Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Page 8

Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Page 8
Sumarfrí Stofan verður lokuð frá 4. júlí - 15. ágúst. Óska ykkur gleðilegs sumars. Með sumarkveðju. LEIKJANÁMSKEIÐ 3-14 JÚNÍ 2013 Boðið verður upp á leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 5-12 ára. Námskeiðið stendur yfir í tvær vikur en ekki er kennt um helgar. Milli klukkan 8-9 geta foreldrar komið með börnin í gæslu í íþróttahús Snæfellsbæjar og stundvíslega klukkan 9 hefst námskeiðið og stendur það til klukkan 12. Markmið leikjanámskeiðsins er að veita krökkunum holla og góða hreyfingu auk þess sem brotið er út af vananum og farið í allskyns ferðir - Dagskrá má sjá hér: VIKA MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR FÖSTUDAGUR 1 SKRÁNING OG LEIKIR FOSSAFERÐ FJÖRUFERÐ SUNDFERÐ LEIKIR OG FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR 2 FYRIRTÆKJAHEIMSÓKN HESTAFERÐ VEIÐIFERÐ RATLEIKUR LOKAHÓF Minnum foreldrar á að krakkar þurfa að klæða sig eftir bæði veðri og ferðum. Ennfremur eiga krakkarnir að hafa með sér hollt og gott nesti á hverjum degi fyrir utan lokahófið. VERÐSKRÁ 1. BARN.....................................................................................8000 2. BÖRN..................................................................................12.000 3. BÖRN..................................................................................14.000 GREIÐSLA FER FRAM Í UPPHAFI NÁMSKEIÐS HJÁ STJÓRNANDA. FYRIRSPURNIR Á VIKINGUROL@GMAIL.COM Frystiklefinn undirbýr um þessar mundir leikssýningu sem byggir á geimveru heim­ sókninni á Snæfellsjökul þann 5. nóvember 1993. Að því tilefni er bæjarbúum boðið á leiklestur þar sem fluttir verða kaflar úr hinu nýja verki. Til­ gangur lestursins er meðal annars heyra skoðun við­ staddra á verkinu, en einnig fá gestir tækifæri til að rifja at ­ burðinn upp með okkur og jafnvel gefa okkur góð ráð varð andi áframhaldandi þróun á sýningunni. Leikarar sýningar­ innar eru Kári Viðars son og Víkingur Kristjánsson. Leik­ lesturinn fer fram í Pakkhúsinu, fimmtudaginn 30. maí klukkan 20:00. Aðgangur ókeypis. Leiklestur í Pakkhúsinu Krían lét aðeins bíða eftir sér þetta árið en við stöllurnar í Gamla Rifi kaffistofu létum það engin áhrif hafa á okkur og opnum við að venju 1. júní. Á laugardaginn verðum við með okkar árlega vöffluhlað­ borð og mun Helga Páley Frið­ þjófs dóttir, okkar gamli starfs­ maður, opna sýningu á teikn­ ingum sínum. Helga Páley lauk námi frá Lista háskóla Íslands 2011 og er spennandi að sjá hvað hún ætlar að sýna okkur sveitungum sínum. Við erum mjög spenntar fyrir sumrinu sem er okkar sjöunda. Þrjár nýjar starfstúlkur hafa verið ráðnar og sýndu þær snildar takta á kaffinámskeiðinu svo það er um að gera að láta þær sýna listirnar. Svo munum við að venju baka þessar gömlu og góðu sortir og svo lumum við líka á nýjum og spennandi. Hlökkum til að sjá ykkur Stöllurnar í Gamla Rifi Gamla Rif opnar

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.