Bæjarblaðið Jökull - 30.05.2013, Page 10
Víkingur Ólafsvík fékk sín
fyrstu stig í Pepsídeildinni
síðast liðinn sunnudag þegar
þeir mættu ÍBV á Ólafsvíkurvelli
í fyrsta markalausa jafntefli
sumarsins. Víkingar sem höfðu
tapað fyrstu fjórum leikjunum
mættu einbeittir til leiks. Að
stæður voru erfiðar á Ólafs
víkurvelli í hávaðaroki og bar
meira á baráttu en gæðum í
spili beggja liða. Guðmundur
Steinn komst næst því að skora
fyrir heimamenn á 70 mínútu
þegar hann slapp einn á móti
Guðjóni Orra í marki ÍBV en
Guðjón Orri kom hendi á
boltann. ÍBV átti gott færi þegar
Gunnar Már Guðmundsson
náði góðu skoti á 85 mínútu.
Færin urðu ekki fleiri og
sangjarnt jafntefli því niður
staða leiksins.
þa
Fyrsta stigið
í hús
21. maí opnaði ný sýning í
Átthagastofu en það er sýning
in Íslenskar ofurkonur. Þar er á
ferð listakonan María Guð
brands dóttir eða Maja sem
sýnir acrylmyndir á striga og er
þema sýningarinnar Íslenskar
ofurkonur. María ætti að vera
íbúum Snæfellsbæjar vel kunn
en hún kenndi myndmennt
við Grunnskóla Snæfellsbæjar í
nokkur ár. Helsta viðfangsefni
hennar í handverki og mynd
um í mörg ár hefur verið
konan og þjóðbúningar. Þykir
henni ekki verra að blanda
dálitlum húmor í verk sín og
segir að lífið sé leiðinlegra án
húmorsins og að allar konur
séu auðvitað ofurkonur.
Undan farin tvö ár hefur hún
verið með sýningar í Mel
rakkasetri Íslands, Veitinga
staðnum Jóni Indíafara og í
Hamraborg á Ísafirði. Vonandi
hafa sem flestir gefið sér tíma
til að líta á þessa skemmtilegu
sýningu sem lýkur um
mánaðarmótin.
þa
Íslenskar
ofurkonur
Auglýsingaverð í Jökli
Heilsíða í svarthv. 23.700
Hálfsíða í svarthv. 15.200
1/4 í svarthv. 9.900
1/8 í svarthv. 7.200
1/16 í svarthv. 4.400
Heilsíða í lit 46.000
Hálfsíða í lit 31.000
1/4 í lit 22.000
1/8 í lit 14.200
1/16 í lit 9.500
Verðin eru með 25,5% vsk
Til leigu
131 m2 íbúð að Grundargötu 16, miðhæð í Grundarfirði, fjögur svefnherbergi,
laus frá 1 júní 2013. Leiga kr 90.000 + rafmagn.
Upplýsingar gefur Kristján í síma 8963867.
Smáauglýsing