minna unnið við ráðgjöf og kennslu síðustu 20 ár. ,,Það er það sem ég hef gaman af að gera. Ég hef í rúmt ár verið forstöðu- maður í Visku fræðslu- og sí- menntunarmiðstöð Vestmannaeyja þar sem ég sinnti einnig kennslu og náms- og starfsráðgjöf, ég var náms- og starfsráðgjafi í Grunn- skóla Vestmannaeyja, vann hjá Starfsorku, starfsendurhæfingu Vestmannaeyja sem náms- og starfs- ráðgjafi auk þess sem ég starfaði um tíma sem ráðgjafi á Fjölskyldu- og fræðslusviði Vestmannaeyjabæjar. Og meira og minna seinustu 15 ár hef ég verið viðloðandi verktakavinnu við fullorðinsfræðslu. Þannig að ég er svo sannarlega að nýta menntun mína og reynslu,” sagði Fríða Hrönn. Fjarviðtöl og fjarkennsla Hverjir geta leitað til þín? ,,Hver sem er getur leitað til mín, hvar sem viðkomandi er staddur í heiminum sé viðkomandi með nettengingu. Ég býð upp á fjar- viðtöl og fjarkennslu og einnig er hægt að mæta til mín á skrifstof- una mína að Kirkjuvegi 23, á aðra hæð,” sagði Fríða Hrönn en sérstaða hennar er áralöng reynsla í persónulegri ráðgjöf, náms- og starfsráðgjöf og kennslu. ,,Þekk- ing mín í hugrænni atferlismeð- ferð, undirmeðvitundarfræði og hvatningarviðtölum kemur sér vel og ára- tuga reynsla sem ég bý yfir í ráðgjöf og kennslu,” sagði Fríða Hrönn. Fríða Hrönn segist hafa fengið góð viðbrögð við fyrirtækinu á þessum stutta tíma sem liðinn er frá því það tók til starfa. ,, Ég hef verið að sinna persónu- legri ráðgjöf fyrir börn og fullorðna auk þess sem ég er þessa dag- ana að kenna hugræna atferlismeðferð í hóp sem staddur er víðsvegar á landinu. Þetta er allt virkilega gaman. Þetta er eitt af því jákvæða sem kom út úr Covid, það skiptir ekki öllu máli hvar við erum stödd, það skiptir meira máli hvað við viljum gera og hvernig við ætlum að gera það,” sagði Fríða Hrönn og bindur vonir við að fá nóg af verkefnum. ,,Eins og er þá er ég með opið frá 12-16. Tíminn leiðir síðan í ljós hvort ég bæti við opnunartíma,” sagði Fríða Hrönn og vildi að lokum koma því á framfæri að það væri öllum velkomið að leita til sín hvar sem þeir væru staddir í heiminum. ,,Netfangið mitt er dagurinneridag@gmail.com og símanúmerið er 661-0770. Einnig er fyrirtækið með síðu á Facebook og Instagram og hægt er að bóka tíma hjá mér í gegnum noona.is undir Dagurinn er í dag.” 30% afsláttur 1 1 7 7 4 7 4 1 /2 2 Með Flügger vörum getur þú verið viss um gæðaútkomu 30% afsláttur af málningu og málningarvörum 20.10-30.11.2022 MÁLUM FYRIR PÁSKA! 30% afsláttur af mál ingu og málningarvörum til páska. Með Flügger vörum getur þú verið viss um gæðaútkomu Fríða Hrönn með nýtt fyrirtæki Dagurinn er dag: Leiðir til að takast á við verkefni dagsins GÍGJA ÓSKARSDÓTTIR gigja@eyjafrett ir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.