Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Blaðsíða 9
5. apríl 2023 | | 9 Silja Rós Guðjónsdóttir fermdist árið 2001. Minningar hennar frá fermingardeginum eru mjög góð- ar. „Ég myndi segja að hann hafi bæði verið gleðilegur en einnig stressandi að einhverju leyti. Ég fékk frunsu daginn fyrir fermingu og heimurinn hrundi vægast sagt en dagurinn var þrátt fyrir það yndislegur með fjölskyldu og vinum. Það er hægt að hlæja að þessu í dag en 14 ára mér var alls ekki skemmt á þeim tíma”. Hún segir fermingartískuna þá ekkert ósvipaða og hún er í dag. „Hugsanlega hefði kjóllinn sem varð fyrir valinu hjá mér alveg gengið sem fermingarkjóll í dag. Það sem hefði hins vegar ekki gengið í dag væru skórnir sem ég var í enda margt breyst í þeim efn- um, sýnist flestir velja sér striga- skó í dag en það þekktist ekki þá. Við val á fermingarfötum fór ég á nokkra staði að skoða og máta en endaði á að kaupa fallegan hvítan kjól í búðinni Flash á Laugavegi og var með ljósbleikt sjal með. Alls ekkert hræðilegt tískuslys myndi ég segja og enn bara nokk- uð ánægð með valið.“ Í heild sinni fannst henni ferm- ingarferlið allt mjög spennandi og skemmtilegt. „Í minningunni var þetta stærsti dagur lífs míns og allt frekar fullorðins í kringum þetta. Ég tók virkan þátt og hafði heldur betur skoðanir á öllu, allt frá útliti á boðskortum, val á lit, þema, skrauti og veitingum“, segir Silja. Stór hluti fermingargjafanna var skart en það sem var eftir- minnilegast voru græjurnar sem hún fékk. „ Þær voru silfurlitaðar með bláu ljósi sem lýsti upp þegar spilaður var geisladiskur, útvarpið eða kasetta. Fékk líka rúm, úr og eitthvað af pening.“ Silja er að ferma sjálf í fyrsta skipti núna í ár. Í spjalli við mömmu sína og pabba við undir- búning í ár segist hún vera að spá í sömu hlutunum og þau þegar hún fermdist. „Í grunninn held ég að þetta sé bara nokkuð svipað en hugsa að gjafamenningin til ferm- ingarbarna hafi þó breyst eitthvað með árunum“, segir Silja. Foreldrar fermingarbarna Jóhanna Jóhannsdóttir: Hvítt silki og blúndur út um allt Jóhanna Jóhannsdóttir fermdist árið 1982. Fermingardagurinn var frekar hefðbundinn, farið var í greiðslu, haldið til kirkju og veisla í Oddfellow salnum á eftir. „Á þeim tíma voru hvítir kjólar allsráðandi, dálítið eins og míní brúðarkjólar með blúndu á bringunni. Ég tók þetta alla leið, hvítt silki og blúndur út um allt. Vinkona mín úr nágrenninu sem fermdist árið eftir fékk hann svo á eftir mér. Fyrir stuttu síðan var hann meira að segja ennþá til.“ Af öllu fermingarferlinu fannst henni skemmtilegast að kaupa fötin. „Ég man eftir mér að ganga niður Laugaveginn með fullt af seðlum, keypti sjúklega flotta skó, æðislega kápu og kjólinn umrædda.“ Hún man ekki til þess að hafa tekið sérstakan þátt í undirbún- ingi né veislunni. „Mig minnir að mér hafi fundist allt vont nema franskar í dós á fermingarborðinu enda með eindæmum matvant barn. Ég held að ég hafi heldur ekki fengið að ráða neinu og var ekkert spurð svo ég muni“, segir Jóhanna. Fermingargjöfin sem hún man helst eftir voru hljómflutningsgræjur og fór strax eftir fermingu og keypti fyrstu vínilplöturnar. Jóhanna á fermingarbarn í ár, hana Aðalbjörgu Andreu. Að hennar mati finnst henni ekki mikill munur á fermingum í dag og þegar hún fermdist. „Það er enn föt, greiðsla, kirkja og veisla. Munurinn kannski sá að mín stelpa fær að ráða meiru – hún valdi þema veislunnar, ætlar að hjálpa til við að skreyta salinn. vill bara hafa kökur og fær að ráða því og við ætlum að baka smá sjálfar en líka fá hjálp frá vinum og vandamönnum“, segir Jóhanna. Jóhanna, Gísli og Aðalbjörg Andrea sem fermist í ár. Silja Rós, Sara Kristey, Gústaf, Guðjón Elí fermingarbarnið í ár og María Steiney. Foreldrar fermingarbarna Silja Rós Guðjónsdóttir: Allt mjög spennandi og skemmtilegt Jóhanna á fermingardaginn. Silja Rós á fermingardaginn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.