Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 23.03.2023, Síða 12
12 | | 23. mars 2023 Fjöldi Eyjamanna lagði leið sína í Laugardalshöllina um liðna helgi og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31:29 í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna. Það mátti því gera ráð fyrir spennandi leik þar sem mættust tvö sterkustu kvenna lið landsins um þessar mundir. Þá hefur gengið á ýmsu milli þessara liða í aðdraganda leiksins svo ekki sé meira sagt. Sóknarleikur ÍBV var frábær frá upphafi til enda, ekki síst í síðari hálfleik. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti stórbrotinn leik í sóknarleik ÍBV og skoraði tólf mörk. Birna Berg sýndi mátt sinn og megin í skyttunni og var næst markahæst hjá Eyjakonum með sjö mörk. ÍBV-liðið var heilt yfir sterkara og verðskuldaði svo sannarlega sigurinn. Stuðningsmenn héldu uppi stanslausu fjöri frá fyrstu mínútu og langt fram yfir þá síðustu. ÍBV varð síðast bikarmeistari í kvennaflokki árið 2004, þegar liðið lagði Hauka í úrslitaleik 32:35 fyrir framan rúmlega þúsund áhorfendur í Laugardalshöll. Þá varð liðið þrisvar sinnum bikarmeistari á fjórum árum 2001, 2002 og 2004. Liðið gekk í gegnum mikið gullaldarskeið á fyrstu árum þessarar aldar og safnaði á þessum árum einnig að sér fjórum Íslandsmeistaratitlum. Saga rauðu spjaldanna í Höllinni Eyjamenn hafa lengi þrifist ágætlega í mótlæti það á við sama hvort það gefur á bátinn í bókstaflegri merkingu eða annars staðar. Það er áhugavert að líta yfrir þau rauðu spjöld sem ÍBV hefur fengið dæmd á sig þegar mikið liggur við í Laugardalshöll. Afar umdeilt atvik átti sér stað á 20. mínútu ný afstaðins bikarúrslitaleiks þegar dómarar leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson og Svavar Pétursson, vísuðu markverði ÍBV, Mörtu Wawrzykowska, af velli með rautt. Hún hafði lent í samstuði við Theu Imani eftir hraðaupphlaup hjá Val og niðurstaðan rautt spjald. Það er óhætt að segja að varamannabekkur ÍBV hafi verið afar ósáttur með dóminn sem orkaði tvímælis svo ekki sé meira sagt. Ólöf Maren Bjarnadóttir kom sterk inn í mark Eyjakvenna. Ólöf varði sjö skot og nokkrum sinnum á mikilvægum augnablikum og átti stóran þátt í því að tryggja ÍBV sigur í leiknum. Árið 2015 lagði karlalið ÍBV Hauka, 23:21, í undanúrslitum Coca Cola-bikarsins í handknattleik í Laugardalshöll. Á 16. mínútu tóku dómarar leiksins stóra ákvörðun þegar þeir vísuðu Grétari Þór Eyþórssyni af leikvelli eftir að vítakast hans hafnaði í höfði Giedrius Morkunas, markvarðar Hauka. Morkunas hreyfði sig þegar kastið var tekið og því var dómurinn rangur. Hákoni Daða Styrmissyni var hent beint í djúpu laugina þegar hann kom inn á fyrir Grétar. Innkoma Hákons átti eftir að reynast Eyjamönnum dýrmæt þegar líða fór á leikinn. Hann skoraði fjögur mörk í leiknum, þar á meðal jöfnunarmark í stöðunni 18:18. Hann lék svo lykilhlutverk í því að tryggja ÍBV bikarmeistaratitil gegn FH í sveiflukenndum leik daginn eftir. Hann hefur oft verið rifjaður upp bikarúrslitaleikurinn frá árinu 1991 þegar ÍBV lagði stjörnum prýtt lið Víkings í bikarúrslitum. Það blés ekki byrlega fyrir Eyjamönnum í stöðunni 7-3 þegar Sigurbjörn Óskarsson aðalskytta liðsins fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla dómi. Það hefði mátt ætla að í þessari stöðu væri það nánast formsatriði fyrir Víkinga að klára leikinn. En það var nú aldeilis ekki. Þarna urðu kaflaskil í leiknum, í stað þess að brotna, tvíefldist ÍBV liðið og tók leikinn nánast í sínar hendur. Skoruðu þeir hvert markið á fætur öðru og komust yfir 8:7. Fór svo að lokum að ÍBV sigraði 26:22. Þar átti stórkostlega innkomu sá sem fyllti skarð Sigurbjörns en það var á ferðinni ungur og óreyndur Guðfinnur Kristmannsson sem skoraði sex mörk og endaði markahæstur Eyjamanna. Það ætti því samkvæmt þessu að vera óhætt að fyrir Eyjamenn að halda ró sinni þó svo að lykilleikmaður fái reisupassann snemma leiks þegar mikið liggur við. Það hefur oftar en ekki verið faraheill. Þó vissulega séu rólegir Eyjamenn á kappleikjum sjaldséðir þegar á hólminn er komið. Frækinn bikarleikur Eyjakvenna Verðskuldaður sigur: Bikarinn heim eftir nítján ára hlé Stuðningsmenn héldu uppi stanslausu fjöri frá fyrstu mínútu og langt fram yfir þá síðustu Ljósmyndir frá HSÍ: Kristján Orri TIL HAMINGJU STELPUR ÁFRAM ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.