Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Page 1

Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Page 1
Alþjóðaforseti Lions Wayne Madden og Linda kona hans hafa um páskana verið í heim­ sókn á Íslandi, á páskadag heim sóttiu Wayne og Linda ásamt 12 manna föruneyti Snæ­ fellsnes. Wayne hafði sérstakann áhuga á að koma á Snæfellsnes og skoða Snæfellsjökul þar sem að ein af hans uppáhalds bók­ um var „Leyndardómar Snæ­ fells jökuls“ eftir Jules Verne, einnig þótti honum mikið til um fjölda lionsfélaga á Snæ­ fellsnesi og hafði hann á orði að Snæfellsbær væri það sveitar­ félag í heiminum sem státaði af hæsta hlutfalli lionsfélaga, tæp­ lega 7% íbúa Snæfellsbæjar er í Lions. Wayne og Linda byrjuðu á að heimsækja Gestastofuna á Hell­ num, þar sem lionsklúbbarnir í Snæfellsbæ tóku á móti þeim með léttum morgunverði áður ern Gestastofan var skoðuð, því næst var ekið að Vatnshelli og hann skoðaður. Ekið var um sveitar félagið og skoðuðu gest­ irnir verkefni sem lions klúbb­ arnir hafa komið að, auk þess sem dáðst var að náttúrunni. Heimsókninni í Snæfellsbæ lauk svo í Klifi þar sem boðið var uppá fiskisúpu, Wayne Madden hafði óskað eftir að sem flestir lionsfélagar kæmu að hitta hann, þrátt fyrir að mjög margir hafi verið á far­ aldsfæti um páskana þá sáu lions félagar sér fært að mæta í Klif og hitta alþjóðaforsetann áður en gestirnir héldu áfram för sinni um norðanvert Snæ­ fellsnes. Á myndinni er Wayne Madden alþjóðaforseti Lions í miðjunni ásamt fulltrúum lionsklúbba í Snæfellsbæ, frá vinstri er Svan­ hvít Ásmundsdóttir formaður Lkl. Þernunni, Einar Magnús Gunnlaugsson formaður Lkl. Ólafsvíkur, Björg Bára Hall dórs­ dóttir formaður Lkl. Ránar og Friðþjófur Sævarsson gjaldkeri Lkl. Nesþinga. jó Ólafsbraut 21, Snæfellsbæ Sími: 410 4190 Netfang: 0190@landsbankinn.is Snæfellsnesi www.landsbankinn.is Alþjóðaforseti Lions í heimsókn 596. tbl - 13. árg. 4. apríl 2013 SUMARSTÖRF Óskum eftir áhugasömu fólki til starfa við leiðsögn í Vatnshelli í sumar. Góð íslensku- og enskukunnátta og jákvæðni í samskiptum skilyrði. Nánari upplýsingar gefur Þór í síma 862 7000, umsóknir með ferilsskrá sendist á vatnshellir@gmail.com Þór og Ægir.

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.