Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Side 17

Fréttir - Eyjafréttir - 05.04.2023, Side 17
5. apríl 2023 | | 17 Tveir af þremur í höfn Hátt í 100 manns mættu á opið hús Krabbavarnar í Vestmanna- eyjum í Akóges á fimmtudaginn síðasta. Margt kom þar athyglis- vert fram og ekki síst öflugt og mikilvægt starf Krabbavarnar í Vestmannaeyjum sem aðstoðar fólk með krabbamein á ýmsan hátt. Starfsemin er háð fjárfram- lögum og að því er fram kom nýtur starfsemin mikils velvilja bæjarbúa, bæði einstaklinga og fyrirtækja. Gott dæmi um það er framtak áhafnarinnar á Dala Rafni VE sem velti því fyrir sér á landstími með hvaða hætti hægt væri að styðja starfsemina. Drengirnir þeir eru fljótir að hugsa og framkvæma og áður en í land var komið höfðu þeir tekið myndir af sjálfum sér, mismunandi léttklæddum. Þegar í land var komið létu þeir útbúa dagatal með myndunum, 100 stykki sem þeir seldu á 5000 krónur stykkið. Auðvitað var eft- irspurnin meiri en framboðið enda myndarlegir drengir á Dala Rafni. Mættu þeir með afraksturinn, 505.000 krónur og afhentu Sig- urbjörgu Kristínu Óskarsdóttur, formanni Krabbavarnar sem þakk- aði höfðinglega gjöf og hugsunina að baki. Kristín Valtýsdóttir fór yfir starf félagsins, Gyða Arnórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildar- stjóri á HSU og Sólrún Gunnars- dóttir félagsráðgjafi hjá HSU kynntu þjónustu sem er í boði í Vestmannaeyjum. Sigurbjörg Kristín og Sigmar Georgsson, sem bæði hafa fengið krabbamein sögðu sína sögu um leið og þau kynntu fjölbreytta þjónustu félagsins. Loks flutti Sig- rún Elva Einarsdóttir, lýðheilsu- fræðingur hjá Krabbameinsfélagi Íslands fyrirlestur um starfsemi félagsins og fleira sem viðkemur krabbameini sem er ekki bara einn sjúkdómur og niðurstaðan er: Krabbamein kemur okkur öllum við. Fjölmennt á opnu húsi Krabbavarnar: Mein sem kemur okkur öllum við Gjöfin afhent. Áhöfnin á Dala Rafni og stjórn Krabbavarnar. Frá vinstri : Pétur Andersen skipstjóri, Sigurbjörg Kristín, Matthías Benediktsson vélstjóri, Sigurður Símonarson kokkur, Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir, Hlynur Sigtryggsson annar stýrimaður, Friðjón Jónsson netamaður, Kristín Valtýsdóttir, Jóel Þór Andersen háseti, Þóra Guðmundsdóttir, Jón Viðar Óðinsson vélstjóri, Kolbrún Anna Rúnarsdóttir og Agnar Ingi Hjálmarsson yfirvélstjóri. ÍBV tryggði sér deildarmeistaratit- illinn einungis viku eftir að hafa orðið bikarmeistarar. ÍBV lagði þá Selfoss með fjórtán marka mun á heimavelli fyrir framan nánast fulla Íþróttamiðstöð. Stelpurnar líta ótrú- lega vel út og höfðu ekki tapað leik síðan í október en síðasti leikur tímabilsins sem fór fram sl. laugardag tapaðist gegn Fram. Nú tekur úrslitakeppninn við en stelpurnar sitja hjá í fyrstu umferð ásamt Val. Nú er bara eftir að tryggja sér þann stóra og þrennuna. Mynd Sigfús Gunnar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.