Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Blaðsíða 4
4 | | 23. mars 2023 Fyrsti alvöru leikurinn eftir barnsburð E Y J A M A Ð U R I N N Ó L Ö F M A R E N B J A R N A D Ó T T I R . Ólöf Maren kom sterk inn í mark ÍBV þegar aðalmarkmanni liðsins, Mörtu Wawrzynkowska, var vikið af leikvelli í bikarúrslitaleiknum gegn Val. Ólöf Maren varði sjö skot í leiknum, oft á mikilvægum augnablikum. Ólöf Maren var í raun að spila sinn fyrsta alvöru leik eftir barnsburð og kom sá og sigraði. Ólöf Maren er því Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn: Ólöf Maren Bjarnadóttir. Fjölskylda: Bý með kærastanum mínum Palla Eiríks og dóttur okkar Ástrós Berthu. Hefur þú búið annarsstaðar en í Eyjum: Já, ég er uppalin á Akureyri og bjó þar þangað til ég kláraði framhaldsskóla. Eftir hann flutti ég hingað, sem var sumarið 2021. Mottó: Ef þú svindlar ekki, viltu ekki vinna nógu og mikið Síðasta hámhorfið: Grey´s Anatomy. Uppáhalds hlaðvarp? Spjallið. Aðaláhugamál: Handbolti er nú aðaláhugamálið en almenn útivist eins og skíði eru þar á eftir. Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Ég myndi segja hreyfing. Hvað óttast þú mest: Fugla, alveg hræðileg dýr. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Klefatónlist. Hvaða ráð myndir þú gefa 16 ára þér sem veganesti inn í lífið: Ekki pæla í hvað öðrum finnst það eru allir að “mind their own business”. Hvað er velgengni fyrir þér: Að ná þeim markmiðum sem maður setur sér sama hversu stór þau eru myndi ég segja. Hvenær byrjaðir þú að æfa handbolta? Ég byrjaði að æfa 15 ára. Hvernig er tímabilið búið að vera? Tímabilið í heild sinni hjá liðinu er búið að vera geggjað. Ég er að koma aftur á völlinn eftir að hafa átt barn í júlí í fyrra og ég byrjaði að mæta á eina og eina æfingu í nóvember en byrjaði svo á fullu núna eftir áramót og bikarúrslitin í raun fyrsti leikurinn sem ég spila eitthvað af viti síðan ég byrjaði aftur. Hefur þú áður tekið þátt í bikarúrslitaleik? Já, ég tók þátt með KA/Þór í úrslitaleik árið 2020, þá unnum við reyndar ekki svo þetta var fyrsti sigur í bikarúrslitum. Hvernig var að koma inná í leikinn á þessum tímapunkti í þessum aðstæðum? Það var mjög stressandi fyrst þar sem þetta kom mér mjög á óvart en ég náði að róa taugarnar í hálfleik og seinni hálfleikur var geggjaður og þegar maður datt smá niður var nóg að líta upp í stúku til að koma sér í gír aftur. Hvernig var að upplifa svona bikarúrslitaleik og siglingu heim með bikarinn? Það er varla hægt að lýsa því hversu geggjað þetta var, sjá allt þetta fólk sem mætti í höllina og svo líka þau sem biðu eftir okkur á bryggjunni þegar við sigldum heim. Eitthvað að lokum? Bara takk allir sem mættu í höllina að styðja okkur til sigurs þið voruð geggjuð, án ykkar hefði þetta verið erfitt. Einnig þau sem biðu eftir okkur heima í Eyjum og toppuðu geggjaðan leik með að gera heimkomuna frábæra. Svo viljum við sjá sem flesta á þeim leikjum sem eru eftir því við erum hvergi nærri hættar. Ólöf Maren Bjarnadóttir og fjölskylda Það var mikið um dýrðir í Höllinni sunnudaginn 5. mars þegar Þóra Magnúsdóttir fagnaði 50 afmæli sínu sem var daginn áður, 4. mars. Fjölskylda, ættingjar og vinir fjölmenntu í Höllina og var gleðin mikil. Uppáhaldið, Páll Óskar átti ekki heimangengt og sendi hann Friðrik Ómar og Jógvan í sinn stað. Þeir stóðu sig frábærlega og ekki skemmdi fyrir kveðjan sem þeir komu með frá aðalgoðinu, Páli Óskari sem hefði svo gjarnan viljað koma. Mikið um dýrðir í afmæli Þóru Afmælisbarnið með mömmu og pabba, Lóu og Magga. Gleðigjafarnir, Jógvan og Friðrik Ómar unnu hug og hjörtu gesta. Héðinn Karl, bróðir bauð gesti velkomna.>

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.