Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Side 11

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Side 11
5. apríl 2023 | | 11 Það er ýmislegt óvænt sem getur komið upp í fermingarathöfnum og veislum sem í flestum tilfellum verður að skemmtilegum minningum af fermingardeginum. Snjólaug Árnadóttir, kennari sendi okkur skemmtilega sögu af viðburðarríkum fermingardegi bróður síns sem varð í meira lagi eftirminnilegur þó svo að Snjólaug sjálf muni lítið eftir því sem þar fór fram. „Ég er yngst af sex systkinum. Á hvítasunnudag 21. maí 1972 var verið að ferma elsta bróður minn sem hét Björn Þór. Klukkan 10:30 var fermingarmessan í Dalvíkurkirkju og var henni lokið um 12:30. Mamma var þá ófrísk af sínu sjötta barni (mér) sem átti að fæðast í byrjun júní. Að sjálfsögðu fór mamma í fermingarmessuna. Þegar hún kemur heim að fermingu lokinni þá fer að finna fyrir einhverju og fer út í glugga á svefnherberginu,“ segir Snjólaug. „Þá sá hún ljósmóðurina sem átti þá heima í næstu götu. Mamma kallar í hana og Ella ljósa kom yfir með töskuna. Klukkan 13.45 var ég fædd en fermingarveisla bróður míns átti að hefjast heima klukkan 14.00. Einhverjir gestir ætluðu að snúa við þegar þeir vissu af nýfædda barninu en ekki kom til greina að blása veisluna af. Pabbi heyrði svo í prestinum og bauð honum í fermingarveisluna og spurði svo hvort hann gæti skírt í leiðinni. Presturinn varð nú eitthvað hissa þar sem mamma var í fermingarmessunni um morguninn. Um klukkan 17:00 var ég skírð heima og hélt systir ömmu á mér af því mamma átti bara að liggja í rúminu. Bróðir minn erfði þetta aldrei við mig, held að honum hafi nú bara fundist þetta skemmtilegt, allavega í minningunni.“ Fermingarbörn 2023. Fædd og skírð á fermingardegi bróður síns Fjölskylda Snjólaugar sem situr í fangi móður sinnar en Björn Þór stendur fyrir aftan þær. Úrklippa úr Tímanum 26. maí 1972.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.