Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Blaðsíða 12
12 | | 5. apríl 2023 Þann 21. mars stóð Íslands- stofa fyrir hönd Bacalhau da Islandia fyrir kokkaskóla- keppninni CECBI þar sem nem- endur frá sjö skólum kepptu um hver eldar besta fiskréttinn úr íslenskum saltfiski. Keppnin fór fram í bænum Portalegre í austurhluta Portúgal, rétt við landmæri Spánar. Salt- fiskurinn í keppninni kom frá Grupeixe, dótturfyrirtæki Vinnslustöðvarinnar í Portú- gal. Vinnslustöðin var með sína menn á staðnum, Jose Manuel, sölustjóra Grupeixe sem sat í dómnefnd, Pau- lo Moreira sölustjóra VSV í Portúgal auk Eyjólfs Halldórs- sonar sem hefur unnið lengi í gæðamálum fyrir Vinnslustöð- ina í Portúgal. Nemendurnir lögðu sig alla fram og hver rétturinn öðrum betri. Sigur- vegari keppninnar var Gonçalo Gaspar frá Escola de Hotelaria e Turismo í Lissabon og hlaut hann í vinning ferð til Íslands ásamt kennara sínum næsta haust. „Þetta er það sem við höfum verið að gera undanfarin ár og viljum halda áfram. Að fræða unga mat- reiðslumenn um saltfiskinn okkar sem unga fólkið þekkir síður. Að þekkingin tapist ekki í matmenn- ingu þessara þjóða. Við erum ákaflega ánægð með samstarfið við framleiðendur og Vinnslustöð- ina sem er eitt fyrirtækjanna sem tekur þátt í verkefninu sem tókst ótrúlega vel,“ segir Björgvin Þór Björgvinsson hjá Íslandsstofu og það sama eigi við keppni sem þeir voru með á Spáni. Ánægður með saltfiskinn frá Eyjum „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Í Portúgal var rosalega vel tekið á móti okkur og kokkaskólinn sá alveg um þetta og gerði vel. Gulrótin er að sigurvegarinn fer til Íslands og þó við köllum þetta keppni er tilgangurinn að nemendur kynnist hver öðrum og miðli áfram reynslunni og þekk- ingu á þeirri frábæru vöru sem saltfiskurinn er. Sjálfur er ég svo ánægður með Eyjamenn og saltfiskinn sem þið framleiðið. Ég var svo heppinn að fara með Einari Birni Árnasyni, Einsa Kalda til Portúgal fyrir þremur árum þar sem hann kynnt- ist ástríðu Portúgala fyrir saltfiski. Kom hann heim með hugmyndir að réttum sem hann er með á Keppni ungkokka í Portúgal Saltfiskur frá Vinnslustöðinni: Að miðla hefðinni til komandi kynslóða ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrett ir. is Björgvin Björgvinsson Íslandsstofu, verðlaunahafinn Goncalo Gaspar og Kristinn Björnsson hjá Íslandsstofu. Þau kepptu um besta saltfisksréttinn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.