Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Blaðsíða 8
8 | | 23. mars 2023 Í upphafi hrognavertíðar, 3. mars sl. var nýtt hrognahús Ísfélagsins tekið í notkun þegar loðna úr afla Suðureyjar VE fór í gegnum stöðina. Þar með var hafinn nýr kafli í sögu Ísfélagsins sem hefur verið leiðandi í vinnslu á loðnu til manneldis í áratugi. „Hér erum við að byggja til framtíðar, bæði hús og vinnslu og nýtum bestu mögulegu tækni sem í boði er. Nú tekur við þjálfun starfsfólks á línuna og fengum við hæfilega lítinn skammt af hrognaloðnu til að fínpússa eitt og annað í húsinu og línunni. Við erum bjartsýn á komandi hrognavertíð með nýrri stöð,“ sagði Björn Brimar Hákonarson, vinnslustjóri Ísfélagsins við Eyjafréttir þegar húsið var tekið í notkun og hann er ánægður með útkomuna. „Allur búnaður hefur reynst mjög vel. Eðlilega komu upp smá vandamál í byrjun en þau voru öll smávægileg og aldrei kom til þess að framleiðslan stöðvaðist. Sjálf hefur vertíðin verið eitt ævintýri. Aldrei dottið úr dagur í veiðum og við höfum keyrt á vöktum í frystihúsinu frá 15. febrúar. Núna er flotinn í Breiðafirði og er að fá góða hrognaloðnu. Sennilega úr vestangöngu. Það sjáum við á hrognunum sem eru rauðleitari en úr loðnunni úr hinni hefðbundnu göngu suður og vestur með landi.“ Loðnuvinnsla hefur verið á fullu hjá Ísfélaginu bæði í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn alla vertíðina. „Þetta hefur verið mjög líflegt en sennilega fer að styttast í lokin,“ sagði Björn en hefðbundin vertíðarlok á loðnu eru í endaðan mars. Iðnaðarmenn út og hrognin inn Um hrognahúsið segir Björn að framkvæmdin hafið verið í þremur hlutum. Fyrst voru reistir fjórir 500 rúmmetra ryðfríir hráefnistankar. Næsta stig var að byggja útveggi hrognahússins utan við gömlu hrognavinnsluna við FES-ið. Lokastigið sem var sl. vor þegar gamla vinnslan var rifin og vinnu lokið við nýja húsið síðasta sumar. Þá hófust framkvæmdir innandyra við uppsetningu vinnslulínu og lagnavinna. „Segja má að framkvæmdir hafi staðið fram að vertíð og síðustu iðnaðarmennirnir voru að bera verkfærin út rétt áður en við settum í gang,“ sagði Björn Brimar. Húsið er á þremur hæðum. Á efstu hæðinni eru geymslur og tæknirými. Á annarri hæð er aðstaða fyrir starfsfólk, kaffistofa og stakkageymsla og á neðslu hæðinni eru forstofa, skáparými og skóskiptiaðstaða. Vinnslusalurinn sjálfur er eitt rými upp í þak með millilofti úr stáli til að vinnuaðstaða sé í þægilegri vinnuhæð. Öll aðstaða fyrir starfsfólk til vinnu er hin besta. Stórt skref „Vinnslulínan sjálf er samsett úr sex skurðalínum með snúningssíum og átta hreinsilínum og hver lína er samsett úr nokkrum stigum hreinsunar. „Mikið vatn er notað í vinnsluna sem við fáum úr okkar eigin borholum. Allt affall frá hrognavinnslunni fer í gegnum fullkomna hreinsistöð sem byggð var fyrir nokkrum árum. Frá hrognavinnslunni liggur lögn, um einn km að frystihúsinu við Friðarhöfn þar sem síðasta skref vinnslunnar fer fram, lokahreinsun og hin raunverulega vinnsla fyrir frystingu. Þetta er stórt skref fram á við fyrir Ísfélagið enda engu til sparað að ná sem mestum verðmætum úr loðnuhrognunum sem ein verðmætasta afurð sem frá okkur fer. Japanskir kaupendur gera miklar kröfur og nýja stöðin auðveldar okkur að standast þær. Sjálf gerum við miklar kröfur og þar er hreinlæti efst á blaði,“ sagði Björn Brimar að endingu. TANGAGATA 1 / 900 VESTMANNAEYJAR / WWW.ISFELAG.IS M YN D : F A N N A R FR EY R BJ A RN A SO N ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is Ísfélagið Nýtt hrognahús markar tímamót: Allur búnaður hefur reynst mjög vel Björn Brimar og Almar Hjarðar, reynsluboltar í hrognavinnslu. Í nýju hrognahúsi er byggt til framtíðar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.