Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Blaðsíða 8
8 | | 5. apríl 2023 Það sem fermingarbörn 2023 hafa að segja DÍANA ÓLAFSDÓTTIR diana@eyjafrett ir. is Fjölskylda: Arna Hrund og Bjarni Rúnar eru foreldrar mínir og systur mínar heita Myrra og Björt. Hvað fær þig til að brosa? Þega ég spila fótbolta með vinum mínum og fjölskyldan mín. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti og handbolti. Tekur þú þátt í fermingarundirbúningi? Fæ að ráða matnum og fötunum, annars redda mamma og pabbi þessu. Hvað finnst þér skemmtilegast við fermingarferlið? Mjög lítið skemmtilegt við fermingarferlið. Verður litaþema? Já það verður svart og gyllt þema. Hvað er á óskalistanum? Langar í fullt. Síma, takkaskó, pening, fótboltaskóla, ferð á Manchester United leik. Fjölskylda: Við erum fimm í fjölskyldunni. Pabbi minn heitir Svanur Gunnsteinsson, mamma mín heitir Ingunn Arnórsdóttir, svo á ég tvær eldri systur sem heita Helga Sigrún og Anna Margrét. Hvað fær þig til að brosa? Fjölskyldan, vinir minir og þegar ég er í fótbolta og handbolta. Hver eru áhugamál þín? Handbolti, fótbolti og að ferðast. Tekur þú þátt í fermingarundirbúningi? Já ég tek þátt í því, ég valdi litaþemað, skraut og við veljum veitingarnar saman og ég er bara með í öllu. Hvað finnst þér skemmtilegast við fermingarferlið? Mér finnst skemmtilegast að finna myndirnar fyrir myndasýninguna, kaupa skrautið og svo var fermingamótið í kirkjunni líka mjög skemmtileg. Verður litaþema? Já, það verður rosegold, silfur og hvitur. Hvað er á óskalistanum? Ég veit það eiginlega ekki, það er alltaf gaman að fá pakka og pening. En Handboltaskólinn í Kiel / Magdeburg er efst á óskalistanum eða fara á Liverpool leik að sjá/hitta Jordan Henderson og svo væri ég líka til í að fara á landsliðsleik í handboltanum að sjá/hitta Viktor Gísla. En ég er auðvitað þakklát fyrir allt sem ég fæ. Fjölskylda: Mamma mín heitir Kristín Hartmannsdóttir, pabbi minn heitir Guðni Grímsson og yngri systir mín heitir Hólmfríður Eldey. Hvað fær þig til að brosa? Föstudagar og móðir mín (Hún neyddi mig í að segja það). Hver eru áhugamál þín? Fimleikar. Tekur þú þátt í fermingarundirbúningi? Mamma gerir flest en ég valdi liti á skraut og svona en annars erum við ekki komnar lengra. Hvað finnst þér skemmtilegast við fermingarferlið? Get ekki sagt messur því þær eru ekki mitt uppáhald, þannig örugglega bara fermingarfræðsla. Verður litaþema? Já. Hvað er á óskalistanum? Peningur og ferð til útlanda. Fjölskylda: Mamma mín heitir Andrea, pabbi minn heitir Eyþór og systkini mín heita Fannar Ingi og Ísalind. Hvað fær þig til að brosa? Eitthvað fyndið. Hver eru áhugamál þín? Handbolti og vinir. Tekur þú þátt í fermingarundirbúningi? Ég segi til hvað mér finnst um hugmyndirnar og ætla að hjálpa til að skreyta salinn. Hvað finnst þér skemmtilegast við fermingarferlið? Mér finnst gjafirnar og veislan vera mjög spennandi. Verður litaþema? Það er dökkblár og gull. Hvað er á óskalistanum? Peningar og ferð til útlanda. Einar Bent Bjarnason Lilja Kristín Svansdóttir Kjartan Freyr Andreuson Edda Björk Guðnadóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.