Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Síða 8

Bæjarblaðið Jökull - 04.04.2013, Síða 8
Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýð­ ræði bjóða fram í öllum kjördæmum í alþingis kosn­ ingum í vor. Aðaláhersla okkar er á lýðræðisleg vinnubrögð og fyrir komandi kosningar setjum við þrjú mál á oddinn: Afnám verðtryggingar, nýja stjórnar­ skrá og uppstokkun á stjórn fiskveiða. Einnig viljum við lögfesta lágmarks framfærslu­ viðmið, afnema verðtryggingu og almenna leiðréttingu hús­ næðis lána. Dögun hefur mótað sér Íslands byggðarstefnu þar sem áhersla er lögð á að „á Íslandi búi þjóð sem um ókomin ár verður samábyrg gagnvart um ­ hverfi á landi, í lofti og legi með áherslu á jöfn tækifæri og lífs­ gæði allra.“ Í stefnunni er lögð áhersla á að landið haldist í blómlegri byggð og spornað verði við þeirri þróun að fólk og fyrirtæki safnist á eitt horn landsins. Þessari þróun hefur fylgt aukin miðstýring frá höfuðborgar­ svæðinu sem við viljum sporna við. Hugmyndafræði um sjálf­ bærni byggir m.a. á því að fólk lifi af landinu sem næst sér en ekki sé verið að flytja matvörur og annan varning fram og til baka með meðfylgjandi kost­ naði og umhverfisáhrifum. Með fullvinnslu afurða þar sem þær verða til og auknu frelsi til að nýtingu afurða heima á bæjum er hægt að skapa atvinnu út um sveitir. Þessi þróun er þegar farin af stað en það þarf að styðja við hana til að slík starf­ semi nái fótfestu. Við í Dögun viljum skapa aukna möguleika á heima­ slátrun, vinnslu og sölu á af ­ urðum beint frá býli. Einnig viljum við vinna gegn þeirri þróun að afurðastöðvum sé lokað víða um landið. Slátur­ húsum og mjólkurbúum fækkar enn, t.d. var mjólkurbúinu á Ísafirði lokað fyrir tveimur árum til að keyra alla mjólk suður á bóginn. Á stórum svæðum á landsbyggðinni eru engin sláturhús og varla er það í samræmi við hugmyndir um velferð dýra að flytja sláturdýr mörg hundruð kílómetra um slæma vegi, og oft yfir sauðfjár­ veikivarnargirðingar. Við hvetjum kjósendur til að skoða stefnumál okkar á heimasíðunni XT.is fyrir kom­ andi kosningar en Dögun hefur mótað stefnu í öllum helstu málaflokkum. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, 1. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4. sæti Dögunar í Norðvesturkjördæmi Byggð og atvinna um landið allt Eins og menn vita þá ber einn hópurinn dísarnafn, en ekki hefur fengist uppgefið hver þessi dís er. Nú hefur frést að kona með sama nafni býr í nærliggjandi sveitarfélagi og spurningin er hvort Sverrir sé nokkuð í Reykjavík þegar hann segist vera þar, heldur í þessu sveitarfélagi? (það er mun ódýrara að keyra þangað) Annars var skorið nokkuð gott aldrei þessu vant hjá sumum hópunum. S.G. Hópurinn er eitthvað farinn að derra sig því hann sækir fast að 1. sætinu ásamt Litla ljóninu og er það allt sem áður var. Nú N1 færðist upp um 3 sæti, enda Silla svo glöð yfir því að vera að fá Gunna aftur heim að hún náði 13 stigum. VÁ Air hrapaði heldur betur eftir að flug­ stjórinn vék sér frá. Gaurarnir í brettunum eru heldur betur að ná sér á strik og skilja sína helstu keppinauta eftir. Up the irons sem fram eftir tímabilinu vermdi botnsætið er nú komið í 15. sætið eftir mannaskipti í hópnum. Hrikd mætti á svæðið og náði 12 stigum sem er gott miðað við að mæta. Jæja um næstu helgi mun hópurinn Leyndo mæta á svæðið, en hópurinn er núna í 21 sæti. Sæstjarnan sækir fast að dísinni og munar ekki nema 2 stigum. Frænkan dalar aðeins enda ekki nema von þar sem annar hlutinn er annars hugar. Annars er ekkert fleira að segja nema það að Kaffi 59 heldur enn 1. sætinu og Púkarnir eru sáttir við sitt sæti og Grobbelar færðist upp. Síðasta umferðin í Hópleiknum á þessu keppnis­ tímabili verður þann 27. apríl þ.e. á kosningardaginn, spurn­ ing hvort ekki eigi að nota kosningaseðilinn í stað enska seðilsins. En svona í framhjá­ hlaupi þá var hið nýstofnaða Pílufélag Grundarfjarðar með mót s.l. laugardag og voru kepp endur 20 þ.e. 4 frá Pílu­ kast félagi Reykjavíkur. Okkar fólk náði góðum árangri í þessu móti og varð Tryggvi Hafsteinsson í öðru sæti eftir að hafa tapað keppni við mjög reyndan landsliðsmann. Þann­ ig að þetta lofar góðu. Annars minni ég á get­ raunasöluna hjá UMFG á laugar dagsmorgnum kl. 11:00 á Kaffi 59. Sjá má stöðutöfluna á heimasíðu Grundar fjarðar­ bæjar. Gummi Gísla Er dísin fundin? Björgunarsveitin Lífsbjörg hélt aðalfund sinn 24. mars síðast liðinn. Fundurinn var vel sóttur og málefnanlegur, mörg mál afgreidd samkvæmt boð­ aðri dagskrá og einhugur er hjá félögunum um að gera góða sveit betri. Aðalmál fundarins voru lagabreytingar og fækkun stjórnarmanna úr sjö í fimm. Það er fyrst og fremst gert vegna minni álags á stjórnar­ menn eftir að hafa lokið við byggingu Björgunar stöðvar­ innar Von á Rifi. Í stjórn voru kosnir Davíð Óli Axelsson for­ maður, Guðjón H. Björnsson vara formaður, Þórarinn Stein­ grímsson ritari, Guðbjartur Þor varðarson gjaldkeri og Páll Stefánsson meðstjórnandi. Úr stjórn fóru: Orri F. Magússon og Halldór Sigurjónsson. Þökkum við þeim kærlega fyrir góð stjórnarstörf á liðnum árum en við eigum vonandi eftir að njóta krafta þeirra áfram í þágu Bjsv. Lífsbjargar um ókomin ár. Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ Aðalfundur Lífsbjargar

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.