Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Blaðsíða 20
20 | | 23. mars 2023
Þann 28. apríl nk. verður haldin
tónlistarhátíðin Hljómey í
Vestmannaeyjum. Hátíðin fer
fram á 11 heimilum víðs vegar
um miðbæ Vestmannaeyja og
14 atriði koma fram. Þau eru
Júníus Meyvant, Magnús Þór
Sigmundsson, Una Torfa, Emmsjé
Gauti, Valdimar Guðmundsson,
Foreign Monkeys, ELÓ, Molda,
Karlakór Vestmannaeyja, Merkúr
og Helga & Arnór, Tríó Þóris,
Hrossasauðir og Blítt og Létt.
Verkefnið sjálft er óhagnaðardrifið
samfélagsverkefni sem unnið er í
samvinnu við Ferðamálasamtök
Vestmannaeyja, Vestmannaeyjabæ,
Herjólf, The Brothers Brewery,
Hótel Vestmannaeyjar, Höllina og
Westman Islands Inn. Tilgangurinn
er að búa til skemmtilegan og
einlægan viðburð í lok vetrar,
til að efla ferðamannatímabilið í
Vestmannaeyjum og um leið efla
tónlistarlíf og tónlistarmenningu
Vestmanneyinga.
Keflvíkingur með Eyjarætur
Svona framtak verður ekki til
af sjálfu sér en það er hann
Guðmundur Jóhann Árnason sem
er forsprakki þessa verkefnis í
Vestmannaeyjum. Hann fékk
Birgi Níelsen í lið með sér og
saman hafa þeir kumpánar staðið
í ströngu síðustu vikur og mánuði.
Birgi þarf ekki að kynna fyrir
Eyjamönnum en mér fannst
Gummi eins hann er kallaður
þarfnast frekari kynningar við.
Því settist ég niður með honum á
Haukabergi og ræddi við hann um
þetta skemmtilega uppátæki og
því lá beinast við að spyrja hver
er maðurinn? „Ég er uppalinn í
Keflavík en móðurfólkið mitt er
ættað úr Eyjum. Foreldrar mínir
eru Árni Björgvinsson og Friðbjörg
Helgadóttir. Foreldrar hennar eru
Helgi Unnar Egilsson og Guðríður
Steinþóra Magnúsdóttir sem
bjuggu á Fjólugötu 7 fyrir gos.
Annars hefur reynst mér best að
kynna mig í Vestmannaeyjum sem
besta tengdason Sibba Nínon.“
En Gummi er kvæntur Sædísi
Sigurbjörnsdóttur og eiga þau tvö
börn.
Byrjaði sem brandari
Aðspurður um það hvað hafi
dregið þau til Eyja sagði hann
það hafa byrjað sem hálfgerðan
brandara. „Við eigum mikið af
vinafólki í Eyjum og vorum að
koma reglulega til Vestmannaeyja
og ég hef alltaf kunnað vel við mig
hérna og orkuna á staðnum. Við
höfðum oft rætt það í hálfkæringi
að flytja til Eyja. Ég sá síðan
að Ísfélagið auglýsti starf hérna
sem ég sótti um meira í gamni en
alvöru. Það endaði svo með því
að mér var boðið starfið og við
ákváðum að stökkva til að prófa
þetta og sjáum ekki eftir því enda
samfélagið frábært og Ísfélagið
frábær vinnustaður.“
Heillaðist í Hafnarfirði
Hvað er það sem rekur mann
af stað í svona óhagnaðardrifið
verkefni hafandi engra hagsmuna
að gæta? „Ég hef alltaf verið
félagsmálamaður og alltaf endað í
nemendafélaginu og leikfélaginu
og öllu svona í kringum mig. Þegar
ég hef mætt á nýjan vinnustaði
hef ég venjulega verið kominn í
stjórn starfsmannafélagsins eftir
hádegi, þannig að ég kann vel
við mig í svona brölti.“ Hann
segist hafa fallið fyrir þessu
tónleikafyrirkomulagi þegar
hann tók þátt í hátíðinni „Heima
í Hafnarfirði“ sem upphaflega
kemur frá Götu í Færeyjum og
hefur einnig verið staðfært á
Akranesi. „Þetta var alveg magnað
þar voru haldnir tónleikar í blokk
á þriðju hæð með Mugison og
allri hljómsveitinni hans. Þar bjó
bara venjuleg kona sem var búin
að tæma stofuna. Þetta var stuttu
eftir að Mugison gaf út Haglél
og íbúðin var troðfull og fólk
niður allan stigaganginn og út á
bílastæði. Mér fannst þetta svo
geðveikt og það var ekki síður
gaman að fara inn hjá fólki þar
sem var einhver minna þekktur
listamaður og 20 manns sátu í
rólegheitum og nutu saman, þetta
var bara einstök upplifun.“
Með jákvæðnina að vopni
Hann segist þó ekki hafa flutt
til Eyja til að standa fyrir
stofutónleikum. „Ég hafði heyrt
það frá ferðamálasamtökunum að
það vantaði viðburð í vetrarlok í
Vestmannaeyjum. Ég var á sama
tíma búinn að vera í sambandi við
Frosta Gíslason í tengslum við
vinnuna. Ég nefndi þessa pælingu
við hann í samtali. Hann spenntist
allur upp og sagðist ætla að koma
mér í samband við mann sem gæti
látið þetta gerast með mér. Hann
kom mér svo í samband við Bigga
sem þekkti mig ekkert en það varð
úr að við hittumst í kaffi í október
og þá fór boltinn að rúlla. Enda
Birgir stórkostleg manneskja og
mig grunar að þetta verði ekki eina
bröltið okkar saman.“
Hann segir þá félaga hafa lagst
yfir þetta og svo ýtt þessu af
stað í rólegheitum. „Við fengum
strax mjög jákvætt viðmót
við þessu öllu sérstaklega frá
ferðamálasamtökunum sem komu
strax að borðinu. Þannig höfum
við unnið þetta með jákvæðnina
að vopni það er ekkert stress
og það verður enginn ríkur og
ekkert gjaldþrot. Við ætlum bara
að búa til eitthvað einlægt og
fallegt.“ Setning hátíðarinnar
verður fimmtudaginn 27. apríl og
fara stofutónleikar Hljómeyjar
fram á föstudagskvöldinu 28.
apríl. Þar hefur fólk kost á því að
labba á milli heimila og sjá þá
tónlistarmenn sem þau vilja.
Framandi fyrirkomulag
Gummi viðurkennir fúslega að
þetta fyrirkomulag hafi komið
mörgum spánskt fyrir sjónir og
ekki allir átti sig á því hvað hér fer
fram. „Já, ég er reglulega spurður
og hef reynt að gera mitt besta til
að útskýra þetta. Við erum að tala
um litla tónlistarhátíð þar sem
tónleikar eru haldnir heima í stofu
hjá fólki. Fyrirkomulagið og hver
verður hvar og hvenær verður
Hljómey Guðmundur Jóhann á hugmyndina:
Búa til eitthvað einlægt og fallegt
SINDRI ÓLAFSSON
sindri@eyjafrett ir. is
Guðmundur Jóhann Árnason.
” Við fengum strax mjög jákvætt
viðmót við þessu öllu sérstaklega frá
ferðamálasamtökunum sem komu
strax að borðinu. Þannig höfum
við unnið þetta með jákvæðnina
að vopni það er ekkert stress og
það verður enginn ríkur og ekkert
gjaldþrot. Við ætlum bara að búa til
eitthvað einlægt og fallegt.