Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Side 4

Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Side 4
Í byrjun marsmánaðar ósk­ aði Orkusalan eftir tilboðum í breytingar á stíflu og í stöðvar­ húsi Rjúkandavirkjunnar, að ­ eins barst eitt tilboð í verkið og þessa dagana er verið að fara yfir tilboðið og af því loknu verður framhaldið ákveðið. Í síðustu viku var svo auglýst eftir tilboðum í rif á gömlu þrýstipípunni sem flytur vatn að stöðvarhúsinu og lagningu nýrrar pípu, tilboð í það verk verða opnuð 19. apríl. Rjúkandavirkjun er 970 kW að stærð og var byggð á árunum 1951 – 1954 eftir að Alþingi veitti leyfi til virkjunar Fossár árið 1947. Orkusalan áformar nú að stækka virkjun­ ina með því að endurnýja vélbúnað og þrýstipípu og endurbæta inntaksstíflu. Virk­ jað rennsli verður aukið, nýtni bætt og falltap minnkað. Búið er að semja við austur­ ríska fyritækið Gugler um smíði nýrrar vélasamstæðu sem verður 1.700 kW. Stefnt er að því að uppsetning véla sam­ stæðu hefjist í júlí og er reiknað með gangsetningu endur­ nýjað rar virkjunar í haust. Áætlað er að þessi fram­ kvæmd kosti um 400 milljónir kr og raforkuvinnsla virkjunar­ innar aukist um 70% Orkuvinnsla Rjúkanda virk­ jun ar er öll nýtt á Snæfellsnesi og þannig styrkir stærri virkjun eigin orkuvinnslu á svæðinu þó nauðsynlegt sé áfram að keyra dísilvélar líka ef stofn­ línur bila. jó Stækkun Rjúkandavirkjunnar Það vantar ekki að nægur fiskur er í sjónum, en þrátt fyrir það þá er frekar lítið róið. Ræður þar mestu um að verð á mörkuðum hefur hríðfallið vegna mikils fisks. Þeir drag­ nóta bátar sem hafa róið hafa fiskað vel og í það minnsta þrír SH bátar hafa komið drekk­ hlaðnir til hafnar. Sandvík SH kom með 19,3 tonn að landí í einum róðri. Margrét ÍS kom með 22,4 tonn og Esjar SH sem er stysturbátra Margrétar ÍS kom með 27,3 tonn. Þessi ris­ afli Esjars SH er mesti afli sem báturinn hefur komið með að landi í einum. Aflaskipið Stein­ unn SH byrjaði að róa um miðjan mars en hefur einungis landað 163 tonnum í 6 róðrum. Hjá smábátunum þá verður þessi marsmánuður seint talin til metmánaða varðandi afla því línubátarnir hafa fiskað ansi dræmt, og ræður þar mestu að loðna er búinn að vera útum allt. t.d hefur Vilborg ÍS landað 69 tonnum í 14 róðrum, en báturinn hefur verið við veiðar útaf Suðurnesjunum. Kristinn II SH hefur verið á heimamiðum og landað 74 tonnum í 11 róðr­ um. Við skulum ekkert vera að dóla mikið við þenna mars mán uð heldur velja af handa­ hófi eitthvað ár og kíkja á mars mánuð. Árið sem verður fyrir valinu er árið 1990. árið þar á undan þá var mokvertíð við sunnanvert landið sem og í Breiðafirðinum. Þessi mars­ mán uður árið 1990 var þá heldur verri. Mikill fjöldi báta var að veiðum en afli þeirra var frekar tregur, og t.d voru skoðaðir 14 bátar sem voru á netum frá Rifi. 22 bátar frá Ólafsvík þar sem mest allir voru á netum nema tveir og fimm bátar í Grundarfirði. Allir bátar­ nir að neðan voru á netum. Á Rifi þá var Rifsnes SH hæstur með 217 tn í 19 róðrum, mest 67 tonn á viku. Hamar SH var með 179 tn í 19 róðrum mest 84 tn á viku í 6 rórðum., Saxhamar SH var með 177 tn í 18, mest 84 tn á viku í 6 róðrum. Tjaldur SH var með 144 tní 17, Hamrasvanur SH 135 tn í 16. Kópanes SH 127 tn í 19. Esjar SH 56 tn í 20. Bára SH 83 tn í 23. Jói á Nesi SH 77 tn í 21 og Þorsteinn SH 97 tn í 17. Í Ólafsvík þá var Steinunn SH hæst með 168 tn í 23. Svein­ björn Jakobsson SH 150 tn í 20. Jökull SH 139 tn í 23, Lómur SH 128 tn í 15. Ólafur Bjarnason SH 121 tn í 9, Tindfell SH 114 tn í 20, Garðar II SH 103 tn í 18, Matthildur SH 98 tn í 20, Friðrik Bergmann SH 98 tn í 24, Gunnar Bjarnason SH 88 tn í 16 og Hringur SH 77 tn í 14. Eins og sést að ofan þá réru bátarnir ansi oft enn aflinn frekar lítill. Nokkrir smábátar voru skoðaðir. Elís Bjarnarsson SH var með 33 tn í 18, Pétur Jakop II SH 37 t ní 20, Sverrir SH 34 tn í 15 og Ármann SH 41 tn í 17. Í Grundarfirði þá var Grund­ firðingur SH hæstur með 128 tn í 22. Farsæll SH var með 116 t ní 22, Haukaberg SH 98 tn í 21, Sólberg SH 94 tn í 21 og Fanney SH 74 tn í 17. Svo í lokin má nefna að drag­ nótabáturinn Auðbjörg II SH var með 69 tn í 13 róðrum og Hugborg SH var með 57 tn í 10 en báðir þessir bátar lönduðu í Ólafsvík. Gísli Reynisson www.aflafrettir.com Aflafréttir Íbúð til leigu Til leigu 70 m2 íbúð að Sæbóli 33 í Grundarfirði, tvö svefnherbergi, leiga 79.000 hiti innifalinn. Laus strax. Upplýsingar gefur Kristján í síma 8963867. Íbúð óskast Óska eftir íbúð til leigu frá 1. maí til 1. sept. 2013, ekki verra ef hún væri með einhverjum húsgögnum. Öruggum greiðslum heitið og góðri umgengni. Upplýsingar í síma 698­4645 eða hpeyjar@gmail.com ­ Hulda Pétursdóttir Smáauglýsing

x

Bæjarblaðið Jökull

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.